Færsluflokkur: Menning og listir

Akureyri - hvert stefnir? Málþing í AkureyrarAkademíunni

akureyrarakademian_1

Akureyri - quo vadis? eða Akureyri - hvert stefnir er yfirskrift málþings sem AkureyrarAkademían stendur fyrir laugardaginn 22. október frá 13:00 til 17:00 í Húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99 á Akureyri. Málþingið er öllum opið, aðgangur er ókeypis og vonast eftir líflegri umræðu. Fluttir verða sex fimmtán mínútna langir fyrirlestrar, boðið upp í hreyfimínútur þeirra á milli og ávaxta og grænmetishlé áður en farið er í almennar umræður. Dagskráin í heild sinni:

Akureyri - quo vadis? AKUREYRI - HVERT STEFNIR?

AkureyrarAkademíunni, laugardaginn 22. október kl. 13:00 - 17:00
Málþing öllum opið í Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti 99 á Akureyri, aðgangur ókeypis.

1.) Stutt erindi um menntun og menningu
13:00 Menntun á Akureyri í framtíðinni?
- Darri Arnarson, formaður Ungmennaráðs Akureyrar
13:15 Menning á Akureyri í framtíðinni?
- Lárus H. List, listamaður
13:30 Spurningar til fyrirlesara
13:40 10 hreyfimínútur í umsjón Grétu Kristínar Ómarsdóttur

2.) Stutt erindi um atvinnu og aldur
13:50 Atvinna á Akureyri í framtíðinni? Soffía Gísladóttir frá Vinnumálastofnun
14:05 Að eldast á Akureyri í framtíðinni? Friðný Sigurðardóttir frá Öldrunarheimilum Akureyrar
14:20 Spurningar til fyrirlesara
14:30 10 hreyfimínútur í umsjón Grétu Kristínar Ómarsdóttur

3.) Stutt erindi um heilbrigði og sjálfbærni
14:40 Heilbrigði á Akureyri í framtíðinni? Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur og heilsuþjálfari
14:55 Sjálfbærni á Akureyri í framtíðinni? Brynhildur Pétursdóttir frá Neytendasamtökunum
15:10 Spurningar til fyrirlesara

SKIPTIMARKAÐUR SKOÐANA
15.20 Ávaxta- og grænmetishlé (kaffibaunin fær að fljóta með)
15.40 Samtala þátttakenda og fyrirlesara í þremur umræðuhornum

Horn 1: Menntun og menning.
Umræðustjóri: Jón Hjaltason
Ritari: Guðmundur Árnason

Horn 2: Atvinna og aldur.
Umræðustjóri: Hjálmar Brynjólfsson
Ritari: Sigurður Bergsteinsson

Horn 3: Heilbrigði og sjálfbærni
Umræðustjóri: Valgerður Bjarnadóttir
Ritari: Sólveig Georgsdóttir

16:15 Samantekt - ritarar umræðuhornanna gera grein fyrir helstu skoðunum sem settar voru fram og draga upp útópíu? framtíðarinnar.

16:45 Dagskrárlok

Málþingsstjóri er Pétur Björgvin Þorsteinsson, formaður AkureyrarAkademíunnar.

Sýning listakvennanna Örnu Valsdóttur og Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur í gamla kennslueldhúsinu á miðhæðinni í Húsmæðraskólanum verður opin sama dag frá 12:00 til 18:00.

Verkefnið fékk styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.

Jóns Laxdal: Ný verk

jon-laxdal-22_10_11-web.jpg

NÝ VERK

Myndlistarsýning Jóns Laxdal

22.-23. október 2011

 

Laugardaginn 22. október kl. 14.00 opnar Jón Laxdal myndlistarsýninguna Ný
verk í Populus tremula.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 23. október kl. 14.00-17.00. Aðeins
þessi eina helgi.

Facebook


Sýning Örnu og Guðrúnar í AkureyrarAkademíunni opin um helgina

akureyrarakademian_018 akureyrarakademian_017

Sýning listakvennanna Örnu Valsdóttur og Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur í gamla kennslueldhúsinu á miðhæðinni í Húsmæðraskólanum verður opin föstudag, laugardag og sunnudag frá 16:00 til 18:00. Þar er hægt að upplifa hljóðteikningu Örnu ,,Obbolítill óður til kjötbollunnar" sem hún vann árið 2005 fyrir RÚV í umhverfi sem Arna hefur skapað í eldhúsinu með innsetningu sinni og skoða teikningar Guðrúnar sem hún vann undir áhrifum húsmæðraskólans.

Nánar um sýninguna og myndir hér.


Aðalfundur Myndlistarfélagsins

box_mynd.jpg

Aðalfundur  

Myndlistarfélagið boðar til aðalfundar í sal félagsins mánudaginn
17. október kl. 17:00.  Félagar hvattir til að mæta. Árshátíðin
verður auglýst síðar.

Dagskrá:

1.  Skýrsla stjórnar.
2.  Reikningar.
3.  Stjórnarkosning.
4.  Kosning félagslegs skoðunarmanns og endurskoðanda til eins árs.
5.  Lagabreytingar.
6.  Ákvörðun félagsgjalda.
7.  Önnur mál.

Stjórnin.


Harpa Arnardóttir með fyrirlestur í Ketilhúsinu

ketilhus3

Hörpuleikarinn

Fyrirlestur í Ketilhúsinu í Listagili föstudaginn 14.10.2011 kl. 14.00
Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Harpa Arnardóttir, leikkona og leikstjóri, litast um í ljósaskiptunum, þar
sem mætast lífið og listin og innri veruleikinn reynir við þann ytri.

Harpa nam myndlist við MHÍ 1984-86 og útskrifaðist úr Leiklistarskóla
Íslands 1990.

Hún á fjölbreeyttan feril sem leikari, leikstjóri, tónlistarmaður, kennari
og fararstjóri og í dag stundar hún meistaranám í Ritlist við HÍ.

Hún hlaut Grímuna árið 2009 fyrir leik sinn í Steinar í Djúpinu, en auk þess
hefur hún verið tilnefnd 5 sinnum verið tilnefnd til Grímunnar sem besta
leikkona í aðalhlutverki.

Meðal fjölda verka sem Harpa hefur leikið í eru: And Björk of course (Borgarleikhúsið), Dauðasyndirnar (Borgarleikhúsið), Dimmalimm (Augnablik),
Skilaboðaskjóðan (Þjóðleikhúsið ) Dubbeldusch (Vesturport/ Leikfélag
Akureyrar) og Woyzek (Vesturport).

Hún gerði leikgerðir upp úr þrem verkum sem eru: Blíðfinnur (Borgarleikhúsið) Rómeo, Júlía og Amor (Borgarleikhúsið) og Tristan og Ísól
(Augnablik) og leikstýrði þeim einnig og leikstýrði verkunum: Náttúruóperan
eftir Andra Snæ (MH), Þrjár systur (Nemendaleikhúsið) og nú síðast
Súldarsker (Tjarnarbíó ).

Fyrirlesturinn er sá þriðji þetta haustið í fyrirlestraröð Listnámsbrautar
VMA, Listasafnsins á Akureyri og Menningarmiðstöðvarinnar í Grófargili.

Fyrirlestraröðin sem hefur verið starfrækt til fjölda ára er hluti af námi
nemenda á listnámsbraut VMA en er öllum opin.

Guðmundur Ármann Sigurjónsson myndlistarmaður og kennari við VMA og Þröstur
Ásmundsson heimspeki og sögukennari við VMA eiga upphaflegu hugmyndina sem
er að fólk úr ólíkum geirum menningarheimsins gefi innsýn í sinn heim.

Hlynur Hallsson myndlistarmaður hóf veturinn með fyrirlestri sem hann nefndi
" Sýningarstjórn og samfélagsrýni" og tónlistarmaðurinn Mugison var næstur
og nefndi fyrirlestur sinn " Hljóðbóndinn".


Sýningin TEXT opnar í Berlín

text_oli_libia.jpg

Libia Castro / Ólafur Ólafsson, ....ITNARAGON..., 2003. Textintervention Platform Garanti CAC, Istanbul

Kuckei + Kuckei
kynnir


TEXT

Birgir Andrésson, Dieter Roth, Guðný Rósa Ingimarsdóttir, Haraldur Jónsson, Hlynur Hallsson, Hreinn Friðfinnsson, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Jón Laxdal Halldórsson, Karin Sander, Karlotta Blöndal, Knut Eckstein, Kristján Guðmundsson, Lawrence Weiner, Libia Castro / Ólafur Ólafsson, Margrét H. Blöndal, Roni Horn, Sigurður Guðmundsson, Unnar Örn Auðarson

15. Október – 17. Desember 2011
October 15 – December 17, 2011


Opnun / opening reception / Laugardag, 15. Október, kl. 19 - 21



TEXT

Því er stundum haldið fram að Íslendingar séu bókmenntaþjóð eins og fornsögurnar, Edda og flestar útgefnar bækur á haus gefa til kynna. Útnefning Reykjavíkur sem bókmenntaborg UNESCO nú í sumar undirstrikar þetta. Í ár er Ísland einnig heiðursgestur á bókakaupstefnunni í Frankfurt sem fer fram 12. - 16. október. Textar hafa einnig verið áberandi í myndlist íslenskra myndlistarmanna. Það sama má segja um erlenda myndlistarmenn sem tengjast Íslandi sterkum böndum og hafa verið áhrifavaldar í íslenskri myndlist. Mörg dæmi eru svo aftur um það að íslenskir myndlistarmenn skrifi einnig bækur. Því verður hinsvegar seint haldið fram að Íslendingar séu myndlistarþjóð enda saga íslenskrar myndlistar stutt, en þó hefur íslensk myndlist verið nokkuð áberandi á alþjóðavettvangi undanfarin ár.

Á sýningunni TEXT hafa verið valdir saman 19 íslenskir og erlendir listamenn sem vinna mikið með texta. Þeir fara ólíkar og fjölbreyttar leiðir við notkun á textum í verkum sínum. Stundum er textinn í forgrunni og stundum er dýpra á hann. Stundum er um beinar tilvísanir í bókmenntir að ræða t.d. kemur eini íslenski nóbelsverðlaunahafinn í bókmenntum, Halldór Laxnes, fyrir í verkum tveggja listamanna, þeirra Roni Horn og Kristjáns Guðmundssonar. Í öðrum verkum eru textarnir minna bókmenntalegir eða tengdir bókmenntum. Listamennirnir 19 hafa ólíkan og breiðan bakgrunn og vinna á afar mismunandi hátt, en eiga að minnsta kosti einn þátt sameiginlegan, þau vinna öll með texta. Elsta verkið á sýningunni er frá árinu 1968, en þau nýjustu eru gerð sérstaklega fyrir þessa sýningu.

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru: Birgir Andrésson (1955-2007), Dieter Roth (1930-1998), Guðný Rósa Ingimarsdóttir (f. 1969), Haraldur Jónsson (f. 1961), Hlynur Hallsson (f. 1968), Hreinn Friðfinnsson (f. 1943), Jóna Hlíf Halldórsdóttir (f. 1978), Jón Laxdal Halldórsson (f. 1950), Karin Sander (f. 1957), Karlotta Blöndal (f. 1973), Knut Eckstein (f. 1968), Kristján Guðmundsson (f. 1941), Lawrence Weiner (f. 1942), Libia Castro / Ólafur Ólafsson (f. 1970 / f. 1973), Margrét H. Blöndal (f. 1970), Roni Horn (f. 1955), Sigurður Guðmundsson (f. 1942) og Unnar Örn Auðarson (f. 1974).

Sýningarstjóri er Hlynur Hallsson. Sýningin mun halda áfram í öðru formi í Listasafni Íslands í janúar 2012.  Þakkir til eftirtalinna aðila fyrir aðstoð við gerð sýningarinnar: Gallerí i8, Nýlistasafnið og Listasafn Íslands.


Kuckei + Kuckei

Linienstr. 158
D - 10115 Berlin

phone:  +49 (30) 883 43 54
fax:    +49 (30) 886 83 244

www.kuckei-kuckei.de

 


Innsetning og teikningar í AkureyrarAkademíunni

 129-2946_IMG

AKUREYRARAKADEMÍAN KYNNIR:
Í tilefni af degi hússins, fimmtudaginn 13. október kl. 17:00

,,Obbolítill óður til kjötbollunnar"

Staður: Gamla kennslueldhúsið í Húsmæðraskólanum

Arna Valsdóttir vinnur innsetningarverk úr hljóðteikningu sinni ,,Obbolítill óður til kjötbollunnar" sem hún vann árið 2005 fyrir RÚV og Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýnir teikningar sem hún vann undir áhrifum húsmæðraskólans.

Allir velkomnir - aðgangur ókeypis.

Húsmæðraskólinn á Akureyri við Þórunnarstræti 99 var formlega tekinn í notkun 13. október 1945. Frá árinu 2006 hefur AkureyrarAkademían haft aðstöðu í húsinu.

UMSÓKN UM ÞÁTTTÖKU Á LISTASUMRI Á AKUREYRI 2012

listasumar_logo_flj%C3%B3tandi

Listasumar á Akureyri auglýsir eftir umsóknum um þátttöku á sviði sjónlista á Listasumri 2012, 19. júní – 25. ágúst 2012.

Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2012.

Umsóknareyðublað og skilmála fyrir þátttakendur má nálgast hér.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skilmálana áður en þeir sækja um.

Nánari upplýsingar síma 466 2609.

Umsóknir og fylgigögn skulu send á neðanskráð póstfang, póststimplað í síðasta lagi 20. janúar 2012:

Listasumar á Akureyri
, Pósthólf 115, 602 Akureyri


ATHUGIÐ! Vegna fyrirhugaðra breytinga á rekstrarfyrirkomulagi, þar sem Listasafnið á Akureyri og Menningarmiðstöðin í Listagili (sem hefur séð um framkvæmd Listasumars) sameinast í eina stofnun um næstu áramót, er viðbúið að einhverjar breytingar geti orðið á fyrirkomulaginu. Það mun þá verða kynnt sérstaklega á opinberum vettvangi og umsækjendur sem þegar hafa skilað inn umsóknum verða látnir vita.


Dagrún Matthíasdóttir sýnir í Cælum Gallery í New York

dagrun_1112501.jpg

Þrjár skandinavískar listakonur sýna í Cælum Gallery á Manhattan í New York.
Listakonurnar Dagrún Matthíasdóttir frá Íslandi, Gunn Morstöl frá Noregi
og Helen Molin frá Svíþjóð opnuðu sýninguna „Delicious“ í Cælum Gallery í
Chelsea á Manhattan í New York nú í vikunni og taka á móti gestum í
formlegu opnunarteiti 29. sept. milli kl. 18-20.

Listakonurnar hittust á stórri samsýningu í Eyjafirði, Staðfugl-Farfugl
árið 2008 og ákváðu þá að hittast og sýna saman í framtíðinni sem nú er
orðið að veruleika.

Dagrún Matthíasdóttir sýnir málverk unnin með olíu og blandaðri tækni og
er umfjöllunarefnið matur og matgæðingar.

Helen Molin er búsett í Gautaborg í Svíþjóð, sýnir stór málverk unnin með
eggtempúru og fjallar um skynjun hins mannlega í bland við náttúruna.

Gunn Morstöl er frá Isfjorden í Noregi. Hún sýnir málverk unnin með
blandaðri tækni og ætingu, þæfða skúlptúra og textílverk og er
umfjöllunarefnið rómantískt og fjallar um mannleg samskipti.

Nánar: http://caelumgallery.com


MELLI – ljósmyndasýning í Populus tremula 1.-2. október

Mellamyndir-1-web


Laugardaginn 1. október kl. 14.00 opnar Sigurður Gunnarsson ljósmyndasýninguna Melli í Populus tremula á Akureyri.

Vorið 2006 fór Hrafnkell Brynjarsson (Melli) í lyfjameðferð eftir að hafa greinst með krabbamein í eista. Ljósmyndarinn Sigurður Gunnarsson fylgdi honum í gegnum meðferðina. Á sýningunni má sjá myndir sem skrá daglegt líf Mella meðan á meðferð stóð.

Myndirnar varpa ljósi á hvernig líkaminn breytist við slíka þolraun og eru auk þess brotakennd sýn á hið daglega líf sjúklingsins. Líkamsstellingar og athafnir Mella á meðan meðferðinni stóð geta virst sláandi, en þó fullar öryggis; óttinn við að bíða lægri hlut í glímunni við illvígan sjúkdóm er ekki til staðar. Heldur horfir hann beint í myndavélina fullur öryggis og yfirvegunar og biður ekki um samúð eða vorkunn.

Sigurður Gunnarsson f. 1978 útskrifaðist úr Ljósmyndaskóla Sissu árið 2006. Næstu ár eftir vann hann sem aðstoðarmaður ýmissa ljósmyndara og síðar sem sjálfstættstarfandi blaðaljósmyndari. Undanfarið hefur Sigurður unnið að sínum eigin verkefnum og haldið sýningar heima og erlendis. Melli er 5. einkasýning hans.

https://www.facebook.com/event.php?eid=144256159004045

Populus tremula
LISTAGILI
Akureyri


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband