Færsluflokkur: Tölvur og tækni
13.5.2011 | 14:03
Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri um helgina
VORSÝNING 2011
Um helgina verður vegleg sýningu á verkum nemenda Myndlistaskólans á Akureyri. Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur hafa verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skólaári.
Alls stunduðu sextíu nemendur nám í dagdeildum skólans og af þeim munu tuttugu og þrír brautskrást frá skólanum að þessu sinni.
Einnig verða sýnd verk eftir nemendur sem voru á barnanámskeiðum á vorönn. Allir eru hjartanlega velkomnir í Myndlistaskólann á Akureyri sýningardagana.
Opnunartími kl. 14:00 til 18:00 laugardag og sunnudag.
Í menningarhúsinu Hofi verða sýnd ljósmyndaverk útskriftarnema í Fagurlistadeild.
www.myndak.is
www.facebook.com/myndak
VORSÝNING 2011
Myndlistaskólinn á Akureyri
Opin helgina 13. - 16. maí kl. 14:00 - 18:00
Sýningarstaður: Kaupvangsstræti 16
6.5.2009 | 11:52
Kjartan Sigtryggsson opnar myndlistarsýningu í Populus Tremula
KJARTAN SIGTRYGGSSON SÝNIR | 9. maí
Laugardaginn 9. maí kl. 14:00 mun Kjartan Sigtryggsson opna myndlistarsýningu í Populus Tremula.
Að þessu sinni sýnir Kjartan teikningar ýmist tölvugerðar, hefðbundnar eða teiknicollage. Kjartan útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2006.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 10. maí kl. 14:00 - 17:00 | Aðeins þessi eina helgi
PÁSKARNIR 2009 Í POPULUS TREMULA 11.-13. APRÍL
RAFVIRKI 1 2 3
Opnun laugardaginn 11. apríl kl.14:00
BIRGIR SIGURÐSSON
Laugardaginn 11. apríl kl. 14:00 mun Birgir Sigurðsson opna myndlistarsýninguna RAFVIRKI 1 2 3 í Populus Tremula.
Með sýningunni tengir rafvirkinn og myndlistarmaðurinn fortíð og nútíð. Efniviðurinn er fenginn úr ýmsum áttum og mörgum listformum blandað saman. Dansverk, ljósskúlptúrar, innsetning, reglugerðarupplestur og ljóðaupplestur. Dansgjörningur á opnun.
Sýningin verður einnig opin á páskadag og annan í páskum kl. 14:00-17:00
TÓNLEIKAR
Mánudagskvöldið 13. apríl kl. 21:00
JOHAN PIRIBAUER
Johan Piribauer söngvari, lagahöfundur og alþýðurokkari frá Lapplandi heldur tónleika í Populus Tremula að kvöldi annars í páskum. Ásamt honum koma fram Gabriel Liljenström fiðluleikari og söngkonan Maud Rombe. Johan syngur á sænsku en tónlist hans og textar sækja innblástur í menningu og náttúru Lapplands.
Johan hefur gefið úr fimm hljómplötur síðan 1995 og hefur flutt tónlist sína víða um heim við góðan orðstír og frábæra dóma.
Auk tónleikanna í Populus koma þau fram á Aldrei fór ég suður á Ísafirði og í Kaffi Hljómalind í Reykjavík.
Húsið verður opnað kl. 20:30 | Aðgangur ókeypis | Malpokar leyfðir
4.5.2008 | 02:07
Mikið vesen vegna einnar mínútu
Bænaköll geta greinilega valdið miklum óróa í Skipholtinu. Jafnvel þó að þau standi aðeins yfir í eina mínútu i senn á fimm tíma fresti. En ef til vill var það tímasetningin sem gerði útslagið. Hver vill vera vakin upp á laugardagsmorgni klukkan fimm vegna bilunar í hugbúnaði?
Þórarinn komst heldur betur í fréttirnar í vetur með verkið sitt "This is not a bomb" sem hann kom fyrir á listasafni í Toronto, við lítinn fögnuð starfsfólks og lögreglu. Það var umfjöllun um bænakallið í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.
Bilun í hugbúnaði kveikti á bænakalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2008 | 18:03
Amy Rush opnar sýninguna Rainbow Holograms í Deiglunni á laugardag
Laugardaginn 19. febrúar klukkan 14:00 opnar Amy Rush sýninguna Rainbow Holograms í Deiglunni á Akureyri.
Einnig verður Djonam Saltani með opna gestavinnustofu á sama tíma. Hann mun sýna skúlptúra sem hann hefur verið að vinna að.
Allir velkomnir