Færsluflokkur: Menning og listir

GraN 2015 - 25 norrænir grafíklistamenn í Listasafninu á Akureyri

large_gran-forsidumynd

Laugardaginn 24. október kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri sýningin GraN 2015 en þar sýna 25 grafíklistamenn frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Vegleg sýningarskrá kemur út af þessu tilefni.

GraN 2015 endurspeglar þá fjölbreytni sem er að finna í grafíklist á Norðurlöndum og þann kraft og færni sem býr í norrænum grafíklistamönnum. Að sýningunni stendur GraN sem er hópur grafíklistamanna og áhugamanna um myndlist á Íslandi sem stefnir að því að auka veg grafíklistar, koma á reglulegu sýningarhaldi og útgáfu á efni um grafík. Hópinn mynda Íslensk Grafík, Listasafnið á Akureyri, Akureyrarstofa, Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri og Arsborealis.

Í tilefni af opnun sýningarinnar hittast fulltrúar sýningarlandanna á fundum í Laxdalshúsi á Akureyri til að ræða áframhaldandi samstarf til eflingar grafíklista.

Listamenn:

Færeyjar

Jóna Rasmussen
Oggi Lamhauge
Marius Olsen
Jóhan Martin Christiansen.

Svíþjóð

Ellen Cronholm

Tomas Colbengtson
Arnold Hagström
Maria Lagerborg

Noregur

Petter Buhagen

Ola Jonsrud
Ellen Karin Mæhlum
Sidsel Westbø 

Finnland

Anita Jensen
Sirkku Ketola
Tuukka Peltonen
Irma Tonteri 

Grænland

Naja Abelsen

Danmörk

Pascale Perge Cumming
Henrik Bruun, Lars Holbroe, Kristian Deventiers (“Thre Brushes”)
Jan Danebod
Birgit Brænder

Ísland

Hafdís Ólafsdóttir
Kristín Pálmadóttir
Laura Valentino
Valgerður Hauksdóttir

Sérstakir styrktaraðilar Gran 2015 eru Nordiska Kulturfonden, Menningarráð Eyþings, Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra og Norsk-islandsk kultursamarbeid. 

Sýningin stendur til 13. desember og verður opin þriðjudaga - sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.

http://www.listak.is


Úlfur Logason sýnir í Kartöflugeymslunni

12107799_755574814570956_8140868763504171622_n

Úlfur Logason sýnir blekmyndir í Kartöflugeymslunni.

Opnun laugardaginn 24. okt. kl. 14.
Opið alla daga frá 14-17 á meðan sýningin stendur.


Heimildarmynd um myndlistarmanninn Ai Weiwei á Norrænum Kvikmyndögum á Akureyri

11224567_1196227770394316_3612720389982447721_n

Kvikmyndaklúbburinn Kvik Yndi kynnir.

Dönsk heimildarmynd frá árinu 2013 sem fjallar um kínverska listamanninn og samfélagsgagnrýnandann Ai Weiwei og baráttu hans gegn málsókn kínversku ríkisstjórnarinnar.

Myndin hlaut verðlaun á Biografilm Kvikmyndahátíðinni í Bologna á Ítalíu og Robert Kvikmyndahátíðinni í Danmörku 2014.

Sýningin er í boði Norðurorku og verður myndin sýnd í Sambíóum Akureyri þann 18. október kl. 18:00 með enskum texta. Enginn aðgangseyrir - mætið, horfið og njótið!

Þakkir fá:

Norræna Upplýsingaskrifstofan á Akureyri
Félagsdeild Norræna Félagsins á Akureyri
Sambíó Akureyri
Sendiráð Danmerkur á Íslandi
Sendiráð Noregs á Íslandi
Sendiráð Svíþjóðar á Íslandi
Space Rocket Nation
Akureyrarstofa
N4

https://www.facebook.com/events/724515937680690


Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur segir frá verkum á Haustsýningu Listasafnsins

12072835_1013176342037541_7809155968566991143_n

Í tilefni af síðustu opnunardögum samsýningarinnar Haust í Listasafninu á Akureyri mun Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur taka á móti áhugasömum gestum kl. 15 næstkomandi laugardag 17. október og ganga með þeim um sýninguna. Aðgangur er ókeypis en til sölu verður sýningarskráin sem kostar aðeins 1.000 kr.

Á sýningunni, sem lýkur sunnudaginn 18. október, má sjá verk 30 norðlenskra listamanna sem vinna með ólíka miðla og aðferðir.

Listamennirnir eru: Arna Valsdóttir, Arnar Ómarsson, Baldvin Ringsted, Bergþór Morthens, Björg Eiríksdóttir, Eiríkur Arnar Magnússon, Freyja Reynisdóttir, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Guðrún Þórisdóttir, Gunnhildur Helgadóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Heiðdís Hólm, Hekla Björt Helgadóttir, Joris Rademaker, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Klængur Gunnarsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Marina Rees, Ragnheiður Þórsdóttir, Rannveig Helgadóttir, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Rósa Júlíusdóttir, Sam Rees, Stefán Boulter, Unnur Óttarsdóttir, Victor Ocares, Þórarinn Blöndal, Þórgunnur Oddsdóttir, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Þóra Sigurðardóttir.

http://www.listak.is

https://www.facebook.com/listasafnid.akureyri


dog - surrounding - ten steps í Listhúsi, Fjallabyggð

12079528_919050161516079_4444671374294973174_n

The collaborative exhibition, dog • surrounding • ten steps
will be open today from 15:00 to 18:00 in Listhus Gallery

If you are around in Olafsfjordur, please come and join us.


Anna Wagner: http://annawagner.com/home.html
Marika Drolet-Ferguson: http://www.marikadf.com/
Isa Moe & Robynn Smith: http://www.robynnsmith.com/

https://www.facebook.com/events/464114163767529/464540923724853


Jónína Björg Helgadóttir opnar sýninguna Týnd í Kaktus

12096381_756374244485501_3386095140525920640_n

Jónína Björg Helgadóttir opnar sýninguna Týnd í Kaktus.

Sokkabuxur. Bugun. Elíf hárgreiðsla. Máttleysi. Vín. Týnd.

-----------------------------------------------------------------------------------

Þetta er fyrsta stóra einkasýning Jónínu Bjargar eftir að hún útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri í vor. Eftir útskrift hefur hún m.a. staðið fyrir listaverkefninu RÓT og er einn af stofnendum og umsjónarmönnum Kaktus.

Opnun er laugardaginn 17. október kl. 14-17, léttar veitingar í boði! Það verður svo opið á sunnudeginum milli 14-17 og í vikunni á eftir þegar skiltið er úti.

Kaktus er staðsettur í Listagilinu (Kaupvangsstræti 10, Akureyri)

Kaktus er styrktur af Akureyrarstofu, Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Húsasmiðjunni.

https://www.facebook.com/events/1033977006634206


Joris Rademaker sýnir Mjólkurbúðinni

IMG_4362-1-980x350

Laugardaginn 10.október kl. 14 opnar Joris Rademaker sýningu í gallerí Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Á sýningunni verða ný verk sem hann hefur unnið í tvívídd og þrívídd.

Sýningin er opin frá kl. 14-17 helgarnar 10 og 11.október og 17 og 18 október.

Allir velkomnir.


Beate Stormo með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri

12106742_1009172662437909_868460039754887376_n

Þriðjudaginn 6. október kl. 17 heldur Beate Stormo fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Klæðnaður á miðöldum. Þar fjallar hún um klæðnað miðalda og þátttöku sína á miðaldadögum á Gásum. Aðgangur er ókeypis.

Beate Stormo er bóndi og eldsmiður og hefur haft áhuga á gömlu handverki og fornöld frá blautu barnsbeini. Hún hefur starfað með miðaldahópnum Handraðanum í tengslum við miðaldadagana á Gásum frá upphafi og skoðað sérstaklega miðaldafatnað frá þeim tíma og haldið námskeið i miðaldafatasaum víða á Íslandi.

Fyrirlesturinn er annar í röð fyrirlestra sem haldnir verða á hverjum þriðjudegi í Listasafninu, Ketilhúsi í allan vetur. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Á meðal fyrirlesara vetrarins eru Jón Þór Sigurðsson, Ragnheiður Þórsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir, Þorlákur Axel Jónsson, Haraldur Ingi Haraldsson, Margrét Elísabet Ólafsdóttir og Þórhallur Kristjánsson.

29.9 Dóri DNA og Saga Garðarsdóttir
6.10 Beate Stormo
13.10 Jón Þór Sigurðsson
20.10 Ragnheiður Þórsdóttir
27.10 Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir
3.11 Þorlákur Axel Jónsson
10.11 Þórhildur Örvarsdóttir
17.11 Haraldur Ingi Haraldsson
24.11 Margrét Elísabet Ólafsdóttir
1.12 Þórhallur Kristjánsson

https://www.facebook.com/events/986294861443015

http://www.listak.is/


Ómar Guðjónsson & Tómas R. Einarsson í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

12027586_10205072651272719_2812173830544136020_n

Laugardaginn 10. okt. kl. 21.00 verða Ómar Guðjónsson og Tómas R. Einarsson með tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.


Ómar Guðjónsson & Tómas R. Einarsson

Gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson hafa spilað saman í áratug, ýmist tveir einir eða í fjölmennari hljómsveitum. Innanlands og utan: Flatey, Djúpavík, Moskva, Andorra, Berlín, Havana, Washington DC....  
Nú hafa þeir gert langþráðan draum að veruleika: að taka upp plötu þar sem þeir semja hvor fyrir annan. Þar er músíkölsk samræða æðsta markmiðið, hvort sem um er að ræða sveiflu, latíntónlist eða ballöður.
Upptakan fór fram á Kolsstöðum í Borgarfirði, á sólríkum sumardögum þar sem hvít jöklabreiða bar við augu út um upptökuglugga ásamt hrauni og blómstrandi kjarri.


BRÆÐRALAG   Um land allt!


Ómar Guðjónsson og Tómas R. Einarsson munu kynna plötuna Bræðralag á  tónleikaferð um landið í haust. Tónleikarnir verða nítján talsins, en þeir fyrstu verða í Garðaholti, Garðabæ, sunnudagskvöldið 27. september, kl. 20.30,  og tónleikaferðinni lýkur svo í Iðnó, Reykjavík, fimmtudagskvöldið 15. október kl. 20.30


Fjallabyggð, Uppbyggingarsjóður og Fiskbúð Siglufjarðar styðja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem er vinnustofa og heimili Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur.
Tekið á móti frjálsum framlögum til listamannanna. Upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 865-5091

https://www.facebook.com/events/473632046149928/474983376014795


Opið lista-bókasafn í Kaktus

12140758_753424138113845_7973722883860524036_n

Næstkomandi laugardag verður bókasafnið í Kaktus opið !

Í vikunni tókum við úrval lista-bóka á Amtsbókasafnið á Akureyri í viðbót við myndasögusafnið. Við ætlum að bjóða upp á nýtt úrval mánaðarlega.
Sama gildir um þessar bækur eins og teiknimyndasögurnar að þær eru ekki ætlaðar til útláns heldur til þess að lesa á staðnum. Verið því velkomin að koma og kíkja!

Blómlegar bækur!
Smekklegir sófar!
Meinleg músík!
Kætandi kaffi!

Opið frá kl. 15 til 19.

https://www.facebook.com/events/521693347985343


Open library in Kaktus

This coming saturday the library in Kaktus will be open!

This week we added a selection of art books, lent by Amtsbókasafnið á Akureyri, to our comic book collection. It is the first of the monthly selections we will offer.

Like the comic books, the books lent by the library are to be read on the spot. So come and have a look!

Beautiful books!
Comfortable couches!
Magnificent music!
Coffee in cups!

Open from 15 to 19.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband