30.12.2008 | 21:33
Herdís Björk Þórðardóttir opnar sýninguna “Rok” á Café Karólínu laugardaginn 3. janúar 2009 klukkan 15
Herdís Björk Þórðardóttir
Rok
03.01.09 - 06.02.09
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Herdís Björk Þórðardóttir opnar sýninguna Rok á Café Karólínu laugardaginn 3. janúar 2009 klukkan 15.
Sýnd verða fimm ný olíumálverk en þetta er fyrsta einkasýning Herdísar Bjarkar.
Herdís lauk myndlistanámi frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2003 en að auki lauk hún einu ári í grafískri hönnun við sama skóla. Nú stundar hún nám í kennslufræði til kennsluréttinda við Háskólann á Akureyri.
Sýningin stendur til 6. febrúar 2009.
Nánari upplýsingar veitir Herdís Björk í síma 862 1770 og herdisbjork(hjá)simnet.is og á síðunni www.herdisbjork.wordpress.com
Næstu sýningar á Café Karólínu:
07.02.09 - 06.03.09 Arnar Sigurðsson
07.03.09 - 03.04.09 Inga Björk Harðardóttir
04.04.09 - 01.05.09 Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09 Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09 Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09 Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09 Þórgunnur Oddsdóttir
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
13.12.2008 | 08:58
Arna Valsdóttir ræðir um verk sín í Kunstraum Wohnraum á sunnudag kl. 11-13
ARNA VALSDÓTTIR
HEIMILISVERK
21.09. - 14.12.2008
Listamannaspjall sunnudaginn 14. desember 2008, klukkan 11:00
KUNSTRAUM WOHNRAUM
Hlynur Hallsson Kristín Kjartansdóttir
Ásabyggð 2 IS-600 Akureyri +354 4623744 hlynur(hjá)gmx.net www.hallsson.de
Sunnudaginn 14. desember 2008 klukkan 11-13 ræðir Arna Valsdóttir Heimilisverk og önnur verk í Kunstraum Wohnraum á Akureyri. Arna mun setja upp lífræna kviksjá í stofu Hlyns og Kristínar þar sem gestir og gangandi geta skapað myndir á veggi stofunnar.
Arna er fædd á Akureyri 1963 og nam myndlist við grafíkdeild MHÍ og lauk framhaldsnámi frá fjöltæknideild Jan van Eyck Academie í Maastricht árið 1989. Á þeim tíma fór hún að gera tilraunir með það að tengja saman fleiri þætti í myndlistinni og vann gjarnan verk þar sem saman fór hljóð, rými, mynd og hreyfing.
Arna hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og unnið einkasýningar þar sem hún vinnur verk beint inn í það rými sem hún velur hverju sinni.
Hún hefur meðal annars sett upp gagnvirk innsetningarverk í Garðskagavita, í Austurbæ, í Hafnarfjarðarleikhúsinu,í Nýlistasafninu, Í kjallara Kirsuberjatrésins, í Populus Tremula, í Ketilhúsinu, í Epal og í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Arna hefur einnig sett verk sín upp á ráðstefnum um skólamál, í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og í Háskólanum á Akureyri.
Nánari upplýsingar um verk Örnu Valsdóttur er að finna á http://www.arnavals.net
Meðfylgjandi mynd er af verki Örnu í Kunstraum Wohnraum.
Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Örnu Valsdóttur stendur til 14. desember 2008 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462 3744.
Hér er að finna nánar upplýsingar Kunstraum Wohnraum
12.12.2008 | 12:18
Listamaður gestavinnustofunnar, Esther van der Bie, vantar sjálfboðaliða
Listamaður gestavinnustofunnar í desember er Esther van der Bie. Hana vantar sjálfboðaliða til að taka þátt í vídóverki:
Wanted: Participation in a video Project
Short description of the video: The philosophic tree
The tree ( in fact a military camouflage costume) rambles through the civilazed world and ends up in Iceland, where
its asking for asylum. It thinks to be wellcome seeing that there are not many trees. On its journey it meets human beings, having conversations with them.
It will run into an esoterical trader of wooden furniture, debates with a philosopher about theories of truth, talks to a minister of environement and a specialist for elfs. The figure, something inbetween a personification and a mythical creature, lets us be astonished at the worlds and systems human beeings build up.
Search for: People who are willing to give an interview to the tree.
I am: Esther van der Bie, artist in the artist guest studio in Akureyri till the 1.January. www.esthervanderbie.ch
phone: 847 03 78 and 461 3075
11.12.2008 | 08:29
HALLGRÍMUR INGÓLFSSON sýnir í Populus tremula 13.-14. desember
Laugardaginn 13. desember kl. 14:00 mun Hallgrímur Ingólfsson opna myndlistarsýningu í Populus Tremula.
Þetta er fimmta einkasýning Hallgríms. Verkin á sýningunni eru ný af nálinni, máluð með akríllitum og tengjast öll Vestfjörðum.
Sýningin er einnig opin sunnudaginn 14. desember frá 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.
Minnum á JÓLABÚÐ BEATE OG HELGA sem verður opin um helgina kl. 13:00-18:00.
9.12.2008 | 13:12
Gestalistamaður Gilfélagsins, Esther van der Bie, kynnir verk sín

Esther van der Bie, frá Sviss, er gestalistamaður Gilfélagsins í desember
Eftirfarandi er texti um verk hennar: (scroll down for english)
Að vinna með og í rými.
Jafnvel þótt að meginhluti verka minn tilheyri ljósmyndum, þá kemur rými oft við sögu. Þetta getur verið ljósmyndarverk i formi innsetninga, byggt upp sem innsetning sem á að ljósmynda. Með innsetningum fylgir gjarnan tónlist sem hefur verið sérstaklega þróuð fyrir verkið. í þeim tilvikum vinn ég með tónlistarmönnum ásamt því að semja tónlistina sjálf.
Það að þróa nýtt verk er líkt og fljót sem rennur í gegnum landslagið. Með því að umlykja þemað, mismunandi hliðar birtast og krefjast eigin forms.
Oft hef ég áhuga á spurningum er fjalla um skynjun og túlkun hennar.

Verkefni á Íslandi:
Landslag:
Ljósmyndaverk.
Þar til nú hef ég byggt landslag í stúdíóinu.Ég tæli áhorfandann til að sjá, þvert gegn eigin vitund, skóg. Í íslenska ljósmyndaverkinu mun ég meðhöndla hið raunverulega landslag líkt og gríðarstórt stúdío. Yfir næturtímann mun ég taka ljósmyndir með löngu ljósopi og lýsa upp ákveðna punkta í umhverfinu. Á þennan máta mun landslagið breytast, tileinka sér súrrealískan blæ og mun ekki vera skynjað sem raunverulegt rými.
Ég vinn með 4 x 5' ljósmyndavél.
Abstrakt vegamynd:
Teiknimynd, 6 mín.
Vegamynd, er víxlar stöðugt á að vera raunverulegt landslag og blekteikning. Til að ná þessum áhrifum þarf ég að hafa umhverfi sem í sjálfum sér er nú þegar abstrakt í eðli sýnu. Ég held að Ísland að vetri til með sitt eldfjallalandslag, mismunandi liti steinefna, hið sjaldgæfa en viðkvæma ljós fylli körfurnar fyrir þetta verkefni. Á þennan máta hefur áhorfandinn ekkert tækifæri til að staðsetja sjálfan sig. Beygjan verður tekin frá raunverulegri ferð og yfir í ímyndað ferðalag.
Heimspeki tréð:
vídeo.
Tréð (sem er í raun her í felubúning) rambar um hin menningarlega heim og endar á Íslandi, þar sem það biður um hæli. Ég held það fagni því að það séu svo fá tré. Á ferð sinni hittir það mannverur, og á í samræðum við þær.Það mun hitta óvenjulegan viðarhúsgagnasala, rökræða við heimspeking um sannleikskenningar, tala við umhverfisráðherra og sérfræðing um álfa. Fígúran, sem að er eitthvað á milli persónugervingar og goðsagnarkenndrar veru, leyfir okkur að vera undrandi yfir þessum heimum og kerfum sem að mannveran byggir.
Ég yrði mjög ánægð ef einhverjir myndu ganga til liðs við mig við videoverkin mín. Ég er a leita að fólki sem að tréð mætti taka viðtöl við. Upptökur byrja 17. desember.
Endilega hafið samband við: e.vanderbie@bluewin.ch
Esther van der Bie, from Switzerland, is the gestartist of the Gil society in December.
Following is a text about her work;
Work in and with Space
Even though my principal work is situated in the field of photography, space is frequently involved. This can be as well photographic work used in an installative form, as built-up installations specially to be photographed. Installative works are often accompanied by music, specially developed for it. On this occasion I work as well with musicians as I am composing the soundtrack myself.
Developing new works has a certain similarity with a river meandering through a landscape. By surrounding the theme, different aspects occure and demand a form of it's own.
Often I am interested in questions concerning perception and its interpretation.
Projects in Iceland:
Landscapes:
photograpic work
Till this moment I have built up landscapes in the studio. I seduced the observer to see, against his better-knowing, a forest. In my icelandic photographic work I will treat the real landscape like a huge studio. During the night I will take photographies with long time exposure and flash out specific points in the surrounding. Like that, the landscape changes, gets some surreal aspects and won't be felt as a congruent space.
I work with a 4 x 5' camera
An abstract road movie
animation, 6min
A Road-Movie, constantly changing between real landscape and ink drawing. To achieve this effect, I need to have a surrounding which in itself has allready a high degree of abstraction. I think that Iceland in winter-time with its volcanic grounds, the different colors of the minerals, the rare but delicat light is most suitable for this project. By that the observer has no opportunity to situate himself. The curve will be done from real journey to imaginated voyage.
The philosophic tree
video
The tree ( in fact a military hiding costume) rambles through the civilazed world and ends up in Iceland, where it's asking for asylum. It thinks to be welcome seeing that there are not many trees. On it's journey it meets human beings, having conversations with them. It will run into an esoterical trader of wooden furniture, debates with a philosopher about theories of truth, talks to a minister of environement and a specialist for elfs. The figure, something inbetween a personification and a mythical creature, lets us be astonished at the worlds and systems human beeings build up.
Picture of the tree
I would be glad to find volunteers joining my video-work. I am searching for people which are willing to give to the tree an interview. The filming starts at the 17.december.
Please contact: e.vanderbie@bluewin.ch
--
Hertha Richardt Úlfarsdóttir
Supervisor of the studio for visiting artists in Akureyri
www.artistsstudio.blogspot.com
5.12.2008 | 10:58
Sýning Ásu Óla ,,Samansafn" verður framlengd
Sýning Ásu Óla ,,Samansafn" verður framlengd til 7. desember í DaLí Gallery, Brekkugötu 9.
DaLí vinnustofa verður opin helgina 13.-14. desember kl.14-17 og verða dalíurnar á staðnum.
Á vinnustofunni má sjá verk eftir Dagrúnu Matthíasdóttur, Sigurlín M. Grétarsdóttur-Línu, Ingu Björk Harðardóttur og Hrafnhildi Ýr Vilbertsdóttur - Krummu.
Svo má líta við í kreppuhillunni svokölluðu þar sem hægt er að fá myndlist á sanngjörnu verði.
Heitt á könnunni og allir velkomnir
4.12.2008 | 10:21
UMSÓKNARFRESTUR UM ÞÁTTTÖKU Á LISTASUMRI Á AKUREYRI 2009 RENNUR ÚT 15. DESEMBER NÆSTKOMANDI

Menningarmiðstöðin í Listagili á Akureyri auglýsir eftir umsóknum um þátttöku í Listasumri á Akureyri 2009.
Listasumar stendur yfir frá Jónsmessu í júní til Akureyrarvöku í lok ágúst.
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skilmála fyrir þátttakendur á vefsíðu Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili www.listagil.akureyri.is.
Umsóknarfrestur er til 15. desember 2008.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili www.listagil.akureyri.is
Nánari upplýsingar á skrifstofu Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili í síma 466-2609 eða í netpósti listagil@listagil.is og/eða ketilhusid@listagil.is
Umsóknir og fylgigögn skulu send á neðanskráð póstfang, póststimplað fyrir 15. desember 2008:
Menningarmiðstöðin í Listagili
Ketilhúsið
Pósthólf 115
602 Akureyri
3.12.2008 | 13:55
Jóna Bergdal Jakobsdóttir opnar sýninguna "Vatnslitaflæði" á Café Karólínu laugardaginn 6. desember 2008 klukkan 14
Jóna Bergdal Jakobsdóttir
Vatnslitaflæði
06.12.08 - 02.01.09
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Jóna Bergdal Jakobsdóttir opnar sýninguna "Vatnslitaflæði" á Café Karólínu laugardaginn 6. desember 2008 klukkan 14.
Sýnd verða fimmtán verk sem unnin eru með vatnslitum og ýmis konar tækni. Sýningin er í anda aðventunnar þar sem hún samanstendur af alheimsenglum og aðventulitadans. Þetta er tíunda einkasýning Jónu en einnig stendur nú yfir sýning á verkum hennar í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar.
Jóna er fædd á Syðri Tjörnum í Eyjafirði 1953. Ólst upp á Pétursborg í Glæsibæjarhreppi. Jóna fluttist til Akureyrar árið 1970. Hún hefur frá unga aldri haft áhuga á myndlist. Jóna hefur mikinn áhuga á ferðalögum og útivist og endurspeglast það í verkum hennar þar sem íslensk náttúra er oft sýnileg.
Menntun:
2003 Myndlistarskólinn á Akureyri, fagurlistadeild, diploma
2000 Myndlistarskólinn á Akureyri, fornámsdeild
1996-1998 Myndlistarskólinn á Akureyri, ýmis námskeið
1993-1995 Myndlistarskóli Arnar Inga
Sýningin stendur til 2. janúar 2009.
Nánari upplýsingar veitir Jóna í síma 862 1053 og jbergdal@simnet.is
Næstu sýningar á Café Karólínu:
03.01.09 - 06.02.09 Herdís Björk Þórðardóttir
07.02.09 - 06.03.09 Arnar Sigurðsson
07.03.09 - 03.04.09 Inga Björk Harðardóttir
04.04.09 - 01.05.09 Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09 Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09 Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09 Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09 Þórgunnur Oddsdóttir
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
2.12.2008 | 13:56
Emma Agneta opnar myndlistarsýningu í Populus Tremula
MIKIÐ UMLEIKIS Í POPULUS TREMULA 5.-7. DESEMBER!
ÉG TRÚI Á TRÉ
Emma Agneta Björgvinsdóttir
MYNDLISTARSÝNING
Laugardaginn 6. desember kl. 14:00 mun Emma Agneta Björgvinsdóttir opna
myndlistarsýningu í Populus Tremula.
Sýningin ber yfirskriftina *ÉG TRÚI Á TRÉ* og er lokaverkefni Emmu af
myndlistarkjörsviði Listnámsbrautar VMA. Emma sýnir stórar trésristur í
expressioniskum stíl.
Sýningin er einnig opin sunnudaginn 7. desember frá 14:00-17:00. Aðeins
þessi eina helgi.
---
*FÓSTURVÍSUR*
*Gréta Kristín Ómarsdóttir*
*BÓKMENNTAKVÖLD OG BÓKARÚTGÁFA*
Föstudaginn 5. desember kl. 20:30 verður haldið bókmenntakvöld í Populus
tremula.
Þar mun Gréta Kristín Ómarsdóttir lesa úr bók sinni, *FÓSTURVÍSUR*, sem
kemur út á vegum Populus tremula við þetta tækifæri.
FÓSTURVÍSUR er fyrsta ljóðabók Grétu gefin út í 100 tölusettum og árituðum
eintökum og fæst á staðnum gegn vægu gjaldi eins og aðrar bækur og
hljómplata útgáfunnar.
Húsið verður opnað kl. 20:00. Aðgangur ókeypis Malpokar leyfðir
*BEATE- OG HELGABÚÐ*
*Beate Stormo og Helgi Þórsson*
*JÓLABÚÐ UM HELGAR Í DESEMBER*
Beate og Helgi verða niðursetningar mánaðarins í Populus tremula í desember.
Þar verða þau með allan sinn varning til sölu allt meira og minna
heimagert. Kjólar, slár, bækur, sokkar, plötur, hálsfestar, giðlur, trommur,
málverk og eldsmíðað járn svo dæmi séu tekin.
Opið verður um helgarnar 6. og 7. des. og 13. og 14. des. og svo 20.-23.
des. kl. 13:00-18:00.
Frá 13. desember verða Kristnesk jólatré og greinar til sölu.
Af öryggisástæðum taka þau þau Helgi og Beate engin kort (nema jólakort).
Beate og Helgi munu deila Populus tremula með öðrum listamönnum eftir
aðstæðum.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
FERJUSTAÐUR
Myndlistarsýning í Hellisskógi við Selfoss sumarið 2009.
Auglýst er eftir myndlistarmönnum til þátttöku.
Valdir verða 10 myndlistarmenn á sýninguna fyrir 10. janúar 2009.
Gert er ráð fyrir að greitt verði fyrir þátttökuna.
Tekið verður á móti umsóknum til 20. desember 2008.
Sjá nánar á http://www.ferjustadur.is
Umsjón með sýningunni hefur Alda Sigurðardóttir myndlistarmaður.
Sýningin er styrkt af Menningarráði Suðurlands.
1.12.2008 | 11:34
Útflutningsráðs Íslands og Hönnunarmiðstöð auglýsa eftir hönnuðum
Skilafrestur hönnuða til að koma með tillögur í vöruþróunarverkefni Útflutningsráðs Íslands og Hönnunarmiðstöðvar hefur verið framlengdur til föstudagsins 19. desember nk.
Útflutningsráðs Íslands og Hönnunarmiðstöð auglýsa eftir hönnuðum til að koma með tillögur í vöruþróunarverkefni. Markmið verkefnisins er að leiða saman fyrirtæki og hönnuði til að hanna og framleiða nýja vöru til útflutnings. Búið er að velja 7 fyrirtæki til að taka þátt í verkefninu, en hvert fyrirtæki fær styrk sem nemur 550 þús. frá Útflutningsráði til að setja í hönnunarvinnuna en fyrirtækin leggja jafnháa upphæð á móti. Þau eru Villimey, Fossadalur, Glófi, J&S Gull, Flúrlampar, Saga Medica og Intelscan. Hver hönnuður eða hönnunarteymi getur sent inn tillögur eða hugmyndir að verkefni til tveggja fyrirtækja. Óskað er eftir grófum tillögum þar sem stuðst er við verklýsingar fyrirtækjanna. Tillögum skal skilað í lokuðu umslagi merktu dulnefni til Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Aðalstræti 10, 101 Reykjavík, fyrir kl. 17.00, föstudaginn 19. desember 2008.