Færsluflokkur: Pepsi-deildin
700IS Hreindýraland Alþjóðleg tilraunakvikmynda- og vídeóhátíð á Austurlandi.
Tekið verður við myndum til umsóknar frá 3.nóvember 1.desember 2009.
Að þessu sinni verður eingöngu tekið við myndum gegnum internetið.
Við vonum að þið sýnið þessu skilning.
Við tökum á móti öllum tilraunakvikmynda- og vídeóverkum sem hafa ekki verið sýnd á Austurlandi.
Verk eftir listamenn búsetta í Evrópu eru sjálfkrafa gjaldgeng í keppnina um Alternative Routes verðlaunin.
Alternative Routes er samstarfsverkefni kvikmynda/vídeóhátíða í Debrecen Ungverjalandi, Porto Portúgal, Liverpool & Manchester Bretlandi og á Egilsstöðum - Íslandi.
Á hverri hátíð innan A.R. er einn listamaður/verk valinn í hóp sem síðan sýnir verk sín á öllum hátíðunum; í Debrecen í maí 2010, Porto í nóvember 2010, Egilsstöðum í mars 2011 og að lokum í Liverpool / Manchester í apríl 2011.
Þessir listamenn munu ferðast til allra staðanna 2010 og 2011; ferðakostnaður og uppihald verður greitt, svo og 1000 peningaverðlaun.
Sýningarskrá verður gefin út um verkefnið.
Alternative Routes nýtur fjárstuðnings Evrópusambandsins.
S É R S T A K T Þ E M A
HLJÓÐ og VÍDEÓ er þema hátíðarinnar 2010 en við tökum við öllum tilraunamyndum.
Vinsamlega athugið: Ef mynd eftir ykkur verður valin til sýningar, munum við óska eftir að fá sent hágæðaeintak í janúar næstkomandi.
Ö N N U R V E R Ð L A U N
Mynd hátíðarinnar
(allir listamenn)
(listamaður búsettur í Evrópu er sjálfkrafa í keppninni um Alternative Routes verðlaunin)
Sýning í Sláturhúsinu Egilsstöðum
Verðlaunafé 100.000 kr.
Ferðakostnaður og uppihald greitt.
Íslensk mynd hátíðarinnar
(listamenn búsettir á Íslandi)
(íslenskir listamenn eru sjálfkrafa í keppninni um Alternative Routes verðlaunin)
Sýning í Sláturhúsinu Egilsstöðum
Verðlaunafé 100.000 kr.
Ferðakostnaður og uppihald greitt.
Vinsamlegast farið á heimasíðuna okkar til að sjá hverjir styrkja 700IS, þátttakendur fyrri hátíða og aðrar upplýsingar. 700IS er líka á Facebook Reindeerland Iceland