Færsluflokkur: Matur og drykkur
16.1.2008 | 14:31
Dagrún Matthíasdóttir sýningu sína ,,Lífið er saltfiskur" á Veggverk og í DaLí Gallery á Akureyri
Dagrún Matthíasdóttir
"Lífið er saltfiskur"
Veggverk - DaLí Gallery
Á laugardaginn 19. janúar opnar Dagrún Matthíasdóttir sýningu sína ,,Lífið er saltfiskur" á Veggverk og í DaLí Gallery á Akureyri. Um ræðir sýningu undir sömu yfirskrift en Dagrún vinnur verk sitt á þessa tvo staði í miðbæ Akureyrar sem kallast á í verki utandyra og innandyra. Opnun sýningarinnar fer fram í DaLí Gallery í Brekkugötu 9 á Akureyri kl. 17 og eru allir velkomnir.
Dagrún Matthíasdóttir, um sýningu sína:
,,Lífið er saltfiskur"! Mér hefur alltaf þótt þetta snilldarfrasi. Allt frá því ég las bækurnar hans pabba um teiknimyndafígúruna Siggu Viggu og skildi hvorki frasann um saltfiskinn né pólitíska þráðinn í sögunum. En þótti drepfyndið að lífið gæti verið saltfiskur! Síðar á unglingsárunum vann ég í saltfiski inni á Langeyri við Álftafjörð og kynntist af eigin raun bæði saltfiskinum og striti vinnunnar í svuntu og stígvélum frá 66°norður.
Form sólþurrkaða saltfisksins heillar mig á myndrænan hátt formið vekur upp ljúfar minningar hugans og bragðlauka ásamt því að gleðja augað. Hvort form Saltfisksins vekur sömu hughrif hjá öðrum veit ég ekki en frasinn ,,Lífið er saltfiskur" lifir enn góðu lífi í málnotkun allra, ungra uppa jafnt sem gamalla hippa, kótelettu karla og mussu kellna. Því finnst mér því tilvalið að nota form saltfisksins í myndsköpun svona rétt eftir neyslubrjálæði jólahátíðarinnar.
Hugmyndin af verkum mínum sem sjá má á Akureyri frá og með 19.janúar undir yfirskriftinni "Lífið er saltfiskur" mótast í raun af huglægu bragði og vinnu. Til að framkalla saltbragð þeirra sem á horfa, mun formið taka á sig mynd á Veggverk og endurvarpast með nýjum hætti í DaLí Gallery, af einum vegg yfir á annan.
Formleg opnun verður 19. janúar kl.17 og verður tekið á móti listunnendum og skemmtilegu fólki á DaLí Gallerý í Brekkugötu 9 á Akureyri.
Dagrún Matthíasdóttir s. 8957173
http://www.dagrunmatt.blogspot.com
http://daligallery.blogspot.com
http://gralist.wordpress.com
Sýningarstjóri Jóna Hlíf Halldórsdóttir
www.veggverk.org
4.1.2008 | 09:25
Guðrún Vaka opnar sýninguna "Uppgjör", á Café Karólínu á laugardag
Guðrún Vaka
Uppgjör
05.01.08 - 02.02.08
Velkomin á opnun laugardaginn 5. janúar 2008, klukkan 14
Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Laugardaginn 5. janúar 2008, klukkan 14 opnar Guðrún Vaka sýninguna "Uppgjör", á Café Karólínu á Akureyri.
Guðrún Vaka útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2006 var þar áður eitt ár á myndlistabraut VMA. Hún er meðlimur í Grálistahópnum og hefur tekið þátt í samsýningum en þetta er hennar fyrsta einkasýning. Hún segir um sýninguna á Café Karólínu:
"Tónlist! Hvar værum við án hennar? Það eiga sér örugglega flestir einhverja góða sögu um þeirra upplifun á góðri tónlist, svo ekki sé minnst á lélegri tónlist, lag sem minnir á fyrstu ástina, lag til að gráta yfir, lag sem kemur manni í gott skap eða vont skap og svona mætti lengi telja.
Með þessari sýningu má segja að ég sé að gera upp tónlistasmekk minn frá æsku en hann þótti með eindæmum lélegur, það er hvað jafnaldra mína varðar, og það var ekki oft að ég viðurkenndi hvernig tónlist ég hlustaði á þegar enginn heyrði til.
Þetta byrjaði allt á því að ég komst í plötusafnið hans pabba, en hann átti ógrynni af vínilplötum, litlum, stórum, 45 snúninga og 75 snúninga svo ekki sé minnst á valið á tónlistinni sjálfri, þarna var hægt að finna alla helstu söngvarana frá árunum 60-80.
Ég kolféll fyrir köllum á borð við Elvis Prestley, Cat Stevens, Simon and Garfunkel og Creedings Clearwater Revivel, ég verð nú að viðurkenna að ég hlusta ekki mikið á Elvis í dag en hinir eldast assi vel. Þegar ég var um 14-15 ára voru strákarnir í Wham og Duran Duran aðalmálið, mér þótti ekki mikið til þeirra koma en reyndi að taka þátt í herleg heitunum. Einhvern tíman þegar umræða opnaðist í bekknum mínum um tónlist var ég spurð með hverjum ég héldi þá asnaðist ég til að segja Wham en allur bekkurinn hélt með Duran Duran.
Ég hefði alveg eins getað sagt Cat Stevens miðað við umræðuna sem fór af stað í kjölfarið á þessu svari mínu og dauðsá eftir því að hafa ekki gert það því ég var alveg viss um að allavega kennarinn hefði staðið með mér ef ég hefði nefnt hann. Tónlist í dag á það til að fara dálitíð í taugarnar á mér og þá helst textarnir, allt þetta...jejejeje, oooooo og sexsexsex, hvað varð um alla ástina, pólitíkina og áróðurinn sem lituðu tónlistina á hippaárunum?
Í dag hlusta ég enn á þessa kalla mína og þrátt fyrir að tónlista smekkur minn sé talinn vafasamur þá læt ég engan stoppa og mig og hlusta á þá í botni inni í bílskúr eða í Ipodinum mínum. "
Fyrri sýningar:
Samsýning, DaLí, Grálist með smálist 2007
Einkasýning, Staðurinn Akureyri 2006
Samsýning, Óðinshúsi Eyrarbakka 2006
Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri 2004, 2005 og 2006
Samsýning, Langi Mangi Ísafirði 2005-2006
Samsýning, Strikið Akureyri 2005
Nemendasýning útskriftanema, Deiglan 2005
Nemendasýning útskriftanema, Deiglan 2005
Samsýning, Rex og Pex vinnustofa 2005
Samsýning, Geimstofan 2004
Samsýning, Pönk, Deiglan 2004
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Vaka í gvaka(hjá)simnet.is og í síma 8962987
Sýningin á Café Karólínu stendur til 2. febrúar, 2008. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 5. janúar, klukkan 14.
Á sama tíma stendur yfir sýning Brynhildar Kristinsdóttur á Karólínu Restaurant.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
03.02.08-02.03.08 Steinn Kristjánsson
03.03.08-04.04.08 Unnur Óttarsdóttir
05.04.08-02.05.08 Guðmundur R Lúðvíksson
03.05.08-06.06.08 Kjartan Sigtryggsson
07.06.08-04.07.08 Arnar Ómarsson
05.07.08-01.08.08 Vilhelm Jónsson
02.08.08-05.09.08 Margeir Sigurðsson
06.09.08-03.10.08 Sigurlín M. Grétarsdóttir
04.10.08-31.10.08 Ingunn St. Svavarsdóttir Yst
01.11.08-05.12.08 Þorsteinn Gíslason
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
3.1.2008 | 15:53
Sýningu Steinunnar Helgu á Café Karólínu lýkur á föstudag
Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningu Steinunnar Helgu Sigurðardóttur "að snertast í augnablikinu" á Café Karólínu en henni lýkur á föstudaginn 4. janúar 2008.
Steinunn Helga Sigurðardóttir
að snertast í augnablikinu
01.12.07 - 04.01.08
Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Steinunn Helga Sigurðardóttir útskrifaðist úr MHÍ 1993 og stundaði framhaldsnám í myndlist hjá Jannis Kounellis í Kunstakademie Düsseldorf. Hún hefur verið búsett í Danmörku frá árinu 1993. Hún hefur haldið fjölda sýninga og einnig skipulagt sýningar undanfarin ár.
Steinunn Helga segir um sýninguna "Sýningin er tilraun til að setja í form þær pælingar sem ég hef verið upptekin af. Hugsanir, drauma, raunveruleikann og myndunarheiminn.
Hvað er raunverulegt? Er lífið í hinum ytra heimi meira raunverulegt en lífið í hinum innra heimi?
Hvort er meira abstrakt, þar sem ég sit meðvituð og skrifa þennan texta og hlusta á þvottavélina mala í bakgrunninum, hundarnir mínir hrjóta við tærnar á mér, eða það sem gerist inni í höfðinu á mér. Þar sem ég bæði hugsa um þennan texta sem ég er að skrifa, og ýmislegt annað, sem er eins og smá myndir og hugsanir sem koma við og vilja láta hugsa sig?
Myndir sem vilja láta sjá sig, og vilja að ég gefi þeim tíma, en ég ýti þeim burtu því ég þarf að vera í hinum ytra heima þessa stundina, eða er ég það?
Ég hef engin svör, enda er það í raun ekki það sem ég hef áhuga á, en ég geri þessar pælingar að leik, þar sem ég leik mér með þessum báðum tilverum og leyfi þeim að koma fram og stjórna því sem kemur, án þess að dæma til eða frá.
Lejre. 10 nóv. 2007
Steinunn Helga Sigurðardóttir"
Nánari upplýsingar um verk Steinunnar Helgu er að finna á síðunni www.steinunn.eu og nánari upplýsingar veitir hún í steinunnhelga(hjá)gmail(punktur)com og hún bloggar á http://steina.blog.is
Næstu sýningar á Café Karólínu:
05.01.08-02.02.08 Guðrún Vaka
03.02.08-02.03.08 Steinn Kristjánsson
03.03.08-04.04.08 Unnur Óttarsdóttir
05.04.08-02.05.08 Guðmundur R Lúðvíksson
03.05.08-06.06.08 Kjartan Sigtryggsson
07.06.08-04.07.08 Arnar Ómarsson
05.07.08-01.08.08 Vilhelm Jónsson
02.08.08-05.09.08 Margeir Sigurðsson
06.09.08-03.10.08 Sigurlín M. Grétarsdóttir
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 09:51
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir sýnir á Bláu könnunni
Hringleikur á aðventu
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir sýnir nýjar tréristur og sandblástursfilmur á Bláu könnunni í desember.
Meginþema verkanna er hringformið, sem er tákn óendanleikans. Margslungnar fléttur og þræðir spinnast saman og mynda hring, lokað ferli án upphafs og endis. Verkin bera með sér fyrirheit um uppskeru og nýja blómatíð.
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir er fædd í Reykjavík 01.10.1957. Hún stundaði nám við Kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1974 til 1978. Á árunum 1986 til 1990 stundaði hún nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og þvínæst við málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1990 til 1992.
Frá árinu 1992 hefur Sveinbjörg verið með eigin vinnustofu. Í dag starfrækir hún vinnustofu sína og sýningaraðstöðu, ásamt Önnu Gunnarsdóttur, Gallerí Svartfugl og Hvítspóa í miðbæ Akureyrar.
Sveinbjörg er félagi í grafíkfélaginu Íslensk Grafík og Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Hún er einnig meðlimur í dönsku grafíksamtökunum Fyns Grafiske Værksted í Óðinsvéum.
Sveinbjörg var bæjarlistamaður Akureyrar 2004 og valin listamaður ársins hjá Stíl 2007, en fyrirtækið styrkir sýninguna. Hún á að baka margar einkasýningar og hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum heima og erlendis.
Vinnustofa / sýningarsalur, Gallerí Svartfugl og Hvítspói,
Brekkugötu 3a (bakhús við Ráðhústorg) - 600 Akureyri.
s: 4613449 - 8937661.
tölvupóstur: sveinbjorg(hjá)svartfugl.is - heimasíða: www.svartfugl.is
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 09:38
JÓL - Norðlensk Hönnun í galleríBOXi
JÓL
Norðlensk Hönnun
galleríBOX
Kaupvangsstræti 10
600 Akureyri.
Laugardaginn 8. desember klukkan 12:00 opnar markaður með norðlenska Hönnun í BOXinu.
Enginn ætti að láta þetta fram hjá sér fara, þarna verður það heitasta sem er að gerast hjá ungum og reyndum hönnuðum.
Meðal þeirra sem sýna eru Brynhildur Þórðardóttir, Guðjón Sigurður Tryggvason, Aðalheiður S. Eystinesdóttir, Jón Laxdal, Frúin í Ham, Gitte Nielsen, Helgi þórsson.......
Einnig stendur yfir sýningin Songs With Dirty Words eftir Niall og Ruth en þau koma frá Glasgow.
Markaðurinn stendur yfir alla laugardaga og sunnudaga fram að jólum. Opið frá 12:00-18:00
NOKKUR SÉRvalin KRISTNESK JÓLATRÉ OG GREINAR VERÐA TIL SÖLU 15.-16. desember & 22.-23. desember. Meðan birgðir endast (skógur endist)
Heitt jólaglögg og piparkökur
Fjölbreyttar vörur í jólapakka
Allir Velkomnir
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
6630545