4.11.2008 | 21:51
Kynning á Norræna menningarsjóðnum og öðrum norrænum styrkjum
Fjármögnun menningarverkefna.
Norræna upplýsingaskrifstofan vekur athygli á að næsti umsóknarfrestur Norræna menningarsjóðsins er 1. febrúar. Umsóknarfrestur annarra norrænna sjóða er frá janúar og fram á vor fyrir verkefni sem vinna á sumar og haust 2009.
Kynning á Norræna menningarsjóðnum og öðrum norrænum styrkjum verður haldin í Deiglunni á Akureyri, fimmtudaginn 13. nóvember kl. 14:00-16:00.
Hvernig er góð umsókn unnin? Hvað þarf að koma fram í umsókn? Farið verður yfir nokkur grundvallaratriði þegar sótt er um styrki.
María Jónsdóttir sér um kynningu og George Hollanders segir frá reynslu sinna af því að sækja um hjá Norræna menningarsjóðnum.
Þátttökugjald er 1000 kr.
Skráning með tölvupósti til mariajons@akureyri.is
María Jónsdóttir
Forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar
Leder Nordisk informationkontor
Netfang/e-post: mariajons@akureyri.is
hjemmeside: www.akmennt.is/nu
Norræna upplýsingaskrifstofan/Nordisk informationkontor
Kaupvangsstræti 23
600 Akureyri
Island.
Sími: 462 7000 Fax: 462 7007.
4.11.2008 | 21:22
Guðbjörg Ringsted og Sigríður Ágústsdóttir sýna í Startart
Guðbjörg Ringsted og Sigríður Ágústsdóttir leirlistakona erum með sýningar í Startart Laugavegi 12 b í Reykjavík. Opnunin var sl. fimmtudag og standa sýningarnar til 26. nóv. Opið alla daga frá 13 - 17 nema sunnudaga og mánudaga.
Sjá www.startart.is