Færsluflokkur: Vefurinn

KEA auglýsir eftir styrkumsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð

kealogo Auglýst eftir styrkumsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð

KEA auglýsir eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins. Styrkúthlutun tekur til tveggja flokka.

Til einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum á félagssvæðinu. Um getur verið að ræða málefni á sviðum félagsmála, minjavörslu, lista og hverra þeirra málefna sem flokkast geta sem menningarmál í víðtækri merkingu. Til þátttökuverkefna á sviði menningarmála. Í flokki þátttökuverkefna er horft til stærri verkefna á sviði menningamála á félagssvæði KEA. Fagráð fjallar um og gerir tillögur að úthlutun hverju sinni. Umsóknarform má nálgast á heimasíðunni undir, samfélagið- umsóknir um styrk/auglýsingu, eða á skrifstofu félagsins og skal umsóknum skilað rafrænt eða á skrifstofu KEA, Glerárgötu 36, á Akureyri fyrir 19. nóvember 2008.

Ása Óla opnar Samansafn í DaLí Gallery

asaola.jpg

Ása Óla opnar myndlistasýninguna Samansafn í DaLí Gallery laugardaginn 15. nóvember kl. 14-17.

Þetta er þriðja einkasýning Ásu og sýnir hún teikningar og málverk frá fyrri sýningum auk nýrra verka sem hafa þróast út frá þeim. Myndirnar eru af verum, púkum, gyðjum og geishum sem vísa til sjálfsmyndar listakonunnar.

Ása Óla útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2007 og er félagi í samsýningarhópnum Grálist.

Sýning Ásu stendur til 30. nóvember.
Allir velkomnir


Ása Óla s.8646612
Kær kveðja
Dagrún og Lína í DaLí Gallery
8957173 / 8697872
Brekkugata 9, 600 Akureyri
dagrunm@snerpa.is
http://daligallery.blogspot.com
opið fös-lau kl.14-17 í vetur


Guðbjörg Ringsted og Sigríður Ágústsdóttir sýna í Startart

Guðbjörg Ringsted og Sigríður Ágústsdóttir leirlistakona erum með sýningar í Startart Laugavegi 12 b í Reykjavík. Opnunin var sl. fimmtudag og standa sýningarnar til 26. nóv. Opið alla daga frá 13 - 17 nema sunnudaga og mánudaga.
Sjá www.startart.is


Kazuko Kizawa opnar sýningu í Deiglunni

Laugardaginn þann 25. Október mun Kazuko Kizawa, gestalistamaður Gilfélagsins í október,  opna sýningu sína í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23, kl. 14.00. Sýningin mun aðeins vera opin þessa einu helgi, laugardaginn þann 25. og sunnudaginn þann 26. frá 14.00 til 17.00 báða daga.

Kazuko Kizawa er fædd 1968 í Japan, býr og starfar í Tokyo, Japan. Hún útskrifaðist 1999 úr Tama Art University með Master í Fagurlist. Kazuko Kizawa hefur sýnt í Kanada, Bandaríkjunum, Japan og Evrópu. Litir-Ljós hafa eru gegnum gangandi þemi í verkum hennar.

--
Hertha Richardt Úlfarsdóttir
Supervisor of the studio for visiting artists in Akureyri
www.artistsstudio.blogspot.com

Þorsteinn Gíslason sýnir á VeggVerki

steini_707619.jpg

Laugardaginn 25.október 2008 sýnir Þorsteinn Gíslason, Steini, verkið Reisn-Dignity-Würde á VeggVerk.

Um verkið: Táknmyndir  hafa fylgt okkur frá örófi alda og verkið Reisn er  táknmynd. Formið er kunnuglegt og það leiðir okkur gegnum aldirnar frá tíma frjósemisdýrkunar til byltingar vélvæðingar. En hvaða  hlutverk eða þýðingu hefur þessi táknmynd í dag?

Um listamanninn: Steini lauk námi við fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 2006. Hann hefur tekið þátt í samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar og er annar eigandi Gallerí Víð8ttu601.


OPNUN Í LISTASAFNINU Á AKUREYRI: ORÐ GUÐS

ordgudsbordi

Sýningin Orð Guðs verður opnuð á Listasafninu á Akureyri laugardaginn 25.október kl. 15 og stendur til 14. desember. Málþing um sýninguna verður haldið sama dag í Ketilhúsi kl.13.00 þar sem þátttakendur sýningarinnar kynna hana og taka á móti fyrirspurnum. Allir velkomnir.
Á sýningunni eiga sex listamenn verk sem fjalla um og vekja upp spurningar um ýmsa þætti kristinnar trúar. Gengið er út frá að færa trúarlega umræðu inn í íslenskan samtíma og á öðrum vettvangi en við höfum átt að venjast.

Á sýningunni er nýstárlegt verk eftir franska listamanninn Etienne de France þar sem þema kvöldmáltíðarinnar, hins sígilda viðfangsefni trúarlegrar listar á vesturlöndum er látið spegla veruleika samtímans á kómískan og gagnrýnin hátt. Sýnt verður nýtt verk eftir Steingrím Eyfjörð þar sem hugað er að ímynd og vilja Guðs í gagnvirku samtali við áhorfendur sem eru hvattir til að draga upp sína eigin hugmynd af Guði.

Leitin að gralinum á Kili er viðfangsefni Jeannette Castioni og sett í samhengi við spurningar um fjársjóð, leyndardóma og leitina að sannleikanum. Í verkinu  fjallar hún um ímynd og áhrif Maríu meyjar í kristinni kenningu, um móðurlíkamann sem iðulega er upphafinn og afnumin á sama tíma.

Ólöf Nordal sýnir innsetningu sína Volto santo eða hina heilögu ásjónu þar sem kristsmyndin er skoðuð í samhengi við sauðfjármenningu Íslendinga, með tilliti til lambsins, hirðisins og ekki síst forustusauðarins. Aðrar heilagar táknmyndir kristninnar hvað varðar sköpunarkraft Guðs og manna eru túlkaðar í verkum Þóru Þórisdóttur með sérstöku tilliti til kvennaguðfræði og veruleika heilags anda.

Bænin sjálf, svar mannsins við ákalli Guðs mun fá sinn sess á sýningunni þar sem Arnaldur Máni Finnsson býður upp á óvenjulega aðstöðu til bænahalds og íhugunar. Þá eru hinum ýmsu kristnu trúfélögum á Akureyri og víðar boðið að taka þátt í sýningunni í formi leiðsagnar þar sem tækifæri skapast til hugmyndalegrar samsömunar eða aðgreiningar eftir þörfum.  Sýningarstjóri  er Þóra Þórisdóttir.

Sýningunni lýkur 14. desember og er safnið opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17.
Nánari upplýsingar veitir Þóra Þórisdóttir, í síma 698-0448, netfang: tora@hlemmur.is.
Hægt er að nálgast pdf skjal af sýningarskrá á www.listasafn.akureyri.is eða með því að senda tölvupóst á art@art.is.

Norrrænir ferða- og dvalarstyrkir

logo_web Síðasta umferð Menningargáttarinnar Kulturkontakt Nord er nú opin. Nú er einungis opið fyrir ferða og dvalarstyrki. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt til Menningargáttarinnar fyrir 5. nóvember 2008. Umsóknareyðublöð eru inni á: http://applications.kknord.org

Ferða og dvalarstyrkurinn er ætlaður fagaðilum innan menningar og lista, sem hafa áhuga á að ferðast til annarra Norðurlanda vegna rannsókna eða vinnu. Styrkupphæðin jafnast á við uppihald í eina viku ásamt ferðum til og frá Íslandi.

Frekari upplýsingar eru á http://www.kknord.org eða hjá Þuríði Helgu Kristjánsdóttir thuridur@nordice.is

Rannveig Helgadóttir opnar sýningu í Jónas Viðar Gallery

Rannveig Helgadóttir opnar málverkasýninguna "Nýtt upphaf" í Jónas Viðar Gallery
laugardaginn 18.október kl.3 sýningin stendur til 16. nóvember 2008. Allir velkomnir.

http://www.rannveighelgadottir.com

Jónas Viðar
sími: 8665021
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm


Ólafur Sveinsson og Trausti Dagsson opna sýningu í DaLí Gallery

farvegir6.jpg Ólafur Sveinsson og Trausti Dagsson opna sýninguna Farvegir laugardaginn 18. október kl. 14-17 í DaLí Gallery á Akureyri.

Leið vatns frá upptökum til ósa. Leið manns frá legi til moldar.

Allt ferli sýningar sem slíkrar er farvegur. Frá hugmynd til full unninna verka sem kvíslast yfir í aðra farvegi og leiðir til annarra ósa.

Á sýningunni eru stafrænar ljósmyndir eftir Trausta Dagsson og hliðrænar blýantsteikningar eftir Ólaf Sveinsson. Verkin eru unnin á síðastliðnum þrem árum og hafa öll tilvísun í hlutbundna hversdagslega farvegi.

Trausti hefur verið áhugaljósmyndari í mörg ár. Hann hefur áður sýnt myndir á samsýningu í Deiglunni, Akureyri vorið 2005.

Ólafur hefur haldið fjölda sýninga á 25 ára ferli. Hann stundaði nám við Myndlistaskólanum á Akureyri og Lathi Polyteknik í Finnlandi.

Ólafur Sveinsson s. 8493166  http://rufalo.is

Trausti Dagsson s. 8498932 http://myrkur.is

Kær kveðja
Dagrún og Lína í DaLí Gallery
8957173 / 8697872
Brekkugata 9, 600 Akureyri
dagrunm@snerpa.is
http://daligallery.blogspot.com
opið fös-lau kl.14-17 í vetur


OPINN FUNDUR UM LIST ÁN LANDAMÆRA 2009 Á AKUREYRI

kristo_lepp_pohja_loki-demon_502224

OPINN FUNDUR UM LIST ÁN LANDAMÆRA 2009
 
Nú er undirbúningur fyrir List án landamæra 2009 hafinn.

Opinn fundur verður haldinn á Akureyri  miðvikudaginn 15. október kl. 10:30


Staðsetning: 2. hæð í Ráðhúsinu (Geislagötu 9)

 

- List án landamæra er Listahátíð sem haldin er einu sinni á ári. Þar er pláss fyrir allskonar fólk og allskonar atriði.

- Fundurinn á miðvikudaginn er hugsaður til hugarflugs, umræðna og skoðanaskipta um
hugmyndir fyrir hátíðina 2009 á Akureyri og í nærsveitum.
 

- Hátíðin 2008 var fjölmenn, bæði hvað varðar sýnendur og áhorfendur, í viðhengi  má sjá lýsingu á List án landamæra almennt sem og yfirlit yfir hátíðina 2008. Á heimasíðu okkar www.listanlandamaera.blog.is má sjá dagskrárbæklinga fyrri hátíða.

- Á fundinum verður farið yfir hvað hefur verið að gerast. Hvað liggur fyrir í vor?
Og síðast en ekki síst: Hvað vilja þátttakendur og skipuleggjendur sjá gerast.

 

- Við leitum að atriðum og þátttakendum, fötluðum og ófötluðum til samstarfs og þátttöku í hátíðinni 2009 sem hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 22.apríl (síðasta vetrardag) og stendur yfir í tvær vikur.

 

- Listafólk, aðstandendur listafólks, listnemar, leiðbeinendur, gallerýrekendur, leikhússtjórar, tónleikahaldarar, hugmyndasmiðir, smiðir  og aðrir sem áhuga hafa eru sérstaklega hvattir til að mæta.

- Mjög mikilvægt væri að sjá sem flesta á fundinum. Endilega sendið okkur línu á netfangið: listanlandamaera@gmail.com, fyrir mánudaginn 13. október og látið vita um mætingu.

Bestu kveðjur og vonir um að sjá sem flesta,

Stjórn Listar án landamæra,
Margrét M. Norðdahl, framkvæmdastýra Listar án landamæra

Aileen Svensdóttir, fulltrúi Átaks

Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar

Helga Gísladóttir, deildarstjóri hjá Fjölmennt í Reykjavík

Jenný Magnúsdóttir, deildarstjóri Sérsveitar Hins Hússins
Ása Hildur Guðjónsdóttir, fulltrúi Öryrkjabandalags Íslands
 
 
--
List án landamæra
www.listanlandamaera.blog.is
Sími: 691-8756


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband