6.12.2007 | 09:38
JÓL - Norðlensk Hönnun í galleríBOXi
JÓL
Norðlensk Hönnun
galleríBOX
Kaupvangsstræti 10
600 Akureyri.
Laugardaginn 8. desember klukkan 12:00 opnar markaður með norðlenska Hönnun í BOXinu.
Enginn ætti að láta þetta fram hjá sér fara, þarna verður það heitasta sem er að gerast hjá ungum og reyndum hönnuðum.
Meðal þeirra sem sýna eru Brynhildur Þórðardóttir, Guðjón Sigurður Tryggvason, Aðalheiður S. Eystinesdóttir, Jón Laxdal, Frúin í Ham, Gitte Nielsen, Helgi þórsson.......
Einnig stendur yfir sýningin Songs With Dirty Words eftir Niall og Ruth en þau koma frá Glasgow.
Markaðurinn stendur yfir alla laugardaga og sunnudaga fram að jólum. Opið frá 12:00-18:00
NOKKUR SÉRvalin KRISTNESK JÓLATRÉ OG GREINAR VERÐA TIL SÖLU 15.-16. desember & 22.-23. desember. Meðan birgðir endast (skógur endist)
Heitt jólaglögg og piparkökur
Fjölbreyttar vörur í jólapakka
Allir Velkomnir
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
6630545
6.12.2007 | 09:21
"Grálist með smálist" í DaLí Gallery á Akureyri
"Grálist með smálist" er samsýning í DaLí Gallery á Akureyri í desember.
Grálista-hópurinn verður með smálistagjörning á myndbandi og þekja veggi gallerísins með smálist. Ekkert smáverk verður stærra en 20×20 cm og má þar líta hluta af smámyndasafni Grálista-hópsins. Opnun verður laugardaginn 8. desember og er opið kl. 14-17, og alla föstudaga og laugardaga kl.14-17 fram að jólum. http://daligallery.blogspot.com
Grálist er hópur ungra myndlistamanna sem hafa öll útskrifast frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri að undanskildum þremur sem útskrifast næsta vor.
Grálist er óháður og fjölbreyttur hópur sem hefur það að markmiði að vera sýnileg út um allt eins og gráir kettir, ýmist saman í heild, í smærri hópum og sem einstaklingar.
Frekari upplýsingar um Grálist má sjá hér: http://gralist.wordpress.com
Kveðja Dagrún og Lína í DaLí Gallery
8957173 8697872
Brekkugötu 9, Akureyri
6.12.2007 | 09:03
Samhengi í Deglunni á laugardag og sunnudag

Nemendur skoðuðu samhengi verka sinna við verk og aðferðir annarra listamanna, en kannski enn fremur samhengið eða tengslin á milli þeirra sjálfra og verkanna sem þau skapa.
Sýningin er aðeins opin Laugardag og Sunnudag 14.00 - 17.00
Allir velkomnir
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)