Færsluflokkur: Samgöngur
Sýningin Förumenn og flakkarar opnar laugardaginn 11. apríl kl. 14:00 í Laxdalshúsi á Akureyri.
Markmiðið með sýningunni er að varpa nokkru ljósi á förumenn og flakkara. Betl, förumennska og vergangur var umborið í fyrri tíð, enda höfðu förumenn ákveðið hlutverk í samfélaginu, s.s. að flytja fréttir, segja sögur, kveða og fara með þulur, ásamt smákaupskap og lausavinnu. Þegar vel áraði var umburðarlyndið gagnvart þeim meira og þeir fóru síður svangir frá bæ. Má segja að þeir hafi fengið sögulaun og oft voru þetta viðburðir í sveitum þegar förumenn komu á bæi. Úr slíku dró í slæmu árferði, þá gekk nánasta heimilisfólkið fyrir og þeir lægra settu liðu skort.
Veitingar verða í boði.
Laxdalshús verður opið alla páskahelgina milli 14:00-17:00.
Höfundar að sýningunni eru Þórarinn Blöndal myndlistarmaður og Sigurgeir Guðjónsson sagnfræðingur.
Sýningin er styrkt af Eyþing.
Meðfylgjandi mynd er í eigu Minjasafnsins á Akureyri.
Leikminjasafnið í Laxdalshúsi.
Samgöngur | Breytt 11.4.2009 kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
FERJUSTAÐUR
Myndlistarsýning í Hellisskógi við Selfoss sumarið 2009.
Auglýst er eftir myndlistarmönnum til þátttöku.
Valdir verða 10 myndlistarmenn á sýninguna fyrir 10. janúar 2009.
Gert er ráð fyrir að greitt verði fyrir þátttökuna.
Tekið verður á móti umsóknum til 20. desember 2008.
Sjá nánar á http://www.ferjustadur.is
Umsjón með sýningunni hefur Alda Sigurðardóttir myndlistarmaður.
Sýningin er styrkt af Menningarráði Suðurlands.
15.5.2008 | 21:50
Inga Björk Harðardóttir opnar í Dalí Gallery föstudaginn 16. maí
Inga Björk Harðardóttir opnar myndlistasýninguna Brýr í DaLí Gallery föstudaginn 16. maí kl. 17-19. Inga sýnir stórar landslagsmyndir málaðar með olíulitum. Myndirnar eru hluti af útskriftaverki Ingu Bjarkar frá Myndlistaskólanum á Akureyri, en útskrift hennar fór fram í gærkvöldi. Sýningin stendur til 31. maí
Inga Björk um verk sín:
Brýr eru táknrænar og á lífsleiðinni förum við yfir margar slíkar. Frá bernsku til fullorðinsára verða á vegi okkar hindranir og erfiðleikar sem við verðum að yfirstíga - þær brýr eins og hinar raunverulegu eru mislangar og misgreiðar yfirferðar.
Mér þykja gamlar brýr sérstaklega fallegar. Bogalínur og fallegar steinhleðslur skapa skemmtilegt samspil ljóss og skugga, svo eru gömlu brýrnar smám saman að hverfa, þær molna og gróðurinn flæðir yfir.
Inga Björk Harðardóttir s.8621094
Dagrún og Lína í DaLí Gallery
http://daligallery.blogspot.com