Færsluflokkur: Vefurinn

Unnið að stofnun myndlistarfélags á Akureyri og nágrenni

Deiglan

Undirbúningsfundur að stofnun félags myndlistarfólks var haldinn í Deiglunni á Akureyri laugardaginn 24. nóvember 2007. Hátt í 30 myndlistarmenn mættu á fundinn. Þar voru hagsmunamál myndlistarfólks á Akureyri og nágrenni rædd og fjölmargar hugmyndir komu fram. Valinn var undirbúningshópur að stofnun félagsins. Rætt var um að félagið sækti um aðild að Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Undirbúningshópur var valinn og í honum eru:

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Brynhildur Kristinsdóttir
Gunnar Kr. Jónasson
Þórarinn Blöndal
Hlynur Hallsson

Og varamenn:
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Arna Valsdóttir
Jónas Viðar

Þessi síða á að vera vettvangur félagsins og hægt er að koma ábendingum á framfæri til Hlyns Hallssonar í hlynur(hjá)gmx(punktur)net


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband