Færsluflokkur: Heimspeki
6.1.2014 | 16:43
Sýningarlok á laugardaginn hjá Jóni Laxdal í Flóru
Jón Laxdal
Blaðsíður
16. nóvember 2013 - 11. janúar 2014
Sýningarlok laugardaginn 11. janúar
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/1387836291459094
Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýninguna Blaðsíður sem myndlistarmaðurinn Jón Laxdal Halldórsson hefur sett upp í Flóru á Akureyri. Sýningunni lýkur laugardaginn 11. janúar 2014.
Á sýningunni gefur að líta fjölda nýrra verka eftir listamanninn, bakkar á borði, lágmynd og fuglahús. Auk þess eru til sýnis á skjá 189 verk unnin úr Sunnudagsblaði Tímans en þau má einnig sjá á þessari slóð: http://freyjulundur.is/jonlaxdal
Jón hefur lengi verið virkur í menningarlífinu á Akureyri. Hann átti hlut að rekstri Rauða hússins og var í hópi þeirra sem hófu Listagilið á Akureyri til vegs og virðingar. Jón kom eftir krókaleiðum inn í myndlistina. Hann nam heimspeki við HÍ og hefur látið að sér kveða í skáldskap með útgáfu nokkurra ljóðabóka.
Jón hefur haldið á þriðja tug einkasýninga ásamt þátttöku í fjölda sýninga bæði heima og erlendis. Verk eftir hann eru í eigu safna og safnara víða um heim.
Upplýsingar um Jón Laxdal og verk hans má finna á heimasíðunni http://www.freyjulundur.is
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru mánudaga kl. 12-18 og þriðjudaga til laugardaga kl. 12-16.
Næstu sýningar í Flóru verða með Helgu Sigríði Valdemarsdóttur sem opnar 22. febrúar og Kristínu G. Gunnlaugsdóttur sem opnar 14. júní.
Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.
2.10.2012 | 08:56
Málþing um list í dagsins önn í Alþýðuhúsinu á Siglufirði
Alþýðuhúsið á Siglufirði
Laugardaginn 6. okt. 2012 kl. 14.00 - 17.00
Málþing um list í dagsins önn, eiga listir erindi við þig?
Málþingið er ætlað almenningi og öllu áhugafólki um listir.
Kl. 14.00 Örligur Kristfinnsson myndlistamaður / forstöðumaður Síldarminjasafnsins á Siglufirði.
Kl. 14.15 Guðmundur Oddur Magnússon prófessor við Listaháskóla Íslands.
Hver er galdur listarinnar?
Kl. 14.45 Kristín Þóra Kjartansdóttir félagsfræðingur / framkvæmdastjóri.
Sambúð með myndlist.
Kl. 15.00 Kaffihlé
Kl. 15.15 Þórarinn Hannesson Tónlistamaður / forstöðumaður Ljóðaseturs Íslands.
Þorpið fer með þér alla leið
kl. 15.30 Þórgnýr Dýrfjörð heimspekingur / framkvæmdastjóri Akureyrarstofu.
Hver fann upp Björk?
kl. 15.45 Almennar umræður og fyrirspurnir.
Allar nánari upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 865-5091
Aðgangur ókeypis
www.freyjulundur.is
Eyþing, Fiskbúð Siglufjarðar, Sparisjóður Siglufjarðar, Fjallabyggð eru styrktaraðilar.
20.4.2009 | 21:42
Sýning Jóns Laxdals Halldórssonar framlengd um viku
Opið laugardag og sunnudag kl. 14.00-17.00
Aðra tíma eftir samkomulagi við galleríhaldarana í síma 462 7818.
Sjá nánar um list Jóns Laxdal á heimasíðunni http://www.freyjulundur.is
10.3.2009 | 20:59
“EKKI ÁN” Yst í Ketilhúsinu 14. – 30. mars 2009
Verkin eru unnin undangengin fimm ár og tengjast öll vatni á einn eða annan hátt og tjá um leið ákveðna tilfinningu, sem stundum er tæpt á í titlinum. Um getur verið að ræða persónulega sammannlega tilfinningu svo sem umhyggju - yfir í hreina speglun á samfélagslegri skoðun t.d. kaldhæðni og litrófið allt þar á milli. Verkin eru misstór gólf-, vegg-, og loft-verk ásamt einu hljóð-verki.
Þetta er 11. einkasýning Ystar, sem er sálfræðingur og fagurlista-verka-kona og lauk 2ja ára MFA námi sínu frá Newcastle University á Bretlandi í september síðastliðnum. Hún verður til staðar á sýningunni á opnunardaginn og miðvikudaginn 18. mars.
EKKI ÁN
Yst
í Ketilhúsinu á Akureyri
14. 30. mars 2009