Færsluflokkur: Trúmál

Hrefna Harðardóttir opnar sýningu í DaLí Gallery

hh_disir09.jpg

Hrefna Harðardóttir opnar sýninguna DÍSIR í DaLí Gallery, Brekkugötu 9 á
Akureyri, fyrsta vetrardag laugardaginn 24. október kl. 14-17.

Undanfarin ár hefur Hrefna verið að móta í leir, myndir af fornum gyðjum
og þannig reynt að skilja formæður sínar og heiðra kvenmenningararfinn,
því sagt er; án fortíðar er engin framtíð.
Að þessu sinni hefur hún valið að ljósmynda þrettán dásamlegar nútímakonur
og gert þær að táknmyndum DÍSA. Með því vill hún sýna hvað konur geta
verið fagrar, flottar, duglegar og klárar og hve máttur þeirra er mikill.
Menn kvöddu sumar og heilsuðu vetri með blóti, bæði til goða og vætta og
ekki síst dísa og þannig kveður hún sumar og heilsar vetri á fyrsta
vetrardegi árið 2009.

Sýningin stendur til 8. nóvember og er opin laugardaga og sunnudaga kl.14-17.
Upplýsingar í síma 862-5640 og hrefnah(hjá)simnet.is

Allir velkomnir.
Bestu kveðjur
Dagrún og Lína í DaLí Gallery
s. 8957173/8697872
daligallery.blogspot.com


Myndlistarsýningin Freyjumyndir opnar á sumarsólstöðum

Sunnudaginn 21. júní á sumarsólstöðum opnar myndlistarsýningin Freyjumyndir víðsvegar um Akureyri. 27 listamenn á Eyjafjarðarsvæðinu vinna verk til heiðurs hinni fornu norrænu gyðju Freyju. Sýningin stendur til 22. september, haustjafndægurs. Frekari upplýsingar um sýninguna, þátttakendur og staðsetningu listaverkanna má sjá á síðunni freyjumyndir.blog.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband