Nói opnar sýninguna Bland í Ketilhúsinu

Laugardaginn 1. nóvember kl. 14.00 opnar Nói sýninguna Bland í Ketilhúsinu í Listagilinu á Akureyri.

Sýningin stendur til 16. nóvember og er opin alla daga nema mánudaga frá kl.13.00 til 17.00.


Guðrún Vaka opnar sýningu í Populus tremula

gvaka-web.jpg

8-villt
GUÐRÚN VAKA
1.-2. nóvember

Laugardaginn 1. nóvember kl. 14:00 opnar Guðrún Vaka myndlistarsýninguna 8-villt í Populus tremula.

Þar sýnir Guðrún ný verk sem fjalla um þá sérvisku Akureyringa að tala í áttum. Þetta er þriðja einkasýning Guðrúnar Vöku sem einnig hefur tekið þátt í samsýningum. Guðrún Vaka útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2006.

Einnig opið sunnudaginn 2. nóvember kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.

Nánar http://gvaka.blogspot.com

http://poptrem.blogspot.com


Þorsteinn Gíslason opnar sýningu á Café Karólínu

img_0525.jpg

Þorsteinn Gíslason

Virði - Wort

01.11.08 - 05.12.08   
 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

 

Þorsteinn Gíslason opnar sýninguna "Virði - Worth" á Café Karólínu laugardaginn 1. nóvember 2008 klukkan 14.

Um verkið: Verkið ”Virði” er klisjuverk. Leiðinlegt og óspennandi en í leiðinlegheitum sínum spyr það okkur um mikilvægi hlutanna. Hvað má glatast? Hvað ekki?

Um listamanninn: Þorsteinn Gíslason, Steini, útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 2006. Hann hefur tekið þátt í samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar. Hann er annar eigandi gallerís Víð8ttu601.

Sýningin stendur til 5. desember 2008.
Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn í steini66@nett.is og í síma 846 1314

Næstu sýningar á Café Karólínu:
06.12.08 - 02.01.09    Jóna Bergdal Jakobsdóttir
03.01.09 - 06.02.09    Herdís Björk Þórðardóttir
07.03.09 - 03.04.09    Inga Björk Harðardóttir
04.04.09 - 01.05.09    Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09    Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09    Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Áskriftartilboð Sjónauka, þriðja heftið að koma út

sjonauki_2_enÍ þessu þriðja hefti Sjónauka sem ber heitið Gildi / Value er áhersla
lögð á umhverfi og hagkerfi myndlistarinnar. Listamaður blaðsins
er Ásmundur Ásmundsson sem einnig gerir fjölfeldi fyrir blaðið.
Meðal þeirra er skrifa greinar eru Markús Þór Andrésson, Valur
Brynjar Antonsson og Gauti Sigþórsson. Greinin Capitalism
as Religion eftir Walter Benjamin birtist í fyrsta sinn á íslensku
í þýðingu Benedikts Hjartarsonar. Viðtöl að þessu sinni eru við
Mariu Lind sýningarstjóra, Fiu Bäckström listamann og Níels Hafstein
forstöðumann Safnasafnsins. Hlynur Hallsson gerir nýtt verk
og Eygló Harðardóttir myndlistarmaður greinir frá áhrifavöldum
sínum. Póstkort frá New York um listalíf borgarinnar og umfjallanir
um sýningar m.a. um nýafstaðna Manifesta hátíðina á Ítalíu sem
nokkrir íslenskir myndlistarmenn tóku þátt í og sýningar í tengslum
við Listahátíð í Reykjavík.

sjonauki_1_enÁskriftartilboð
Sjónauki nr. 3 I nóvember 2008
Vakin er athygli á gjafverði á Sjónauka í áskrift. Til að gerast áskrifandi sendið upplýsingar um nafn, k.t. og heimilisfang á: askrift@sjonauki.is
Áskriftarverð er 1500 kr. fyrir eintakið út 2008

Nýir áskrifendur fá eintök af eldri
tölublöðum - Stofnun og Ljóðrænu

Friðrika ehf. / Po Box 338, 121 Reykjavík / info@sjonauki.is / www.sjonauki.is


Listasjóður Dungal auglýsir eftir umsóknum um styrki

MYNDLISTARMENN
 – umsóknir um styrki
sitelogo

Listasjóður Dungal
auglýsir eftir umsóknum um styrki.
 
Sjóðurinn var stofnaður árið1992 í minningu
Margrétar og Baldvins P. Dungal kaupmanns í Pennanum.
Markmið sjóðsins er að styrkja unga og efnilega myndlistarmenn
sem eru að stíga sín fyrstu skref á listabrautinni.
 
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar má nálgast
á vef listasjóðsins www.listasjodur.is. Umsóknum skulu fylgja
ljósmyndir af verkum umsækjanda ásamt ferilsskrá og skal
skila gögnum í pósthólf 148, 121 Reykjavík.
(Vinsamlegast athugið að ekki er tekið við gögnum í tölvupósti.)
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2008.
 
LISTASJÓÐUR DUNGAL
í minningu Margrétar og Baldvins P. Dungal


Kazuko Kizawa opnar sýningu í Deiglunni

Laugardaginn þann 25. Október mun Kazuko Kizawa, gestalistamaður Gilfélagsins í október,  opna sýningu sína í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23, kl. 14.00. Sýningin mun aðeins vera opin þessa einu helgi, laugardaginn þann 25. og sunnudaginn þann 26. frá 14.00 til 17.00 báða daga.

Kazuko Kizawa er fædd 1968 í Japan, býr og starfar í Tokyo, Japan. Hún útskrifaðist 1999 úr Tama Art University með Master í Fagurlist. Kazuko Kizawa hefur sýnt í Kanada, Bandaríkjunum, Japan og Evrópu. Litir-Ljós hafa eru gegnum gangandi þemi í verkum hennar.

--
Hertha Richardt Úlfarsdóttir
Supervisor of the studio for visiting artists in Akureyri
www.artistsstudio.blogspot.com

Opið hús í GalleríBOXi

galleribox_707898.jpg Laugardaginn 25. október klukkan 14-17 verður heitt á könnunni og opið hús fyrir alla í GalleríBOXi í Gilinu á Akureyri.

Það er engin sýning í gangi þessa helgina en tilvalið að líta á húsakynnin næstum tóm og fá sér kaffi og ræða málin.

Myndlistarfélagið


Þorsteinn Gíslason sýnir á VeggVerki

steini_707619.jpg

Laugardaginn 25.október 2008 sýnir Þorsteinn Gíslason, Steini, verkið Reisn-Dignity-Würde á VeggVerk.

Um verkið: Táknmyndir  hafa fylgt okkur frá örófi alda og verkið Reisn er  táknmynd. Formið er kunnuglegt og það leiðir okkur gegnum aldirnar frá tíma frjósemisdýrkunar til byltingar vélvæðingar. En hvaða  hlutverk eða þýðingu hefur þessi táknmynd í dag?

Um listamanninn: Steini lauk námi við fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 2006. Hann hefur tekið þátt í samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar og er annar eigandi Gallerí Víð8ttu601.


OPNUN Í LISTASAFNINU Á AKUREYRI: ORÐ GUÐS

ordgudsbordi

Sýningin Orð Guðs verður opnuð á Listasafninu á Akureyri laugardaginn 25.október kl. 15 og stendur til 14. desember. Málþing um sýninguna verður haldið sama dag í Ketilhúsi kl.13.00 þar sem þátttakendur sýningarinnar kynna hana og taka á móti fyrirspurnum. Allir velkomnir.
Á sýningunni eiga sex listamenn verk sem fjalla um og vekja upp spurningar um ýmsa þætti kristinnar trúar. Gengið er út frá að færa trúarlega umræðu inn í íslenskan samtíma og á öðrum vettvangi en við höfum átt að venjast.

Á sýningunni er nýstárlegt verk eftir franska listamanninn Etienne de France þar sem þema kvöldmáltíðarinnar, hins sígilda viðfangsefni trúarlegrar listar á vesturlöndum er látið spegla veruleika samtímans á kómískan og gagnrýnin hátt. Sýnt verður nýtt verk eftir Steingrím Eyfjörð þar sem hugað er að ímynd og vilja Guðs í gagnvirku samtali við áhorfendur sem eru hvattir til að draga upp sína eigin hugmynd af Guði.

Leitin að gralinum á Kili er viðfangsefni Jeannette Castioni og sett í samhengi við spurningar um fjársjóð, leyndardóma og leitina að sannleikanum. Í verkinu  fjallar hún um ímynd og áhrif Maríu meyjar í kristinni kenningu, um móðurlíkamann sem iðulega er upphafinn og afnumin á sama tíma.

Ólöf Nordal sýnir innsetningu sína Volto santo eða hina heilögu ásjónu þar sem kristsmyndin er skoðuð í samhengi við sauðfjármenningu Íslendinga, með tilliti til lambsins, hirðisins og ekki síst forustusauðarins. Aðrar heilagar táknmyndir kristninnar hvað varðar sköpunarkraft Guðs og manna eru túlkaðar í verkum Þóru Þórisdóttur með sérstöku tilliti til kvennaguðfræði og veruleika heilags anda.

Bænin sjálf, svar mannsins við ákalli Guðs mun fá sinn sess á sýningunni þar sem Arnaldur Máni Finnsson býður upp á óvenjulega aðstöðu til bænahalds og íhugunar. Þá eru hinum ýmsu kristnu trúfélögum á Akureyri og víðar boðið að taka þátt í sýningunni í formi leiðsagnar þar sem tækifæri skapast til hugmyndalegrar samsömunar eða aðgreiningar eftir þörfum.  Sýningarstjóri  er Þóra Þórisdóttir.

Sýningunni lýkur 14. desember og er safnið opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17.
Nánari upplýsingar veitir Þóra Þórisdóttir, í síma 698-0448, netfang: tora@hlemmur.is.
Hægt er að nálgast pdf skjal af sýningarskrá á www.listasafn.akureyri.is eða með því að senda tölvupóst á art@art.is.

LJÓÐAHÁTÍÐ NÝHILS OG MYNDIR & KVÆÐI Í POPULUS TREMULA

nyhil-24_10-web.jpg
FYRSTA ÞJÓÐLEGA LJÓÐAHÁTÍÐ NÝHILS  |  24. okt.

Föstudaginn 24. októberklukkan 21:00 fer fyrsta þjóðlega ljóðahátíð Nýhils fram í Populus tremula. Fram koma skáldin: Arngrímur Vídalín, Gunnar Már Gunnarsson, Gréta Kristín Ómarsdóttir, Haukur Már Helgason, Jón Örn Loðmjörð, Kristín Svava Tómasdóttir og Richard Vaughn.

Flest skáldanna komu fram á Fjórðu alþjóðlegu ljóðahátíð Nýhils sem haldin var 22.-24. ágúst í Norræna húsinu. Mörg þeirra hafa nú þegar gefið út verk sín hjá Nýhil eða Populus tremula en útgáfa á verkum annarra er í burðarliðnum. Menningarráð Eyþings gerði aðstandendum kleift að halda hátíðina.

Húsið verður opnað kl. 20:00 – Aðgangur ókeypis – Malpokar leyfðir – Bækur til sölu

******************************

asvs-ljosmyndir-web.jpg
MYNDIR & KVÆÐI

ljósmyndasýning og ljóðabók

AÐALSTEINN SVANUR SIGFÚSSON

Laugardaginn 25. október kl. 14:00 verður opnuð ljósmyndasýning í Populus tremula. Þar sýnir Aðalsteinn Svanur Sigfússon stórar bleksprautuprentaðar ljósmyndir frá Aðalvík á Hornströndum þar sem náttúran ríkir ein.

Jafnframt kemur út hjá Populus tremula bókin KVÆÐI með ljóðum Aðalsteins þar sem hann sækir yrkisefni til Aðalvíkur og nágrennis.

Aðalsteinn Svanur hefur haldið á þriðja tug einkasýninga síðasta aldarfjórðunginn og gefið út tvær ljóðabækur.

Einnig opið sunnudaginn 26. október kl. 14:00-17:00.

http://poptrem.blogspot.com


Norrrænir ferða- og dvalarstyrkir

logo_web Síðasta umferð Menningargáttarinnar Kulturkontakt Nord er nú opin. Nú er einungis opið fyrir ferða og dvalarstyrki. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt til Menningargáttarinnar fyrir 5. nóvember 2008. Umsóknareyðublöð eru inni á: http://applications.kknord.org

Ferða og dvalarstyrkurinn er ætlaður fagaðilum innan menningar og lista, sem hafa áhuga á að ferðast til annarra Norðurlanda vegna rannsókna eða vinnu. Styrkupphæðin jafnast á við uppihald í eina viku ásamt ferðum til og frá Íslandi.

Frekari upplýsingar eru á http://www.kknord.org eða hjá Þuríði Helgu Kristjánsdóttir thuridur@nordice.is

SJÓNLIST 2008 í Listasafninu á Akureyri lýkur um helgina

bordi-animate

Sunnudaginn 19. október lýkur sýningu á verkum þeirra listamanna sem tilnefndir voru til Íslensku sjónlistaverðlaunanna 2008 í Listasafninu á Akureyri. Þetta er þriðja árið í röð sem Sjónlistaorðan var veitt en markmiðið með henni er einkum þríþætt: 1) að beina sjónum að framúrskarandi framlagi íslenskra myndlistarmanna og hönnuða sem starfa hér heima og erlendis, 2) stuðla að aukinni þekkingu, áhuga og aðgengi almennings að sjónlistum og 3) hvetja til faglegrar þekkingarsköpunar og bættra starfsmöguleika sjónlistafólks á Íslandi. ??

Sex listamenn voru tilnefndir til Sjónlistaorðunnar í maí og hlutu tveir þeirra ríkuleg verðlaun fyrir framlag sitt, annar á sviði myndlistar og hinn á sviði hönnunar. Handhafi orðunnar í myndlist 2008 var Steingrímur Eyfjörð og í hönnun var það Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir. Tvær milljónir króna komu í hlut hvors listamanns sem hreppti fyrsta sæti í sínum flokki, en þetta eru hæstu verðlaun sem veitt eru á sviði myndlistar og hönnunar hér á landi.
Þeir sem tilnefndir voru í ár eru: Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir fyrir fimm skartgripalínur sem kynntar voru á síðasta ári og bera nöfnin Agla, Brynja, Fold, Salka og Gerður. Hjalti Geir Kristjánsson fyrir sýninguna Stólar sem sett var upp í Gallerí 101 og bar þess glögg merki að hér var á ferð tímalaus hönnun og fagmannleg framsetning. Margrét H. Blöndal fyrir sýninguna Þreifað á himnunni í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Ragnar Kjartansson fyrir innsetninguna Guð á samnefndri sýningu í Nýlistasafninu. Sigurður Eggertsson fyrir ýmis verk sem hann gerði 2007, þar á meðal merkið sem hann hannaði fyrir listahátíðna Sequences, og Steingrímur Eyfjörð fyrir sýninguna Lóan er komin á Feneyjartvíæringnum 2007.
Sjónlist er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menntamálaráðuneytis, Iðnar- og viðskiptaráðuneytis, Sambands íslenskra myndlistarmanna, Hönnunarmiðstöð Íslands, Sjónvarpsins, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, Listaháskóla Íslands, Menningarmiðstöðvar Listagilsins og Listasafnsins á Akureyri, sem átti frumvæðið að því að koma verðlaununum á fót. Aðalstyrktaraðili sýningarinnar er Landsvirkjun, en aðrir máttarstólpar eru Montana, Glitnir, Flugfélag Íslands, Prentmet, Flugsafn Íslands, Hótel Kea, Karl K. Karlsson, Thyssen-Bornemisza Art Contemporary og Geimstofan.
Sýningunni lýkur 19. október. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Listasafnsins, Hannes Sigurðsson, í síma 899-3386, netfang: hannes@art.is.


Rannveig Helgadóttir opnar sýningu í Jónas Viðar Gallery

Rannveig Helgadóttir opnar málverkasýninguna "Nýtt upphaf" í Jónas Viðar Gallery
laugardaginn 18.október kl.3 sýningin stendur til 16. nóvember 2008. Allir velkomnir.

http://www.rannveighelgadottir.com

Jónas Viðar
sími: 8665021
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm


Ólafur Sveinsson og Trausti Dagsson opna sýningu í DaLí Gallery

farvegir6.jpg Ólafur Sveinsson og Trausti Dagsson opna sýninguna Farvegir laugardaginn 18. október kl. 14-17 í DaLí Gallery á Akureyri.

Leið vatns frá upptökum til ósa. Leið manns frá legi til moldar.

Allt ferli sýningar sem slíkrar er farvegur. Frá hugmynd til full unninna verka sem kvíslast yfir í aðra farvegi og leiðir til annarra ósa.

Á sýningunni eru stafrænar ljósmyndir eftir Trausta Dagsson og hliðrænar blýantsteikningar eftir Ólaf Sveinsson. Verkin eru unnin á síðastliðnum þrem árum og hafa öll tilvísun í hlutbundna hversdagslega farvegi.

Trausti hefur verið áhugaljósmyndari í mörg ár. Hann hefur áður sýnt myndir á samsýningu í Deiglunni, Akureyri vorið 2005.

Ólafur hefur haldið fjölda sýninga á 25 ára ferli. Hann stundaði nám við Myndlistaskólanum á Akureyri og Lathi Polyteknik í Finnlandi.

Ólafur Sveinsson s. 8493166  http://rufalo.is

Trausti Dagsson s. 8498932 http://myrkur.is

Kær kveðja
Dagrún og Lína í DaLí Gallery
8957173 / 8697872
Brekkugata 9, 600 Akureyri
dagrunm@snerpa.is
http://daligallery.blogspot.com
opið fös-lau kl.14-17 í vetur


Fordulópont/Tímamót í Ketilhúsinu á Akureyri

attachment-1.jpg

Fordulópont/Tímamót í Ketilhúsinu á Akureyri
Lárus H List og Páll Szabó.

Laugardagskvöldið 18. október kl. 21:00 opnar myndlistamaðurinn Lárus H List myndlistasýninguna Fordulópont í Ketilhúsinu Listagilinu á Akureyri.
Málverkin eru unnin undir áhrifum af vinnu Lárusar List með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.
Og hefur Ungverska tónskáldið Páll Szabó sem er hljóðfæraleikari með S.N. samið verkið Fordulópont sem er heitið á sýningunni eða tímamót á ÍSL. en þeir hafa starfað saman í 10 ár með S.N.
Spilar Páll á flygil og er tónverkið í 9 köflum og er verkið samið af áhrifum úr jafnmörgum verkum Lárusar List.
Boðið verður uppá léttar veitingar og allir velkomnir.
Sýningin er frá 18. okt. Til 26. okt og opið á opnunartíma Ketilhússins.
http://larushlist.com

OPINN FUNDUR UM LIST ÁN LANDAMÆRA 2009 Á AKUREYRI

kristo_lepp_pohja_loki-demon_502224

OPINN FUNDUR UM LIST ÁN LANDAMÆRA 2009
 
Nú er undirbúningur fyrir List án landamæra 2009 hafinn.

Opinn fundur verður haldinn á Akureyri  miðvikudaginn 15. október kl. 10:30


Staðsetning: 2. hæð í Ráðhúsinu (Geislagötu 9)

 

- List án landamæra er Listahátíð sem haldin er einu sinni á ári. Þar er pláss fyrir allskonar fólk og allskonar atriði.

- Fundurinn á miðvikudaginn er hugsaður til hugarflugs, umræðna og skoðanaskipta um
hugmyndir fyrir hátíðina 2009 á Akureyri og í nærsveitum.
 

- Hátíðin 2008 var fjölmenn, bæði hvað varðar sýnendur og áhorfendur, í viðhengi  má sjá lýsingu á List án landamæra almennt sem og yfirlit yfir hátíðina 2008. Á heimasíðu okkar www.listanlandamaera.blog.is má sjá dagskrárbæklinga fyrri hátíða.

- Á fundinum verður farið yfir hvað hefur verið að gerast. Hvað liggur fyrir í vor?
Og síðast en ekki síst: Hvað vilja þátttakendur og skipuleggjendur sjá gerast.

 

- Við leitum að atriðum og þátttakendum, fötluðum og ófötluðum til samstarfs og þátttöku í hátíðinni 2009 sem hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 22.apríl (síðasta vetrardag) og stendur yfir í tvær vikur.

 

- Listafólk, aðstandendur listafólks, listnemar, leiðbeinendur, gallerýrekendur, leikhússtjórar, tónleikahaldarar, hugmyndasmiðir, smiðir  og aðrir sem áhuga hafa eru sérstaklega hvattir til að mæta.

- Mjög mikilvægt væri að sjá sem flesta á fundinum. Endilega sendið okkur línu á netfangið: listanlandamaera@gmail.com, fyrir mánudaginn 13. október og látið vita um mætingu.

Bestu kveðjur og vonir um að sjá sem flesta,

Stjórn Listar án landamæra,
Margrét M. Norðdahl, framkvæmdastýra Listar án landamæra

Aileen Svensdóttir, fulltrúi Átaks

Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar

Helga Gísladóttir, deildarstjóri hjá Fjölmennt í Reykjavík

Jenný Magnúsdóttir, deildarstjóri Sérsveitar Hins Hússins
Ása Hildur Guðjónsdóttir, fulltrúi Öryrkjabandalags Íslands
 
 
--
List án landamæra
www.listanlandamaera.blog.is
Sími: 691-8756


Síðustu forvöð: GRASRÓT 08 lýkur sunnudaginn 11. október

halldor.jpg

GRASRÓT 08

Björk Viggósdóttir
Guðmundur Vignir Karlsson (Kippi Kaninus)
Halldór Ragnarsson
Jeannette Castioni
Jóna Hlíf Halldórsdóttir

20. september - 11. október 2008
Verksmiðjan á Hjalteyri

Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga klukkan 14-17.

Verksmiðjan á Hjalteyri í samvinnu við Nýlistasafnið og Sjónlist
Sýningarstjóri: Þórarinn Blöndal

Norðurorka, SagaCapital og Menningarráð Eyþings styrkja Grasrót 08 og Verksmiðjuna á Hjalteyri.


Sýningunni GRASRÓT 08 í Verksmiðjunni á Hjalteyri lýkur um næstu helgi. Sýningin hefur fengið mjög góða dóma og sýningargestir hafa hrifist af verkum hinna ungu myndlistarmanna sem og Verksmiðjunni sjálfri. Listamennirnir fimm Björk Viggósdóttir, Guðmundur Vignir Karlsson (Kippi Kaninus), Halldór Ragnarsson, Jeannette Castioni og Jóna Hlíf Halldórsdóttir gerðu verkin að hluta til sérstaklega fyrir þessa Grasrótarsýningu en byggðu einnig á verkum sem þau hafa verið að vinna að síðustu árin. Grasrótarsýningar Nýlistasafnsins hafa unnið sér sess sem sýnishorn af því sem ungir og upprennandi myndlistarmenn eru að fást við en þetta er fyrsta skipti er sýningin sett upp utan höfuðborgarsvæðisins.

Nánari upplýsingar og myndir á:
Verksmiðjan: http://www.verksmidjan.blogspot.com
Nýlistasafnið: http://nylo.is/index.php?option=com_content&task=view&Itemid=179&id=517


Nánari upplýsingar veita Þórarinn Blöndal 899 6768 og Hlynur Hallsson 659 4744


Um verkin og listamennina á GRASRÓT 08:

Björk Viggósdóttir sýnir verkið “Fyrir sólsetur / Nákvæm stund”. “Ég vinn með ljóðrænar myndir og tákn, þar sem ég tek raunveruleikann úr samhengi og brýt hann upp í einingar sem ég að lokum raða saman í heildræna mynd. Ég notast við liti og ljós og fæ að láni hluti úr hversdagsleikanum sem fléttast inn í myndbönd  og hljóðverk til að ná fram þeim hughrifum hverju sinni. Orð eru oft upphafið að verkum mínum. Veröld sjónrænna ljóða, nákvæm samstilling rýmis, myndbyggingar, litla, tóna og sjónmyndar.”

Björk Viggósdóttir er fædd á Akureyri 1982. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2006. Björk var einn af Dungal verðlaunahöfum 2008. Hún var ein af sex myndlistarmönnum til að hljóta dvöl í Millay Colony for the arts í New York 2008 og hún dvaldi í 1. international open art residency í júní 2008 á Grikklandi. Björk gerði 12 videoverk fyrir leikritið „Bakkynjur" í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur gert video fyrir nútíma klassísk tónskáld frá Ítalíu, Íslandi og Bandaríkjunum. Meðal næstu verkefna eru Sequenses í Norrænahúsinu, Monkey Town - New York, Chelsea Museum Brooklyn og á Listahátíð 2009 í Reykjavík.
www.bjorkbjork.blogspot.com

Guðmundur Vignir Karlsson (Kippi Kaninus) sýnir verkið Seagull sem samanstendur af blikkplötu á álramma, tveimur rafseglum, sterku ljósi og vídeói og snýst um pælingar um síld, smelti, sjó, gull, silfur, segla og blóð.

Guðmundur Vignir Karlsson er fæddur 1978 í Reykjavík og er stúdent frá Laugarvatni og kláraði BA í guðfræði við HÍ, hélt svo utan til Hollands og lauk MA gráðu í Image and Sound frá Konunglega konservatóríinu í Haag.  Hann hefur sýnt verk sín úti í Hollandi og Ítalíu og hér heima. Auk myndlistar  fæst hann við tónlist og vinnur þá gjarnan undir nafninu Kippi Kaninus.  Þá hefur hann farið í tónleikaferðir með m.a. Mugison, Múm og Kiru Kiru.  Hann er meðlimur í tónleikasveit hljómsveitarinnar Steintryggs, þar sem hann spilar á kjálkahörpu, syngur yfirtónasöng, tölvast og gerir videó.  Hann kemur til með að taka þátt í Sequences hátíðinni í Reykjavík í október.
www.kippikaninus.com

Halldór Ragnarsson sýnir verkið Irdó í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Verkið samanstendur af teikningum, málverkum og textum Halldórs og er beint framhald af vinnu hans með orðum, sem hefur skipað stóran sess í myndlist hans undanfarin tvö ár.

Halldór Ragnarsson er fæddur í Reykjavík 1981 og stundaði hann nám í heimspeki við Háskóla Íslands áður en hann fór í myndlist í Listaháskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist vorið 2007. Hann hefur haldið einkasýningar, bæði hér heima og erlendis, ásamt því að hafa tekið þátt í nokkrum samsýningum. Halldór var meðlimur og einn af stofnendum hljómsveitarinnar Kimono (2001-2007) sem gaf út þrjár plötur hjá Smekkleysu en í dag er hann meðlimur í hljómsveitinni Seabear sem er gefin út af þýska útgáfufyrirtækinu MORR music. Hann hefur einnig hannað plötuumslög fyrir hljómsveitir og listamenn og má þar nefna Curver, Kimono, Borko og Hudson Wayne. Einnig gaf Halldór út ljóðabókina Öreindir af lúsinni vorið 2004.
www.hragnarsson.com

Jeannette Castioni sýnir verkið „the law of dialectic“ sem er vídeó-hljóðverk í innsetningu sem blandast  umhverfinu, samræður á milli einstaklinga sem hittast aldrei í umræðunni og einmannaleiki sem partur af okkar tilveru. Vídeóið er staðsett á ákveðnu svæði og heyrnatól dreifð um svæðið. Mögulegt er að hlusta á umræður sem verða í gangi allan tímann. Á milli heyrnatólanna er einskonar tómarúm, eintal, þar sem hver rödd fær aldrei svar og ekki heldur samhljóm.

Jeannette Castioni er fædd í Verona á Ítalíu 1968. Hún útskrifaðist frá LHÍ árið 2006 en áður stundaði hún nám við Akademíuna í Bologna og einnig nám í forvörslu í Flórens. Hún stundar nú Ma.Phil. nám í listasögu við Háskólann í Verona og er auk þess stundakennari við LHÍ. Frá árinu 1999 hefur Jeannette haldið sýningar á Ítalíu og frá 2004 hér á Íslandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Rússlandi. Ásamt tímabundnum innsetningum hefur hún unnið með ljósmyndarannsóknir og vídeóviðtöl um ástand unglinga í Nuuk, Grænlandi þar sem hún dvaldi og hélt vinnustofu. Tæknin sem Jeannette notar er oft blönduð og innihaldið tengist hugsuninni og skilaboðunum sem eru gefin í hvert skipti, frá ljósmyndum, innsetningum, lífrænum efnum og líðandi tíma.
www.hivenet.is/terra/jeannette


Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýnir verkið ALLS STAÐAR ANNARS STAÐAR. Hvernig stendur á því að við getum hugsað svona afstrakt um allt sem er annars staðar, en verðum á sama tíma að ríghalda í miðjuna? Að við getum hugsað um það hvernig allt tengist og tvístrast, orsakast og afleiðist―en ýtum því frá okkur um leið með því að aðgreina miðjuna (sem öllu skiptir) frá „öllu hinu“.


Jóna Hlíf Halldórsdóttir er fædd 1978 í Reykjavík og býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist með Diploma frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2005 og með Mastersgráðu í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2007. Jóna Hlíf vinnur með ýmsa miðla, s.s. vídeó, skúlptúr, bókverk og ljósmyndir. Verk Jónu Hlífar eru persónuleg úrvinnsla hennar á upplifunum úr daglega lífinu, sem hún útfærir gjarnan í formi myndmáls. Verkin eru gjarnan óræð og hafa yfir sér hráan blæ, sum unnin úr fjöldaframleiddum efnum, önnur handgerð af listamanninum. Það sem sameinar þau er tenging við mannslíkamann og sálina, sem talið er að hvíli þar í einhverju hólfi sem sést þó ekki á röntgenmynd.
www.jonahlif.com



Verksmiðjan á Hjalteyri
www.verksmidjan.blogspot.com


Ingunn St. Svavarsdóttir Yst opnar sýninguna "Línan - ferð án fyrirheits" á Café Karólínu

yst_postcard_copy.jpg


Ingunn St. Svavarsdóttir Yst

Línan - ferð án fyrirheits

04.10.08 - 31.10.08   
 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

Ingunn St. Svavarsdóttir Yst opnar sýninguna "Línan - ferð án fyrirheits" á Café Karólínu laugardaginn 4. október 2008 klukkan 14.

“Sýningin samanstendur af 19 römmuðum teikningum, sem unnar voru snemma á árunum 2007 og 2008 í New York og Newcastle. Um er að ræða spuna eða hugarflug, sem á sér stað í afslöppuðu leiðsluástandi, þar sem viðkomandi leitast við að þvælast sem minnst fyrir verknaðinum.”

Ingunn St. Svavarsdóttir Yst, sálfræðingur og fagurlista-verka-kona er nýskriðin úr skóla, var að ljúka 2ja ára námi sínu í Master of Fine Art frá Newcastle University á Bretlandi nú í september 2008. Hún nam áður við Myndlistaskólann á Akureyri og útskrifaðist af Fagurlistabraut 2002.
Yst vinnur ýmist tví- eða þrívíð verk; teikningar, málverk, skúlptúra, lágmyndir og innsetningar. Þetta er 9. einkasýning Ystar, sem hefur helgað sig myndlistinni alfarið í heilan áratug og sýnt bæði hérlendis og erlendis.

Sýningin stendur til 31. október 2008.

Nánari upplýsingar á www.yst.is og yst(hjá)yst.is og í síma 659 6005

Næstu sýningar á Café Karólínu:
01.11.08 - 05.12.08    Þorsteinn Gíslason
06.12.08 - 02.01.09    Jóna Bergdal Jakobsdóttir
03.01.09 - 06.02.09    Herdís Björk Þórðardóttir
07.03.09 - 03.04.09    Inga Björk Harðardóttir
04.04.09 - 01.05.09    Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09    Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09    Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband