Færsluflokkur: Menning og listir

Forsýning á SKAMMDEGI FESTIVAL í Sal Myndlistarfélagsins

12525687_202931823386590_3649005112654435856_o

Skammdegi_
www.skammdegifestival.com

laugardagur 16. og 23. janúar 2016 í Sal Myndlistarfélagsins, Kaupvangsstræti 10, 600 Akureyri
 
opnun kl. 16:00
tónleikar kl. 20:00

Listhús Artspace kynnir með stolti forsýningu á hinni árlegu SKAMMDEGI FESTIVAL. Á hverju ári velur Listhús Artspace listamenn allstaðar að úr heiminum fyrir Skammdegi Air verðlaunin. Listamennirnir dvelja í Ólafsfirði frá desember fram í febrúar og fá að upplifa veturinn á Norðurlandi. Listamennirnir sem eru ýmist sjónlistamenn, flytjendur, tónlistarmenn og rithöfundar sýna verk sín á Skammdegi Festival sem mun eiga sér stað í Ólafsfirði frá 28. janúar til 28. febrúar.

Myndlistarfélagið er stoltur gestgjafi forsýningar á Skammdegi dagana 16 og 23 janúar 2016. Yfir þessar tvær helgar munu listamennirnir í Listhúsinu sýna verk sín sem túlka, tjá og svara til Skammdegisins eða stutta daga.

Listamenn sem taka þátt:
Jack Duplock (London, málari)
Ellis O’Connor (Skotland, málari)
Jade de Robles (London/Barcelona, hönnuður)
Devon Tipp (New York, tónlistarmaður & tónskáld)
Will Plowman (Bristol, tónlistarmaður)
Alkisti Terzi (Skotland, kvikmyndagerðarmaður)
Ksenia Yurkova (Rússland, ljósmyndari)
Rachel Beetz (Bandaríkin, tónlistarmaður)
Ruan Suess (Skotland, kvikmyndatökumaður)
Samuel Cousin (Kanada, sjónlistamaður)
Natalia Kalicki (Kanada, sjónlistamaður)
Fernanda Chieco (Brasilíal, málari)
Scott Probst (Ástralía, rithöfundur og sjónlistamaður)
judy b. (Bandaríkin, rithöfundur/söngvari)
Adam Sloan (Liverpool, hljóð/sjónlistamaður & tónlistarmaður)
Laura Campbell (Liverpool, hljóð/sjónlistamaður & tónlistarmaður)

Salur Myndlistarfélagsins, Kaupvangsstræti 10, 600 Akureyri

https://www.facebook.com/events/495260607326947


Hekla Björt Helgadóttir sýnir í Kaktus

12466258_795285100594415_4778429092642215417_o

TONS = Thoughts Of Notorious Softness

Drawings by Hekla Björt Helgadóttir
from september 2015 - january 2016
in Akureyri, Reykjavík, Copenhagen, Berlin, Amsterdam and London

All are welcome, Saturday 16th, Kaktus, two o'clock

Kaktus
Kaupvangstræti 10-12
600 Akureyri

https://www.facebook.com/events/1542364946078212/1542398689408171


Björg Eiríksdóttir sýnir á bókasafni Háskólans á Akureyri

12471320_1213527362009358_149232516118808557_o

Björg Eiríksdóttir sýnir á Bókasafni Háskólans á Akureyri. Verkin á sýningunni eru unnin í tengslum við meistaraprófsrannsókn Bjargar þar sem hún mótar námsefni í teikningu með aðferðum starfenda- og listrannsókna. Námsefnið ber titilinn „Ég sé með teikningu“. Á sýningunni verða teikningar; tvívíðar, þrívíðar, á hreyfingu, í lit og hljóði og er titill hennar „Ég sé mig sjáandi“ en þar er vísað í orð Maurice Merleau-Pontys heimspekings og fyrirbærafræðings. Þetta er áttunda einkasýning Bjargar og hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga.
Opnun verður þann 14. janúar kl. 16:00-18:00 og varir sýningin til 19. febrúar. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Opnunartími bókasafnsins er mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 8:00 – 16:00 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8:00 – 18:00. Lokað um helgar.

https://www.facebook.com/events/951858514901607


Gjörningahópurinn CGFC í Kaktus

12491832_557330944433063_3857349721911516766_o

Gjörningahópurinn CGFC heldur sinn þriðja performance á Akureyri 9. janúar kl. 20-21 í Kaktus. Hópurinn hefur komið fram á þekktum hátíðum á Austfjörðum, Noregi og nú á Akureyri.

"Groundbreaking!"
"Brilliant!"
"Fantastic!"

"I thought it was brilliant, a fantastic performance!" - Henrik Vibskov'' byggir á hinu þekkta leikriti, Skugga Sveini eftir Matthías Jochumsson og fer Birnir J Sigurðsson með hlutverk Sigurðar og Skugga Sveins, en það er í fyrsta sinn í sögu Íslands sem einn leikari fer með bæði aðalhlutverkin. Verkið spyr stærstu spurninga sem spurðar hafa verið á leiksviði og er vettvangur leiksigurs Birnis J Sigurðssonar, vonarstjörnu íslenskrar leiklistar.

Ljós og skuggar. Líf - eftirlíf, ást eða hatur? Ullin og fjallagrösin.

Kannast þú við það að fara á leiðinlega leiksýningu? Hefur þú jafnvel sofnað á leiksýningu? Ekki örvænta CGFC Productions kynnir: STÆRSTI VIÐBURÐUR Í SÖGU AKUREYRARBORGAR!! FRUMSÝNING og LOKASÝNING! Aðeins sýnt EINU SINNI!! Ekki missa af þessu einstaka tækifæri að sjá þennan "once in a lifetime" viðburð! ALLIR verða þarna!!!

Sprengjur, glimmer, diskó og kærleikur. Ekki missa af uppáhalds krökkunum ykkar í CGFC á Akureyri!

https://www.facebook.com/events/1511183642544838/1514944622168740/


Last Minute Shopping í Braga & Vinnustofusýning á 3.hæð í Rósenborg

12377859_710538195715014_8407740456126845605_o

Undanfarnar vikur hefur Kristján Breki Björnsson, nemi við listnámsbraut VMA, unnið hörðum höndum að nýjum málverkum. Verkin eru flest unnin á gamlar, brotnar og beyglaðar spónaplötur með allskonar málningu og stílum. Athugið að sýningin er aðeins opin þennan eina dag, frá 14-17.

Tilvalið tækifæri til að næla sér list í jólapakkann!

/////

Á þriðju hæð hússins hafa nokkrir ungir listamenn komið sér fyrir með vinnustofu. Á laugardaginn kl 14 verður opin vinnustofa þar sem allskonar verk verða til sölu, grafík, teikningar málverk og fleira. Endilega kíkið við og tékkið í kaffi og list og hlátur og kleinur og eitthvað fleira ótrúlega frábært sem gleður lífið og sálina.

http://husid.net/vinnustofan/

Atli Tómasson // http://www.atlitomasson.com/
Ívar Freyr Kárason // http://www.ivarfreyr.com/
Heiðdís Hólm // http://heiddisholm.com/
James Earl // instagram.com/cistam_arts
Steinunn Steinarsdóttir //

https://www.facebook.com/events/1017713991624896


Grautur / Jólasýning meðlima Myndlistarfélagsins

12359828_962753483797655_2533916595744040637_n

Verið velkomin á opnun jólasýningar meðlima Myndlistarfélagsins. Sýningin opnar laugardaginn 12. desember kl 14:00. Meðlimir félagsins sýna ýmiskonar verk, allt frá málverkum og skúlptúr yfir í hljóðverk og vídeóverk. 

Athugið að sýningin er einnig opin 13. desember frá 13-17 og helgina 19 - 20. desember frá 13-17. 

Léttar veitingar í boði.

https://www.facebook.com/events/797461350382599


Sýning nemenda Menntaskólans á Tröllaskaga

12313535_10153646383568796_8819770705202563354_n

Sýning nemenda Menntaskólans á Tröllaskaga

Laugardaginn 12. desember kl. 13:00 - 16:00. Sjónlistir, ArtFabLab, útieldun og fjölbreytt verkefni. Sýninguna má skoða í skólanum til 18. desember.

https://www.facebook.com/events/1037310319634100


Dorrit Holmefjord sýnir í Deiglunni

12356684_1069542799722941_5682300984850040431_o

Myndlistamaður mánaðarins í gestavinnustofu Gilfélagsins er Dorrit Holmefjord frá Danmörku, hún opnar sýninguna " The Nature of the tree " í Deiglunni Laugardaginn 12. Des. kl. 14.
Sýningin er opin laugardag og sunnudag 14-17,
Aðeins þessa einu helgi.
Allir velkomnir!

Hér fyrir néðan fjallar Dorrit Holmefjord um sýninguna sína.
The Nature of the tre:
You Can make pictures of objekts in the nature, or you can try to tell something from the nature within the objekts.
What are we without our invisible roots.

https://www.facebook.com/events/1499492820354846


Jólabasar og félagafundur í Myndlistarfélaginu

Miðvikudagskvöldið 9. desember kl 20:00 mun safnstjóri Listasafns Akureyrar kynna teikningar af fyrirhuguðum breytingum á húsnæði safnsins í Listagilinu. Breytingarnar eru stórar og kærkomnar og því hvetjum við alla sem áhuga hafa á starfseminni í Listagilinu að koma á fundinn. 

Jólabasar/Sölusýning félaga Myndlistarfélagsins opnar laugardaginn 12. desember kl 14:00. Á sýningunni má finna allskonar list, allt frá málverkum, skúlptúrum yfir í ljósmyndir og vídeóverk. Sjáumst hress í jólaskapi í Listagilinu á laugardadaginn! 

felagafundur_9des


Margrét H. Blöndal sýnir í Flóru

12278748_1064893890208372_63415370474717835_n

Laugardaginn 28. nóvember kl. 14:00 á opnar Margrét H. Blöndal sýningu í Flóru á Akureyri.

Margrét nam við MHÍ og Rutgers University, New Jersey þar sem hún lauk meistaraprófi árið 1997. Allar götur síðan hefur hún sýnt víðs vegar um heim, utan lands sem innan, í borgum og sveitum. Basel, Berlín og Siglufirði. Verkið í Flóru er sérstaklega unnið inn í vistkerfi staðarins.

Lýsandi eyja, blaktandi blómabeð af mildu og ólgandi bláu ljósi, sem margfaldast í ölduspeglunum. Og bláa birtan hverfur og í hennar stað tendrast skógur rauðra ljósa, rauðlogandi ... en upp af þessu tortímingarbáli spretta langir, bogadregnir eldstönglar, og þessir stönglar bera blóm af hrapandi stjörnum! Þú ríður heilluðum himinfisknum inn í ægistóra Tímlu vetrarbrautarinnar, þar sem ljósið bylgjast og æðir um óravegu. Þú ferð eftir brautinni löngu sem liggur á enda veraldrar og langt undan standa hlið ... opin. *

*Úr skáldsögunni Móðir sjöstjarna eftir William Heinesen 

Nánari upplýsingar um Margréti og verk hennar má nálgast á heimasíðu hennar: http://www.margrethblondal.net

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru: mán. - fös. kl. 15-18. Auk þess verður opið eftirfarandi: lau. 5.12. kl. 11-15.
lau. 12.12. kl. 11-15.
mán. 14.12. - lau. 19.12. kl. 10-18.
sun. 20.12. kl. 12-18.
mán. 21.12. - mið. 23.12 kl. 10-20.
mán. 28.12. - mið. 30.12 kl. 12-18.
mán. 4.1. - fös. 8.1. kl. 15-18. 
Sýningin stendur til föstudagsins 8. janúar 2016.


Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu.

Margrét H. Blöndal
28. nóvember 2015 - 8. janúar 2016
Opnun laugardaginn 28. nóvember kl. 14
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is

https://www.facebook.com/events/1069773533073194


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband