ÖNNUR LYKT/UN AUTRE PARFUM opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri

DSC_9137

P1120211

ÖNNUR LYKT/UN AUTRE PARFUM

KARÓĹNA BALDVINSDÓTTIR / FREYJA REYNISDÓTTIR / HEIÐD́S HÓLM GUÐMUNDSDÓTTIR / JÓNINA BJÖRG HELGADÓTTIR / LAZARE BARBAGE / ANOUK BERTHELOT / EFRATH BOUANA / SOPHIE CAUDEBEC / FELIX CHEVRY / ALINE CHOBLET / CELIA COËTT / MANON DELARUE / NICOLAS DELMAS / ADELAIDE DE SAINT MARC / HELENE DONY / BRICE DUPONT / MARIE GALLIMARDET / LAURA GARCIA KARRAS / DOMINIQUE GAUTHIER / GUSTAV GEIR BOLLASON / VALENTIN HALIE CADOL / ROMARIC HARDY / JULIEN LALLOUETTE / LAURIE LEPINE / JEAN LOISEL / ETIENNE KAZINETZ / ELOÏSE KELSO / NICOLA KÖCH / CECILE MARIE / FRANÇOIS MARK / MARION MERISSE / SEBASTIEN MONTERO / THEODORE PARIZET / ROMAIN PETIT / ARTHUR POISSON / LEA RIVERA / SIMON THIBERT / LAURA TILLIER / ARMAND VAN MASTRIGT / CLEMENTINE VIALLON / DAVID WAIS

Verksmiðjan á Hjalteyri / 05.05 – 20.05.2014 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri  http://www.verksmidjan.blogspot.com
Opnun mánudaginn 5. maí kl. 17:00 / Opið til 20. maí um helgar eingöngu kl. 14:00 -17:00, á öðrum dögum eftir samkomulagi.

Umsjónarmenn : Nicolas Koch, Gústav Geir Bollason, Sebastien Montero, Dominique Gauthier
Mánudaginn 5. maí kl. 17:00 opnar sýningin Önnur lykt/Un autre Parfum í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Sýningin er afrakstur vikulangrar starfsdvalar í Verkamiðjunni en jafnframt mikilvægur áfangi  listasmiðjunnar Delta Total sem hófst í Le Havre í október 2013 og mun taka enda með hringferð um París og úthverfi í júlí 2014

Þátttakendur í smiðjunni eru nemendur og kennarar listaskólanna : L’École Supérieure d’Art et Design Le Havre – Rouen, L’École Supérieure d’Art de l’Agglomération d’Annecy, L’École Nationale Supérieure des Beaux-Arts de Paris, Myndlistarskólans á Akureyri,
www.beauxartsparis.com
www.agglo-annecy-fr/france/.../page/L-École-d-art.htm/
www.eshadhar.fr/ http://lhi.is/ http://myndak.is/
http://basse-normandie.france3.fr/2013/01/17/la-manche-pedalo-la-bonne-blague-de-nicolas-koch-182983.html  http://www.nicolaskoch.fr/nicolas_koch/Restrospective_anthume.html
www.dominiquegauthier.net
http://sebastienmontero.blogspot.fr/
http://sm-terrepromise.blogspot.com/

Þau fást við vídeólist, innsetningar, teikningar og málverk svo að fátt eitt sé nefnt.

 ÖNNUR LYKT/UN AUTRE PARFUM

Æfin kann ekki að endast til
þess að fanga Landslagið umhverfis
list rýmið en við höfum viku til þess
að finna okkar stað á svæðinu

Það virðist hvorki styttra, né síður
spennandi

---------------

A lifetime may not be enough to
seize the landscape around the art
space but we have a week to
find our spot in this area

It seems neither less short, nor
Less exciting.

DELTA TOTAL - ICELAND 2014
LEHAVREANNECYPARISAKUREYRIREYKJAVIKHJALTEYRI
http://www.deltatotal.net/


Sýningin verður opnuð mánudaginn 5. maí 2014, kl. 17:00 í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Koma nemendanna og sýningin eru styrkt af, Menningarráði Eyþings, Byko, Litaland og skólunum : ESADHaR/ L'ESAAA/L'ENSBA.
Bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCPgames, Bústólpi og Hörgársveit.

Nánari upplýsingar veitir Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 / 6927450  



Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð
http://www.verksmidjan.blogspot.com

https://www.facebook.com/verksmidjan.hjalteyri


Lilý Adamsdóttir opnar sýningu í Deiglunni

10154483_10154093604165174_2093919607598642029_n

Lilý Adamsdóttir - SAMTVINNAР- Opnun 3. maí kl. 15 - 17

Lilý er fædd árið 1985. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2011 með BA gráðu í myndlist. Um þessar mundir leggur hún lokahönd á diplómanám við Textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík og stefnir í haust til Svíþjóðar þar sem hún mun hefja mastersnám í listrænum textíl. Hún hefur tekið þátt í sýningum og verkefnum, hér á landi og erlendis. Í verkum sínum nýtir hún sér margskonar miðla, m.a. gjörninga, vídeó, teikningar, textíl og innsetningar.

Lilý heldur nú sína fyrstu einkasýningu í Deiglunni. Í verkum sýningarinnar hefur Lilý beint augum sínum að hinum smæstu ullarhárum og fíngerðustu hreyfingum þeirra. Hún ferðast inn í þráðinn þar sem augnablikið læðist inn í hann og veldur fíngerðri bjögun á formi með rísandi spennu, sem hnígur þegar toppnum er náð. Á sýningunni vinnur hún með vef endurtekninga í textíl þar sem hún skoðar skynjun á hreyfingu þráðarins, ljóðræna teikningu hans og frásögn. Með íslenskan ullarþráð í hönd hefur hún hugleitt fyrirbæri eins og upphaf og endi, efni og afurð, orsök og afleiðingu, tækifæri og fegurð. Niðurstaða hugleiðinga hennar birtist okkur í prjónuðum verkum sem bjóða áhorfandanum upp á sjónrænt samtal. Samhengið gefur tóninn og takturinn er áberandi þar sem tíminn og tengingar áhorfandans við það sem hann sér spila saman í leit að niðurstöðu.

Deiglan - Sjónlistamiðstöðin á Akureyri. Grófargili.

https://www.facebook.com/events/643577375696439/


Arna Guðný Valsdóttir sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

10268703_10202067299060792_6066810522753614584_n

Arna Guðný Valsdóttir opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði laugardaginn 3. maí kl. 14.00.

Verkið nefnist "Mahú Blassdjús - Raddteikning"
og byggir á 26 ára gömlu hljóðverki sem Arna vann á skólaárum sínum í Hollandi. Verkið skilgreinir Arna sem “raddteikningu” og útskýrir nánar: Verkið vann ég í upptökustúdíói á 16 rása upptökutæki. Ég var ein í studióinu og vann verkið á þann hátt að ég gerði fyrst upptöku á eina rás þar sem ég spann með röddinni eða “teiknaði” línu sem mótaði form í loftið. Línan varð til í augnablikinu á sama hátt og þegar við rissum á blað án fyrirframgefinnar hugmyndar. Ég stillti síðan á næstu rás, hlustaði á þá fyrri í heyrnartólum og vann næstu línu. Ekkert var undirbúið heldur lét ég augnablikið ráða hvernig næsta rödd svaraði þeirri fyrri. Ég hlustaði á þær raddir sem fyrir voru og byggði jafnóðum ofan á þær. Í raddteikningunum vinn ég út frá lögmálum myndlistar. Ég vinn með myndbyggingu, liti, línu og form í hljóðrænu formi eða myndlist án sjónrænnar birtingar. Ég vann eingöngu eina upptöku af hverri rödd og lét fyrstu tilraun standa.

Sýningin stendur til 25. maí og er opin eftir samkomulagi eða þegar skilti er úti kl. 14.00-17.00.
Allar nánari upplýsingar gefur Aðalheiður í síma 865-5091

arnavals.net


OPIÐ HÚS + Fyrirlestrar um list (Listhús í Fjallabyggð)

8467256_orig

Listhús í Fjallabyggð, Ólafsfjörður, Iceland.

Sunnudaginn 26. apríl 2014 | kl.14:30-17:00

Listamennirnir:

Ksenia SIC  (Frakkland) | Saoirse Higgins  (Írland)


Fyrirlestrar um list | kl. 15:00-16:00


Saoirse Higgins + samstarfs listakonan Lili Chin (US).
 
For this talk Saoirse will present some of her past work and the project that she is exploring at the residency. Her collaborator on this project, artist Lili Chin, will Skype in from New York for this talk. Saoirse and Lili are developing a project looking at man’s relationship with nature, both good and bad. In particular, how man mediates nature, using technology.
 
Saoirse (see-er-ssha) is an artist from Dublin, Ireland living in Manchester. She is interested in revealing some of the connections between our vision of the world we live in, our expectations for the future and the technology we use to help us with this. She explores the contested spaces of man-machine, man-nature, micro-macro. Her work is process-driven and has a scientifically influenced, playful approach. Saoirse has shown work at the Thessaloniki Biennale, Science gallery, Dublin; Montreal Film and New media festival; Transmediale, Berlin; Siggraph, New Orleans; Exit Art and Location One gallery, New York. She has held residences at Swatch Peace Art Hotel, Shanghai, e-Mobilart Lab, Disonancias in Spain, Location1 gallery in New York and the Banff Centre for the Arts. She is a member of the international artist group ‘The Grafting Parlour’.
 
project blog:  http://fieldnotesiceland.tumblr.com/
 
artists links:
http://lilichin.org/home.html
http://saoirsehiggins.tumblr.com/
http://alumni.media.mit.edu/~saoirse/
 
Ksenia SIC:  http://kseniasic.jimdo.com/


Mekkín Ragnarsdóttir í Geimdósinni

1610050_10152421456178707_8502958752668665241_n

TÍtú Tútí

Ég fann TÍgrisdýr á Túngötunni!
í hversdagslegri hrúgu
úr laufblöðum og ryki
Við TÚngötuna
lá TÍgrisdýrið

Ég setti það í vasann
gekk með það heim
og fann því svo góðan stað
uppi á hillu

Það var til að muna
að tígrarnir leynast víða
jafnvel í hversdagslegum hrúgum
úr laufblöðum og ryki

by hekla björt helgadóttir


Dósin er komin á flug á ný og lækkar flugið ekki hót þetta sumarið. Það er opnun... það er aftur opnun!

Að þessu sinni gerist Mekkín Ragnarsdóttir geimfari Dósarinnar og fékk ljóðið TÍtú TÚtí eftir Heklu Björt, til að vinna með.
Mekkín fer skemmtilega leið með nálgun sinni á ljóðinu, því auk þess að hafa fengist mikið við málverkið í list sinni, hefur hún töluverða reynslu af leikhúsi og leikmyndahönnun. Árið 2006 stofnaði hún leikfélagið Silfurtunglið ásamt fleirum og hefur hannað fjölmargar leikmyndir og búninga fyrir atvinnu- og áhugamannaleikhús. Má þá nefna Fool for Love, Lilja, Saknað, Hárið og fleiri. Hún hefur einnig unnið hjá ítalska leikstjóranum Firenzu Guidi í leikfélaginu ELAN og No Fit State Sircus sem physical performer.

Með þennan bakgrunn og reynslu ákvað Mekkín því að hanna smágerða leikmynd í kringum ljóðið og sviðsetja því textann sem þrívíða myndasögu!

Í raun er sjón sögu ríkari og Dósin býður alla velkomna á laugardagskvöldið næsta (26. apríl) klukkan 20:00 að staðartíma.



ást og friður, dós og kliður!

Geimdósin. Kaupvangsstræti 12. Listasafnshúsið, gengið inn úr portinu að ofan, baka til.

https://www.facebook.com/events/304396946383836


Átján útskriftarnemar VMA sýna í sal Myndlistarfélagsins

plakat-540x381

Föstudaginn 25. apríl kl. 20 opnar sýning á lokaverkefnum átján listnema VMA í sal Myndlistarfélagsins, Boxinu, við Kaupvagnsstræti 10. Verkin verða auk þess til sýnis helgina 26.-27. apríl frá kl. 13-16. Sýningin ber titilinn Endhaf.

„Við erum af bæði textíl- og myndlistarkjörsviði og því verður sýningin mjög fjölþætt – þar verður að finna málverk, hljóðverk, skúlptúr, fatahönnun og textílhönnun,“ segir Harpa Ósk Lárusdóttir sem tilheyrir hópi tilvonandi útskriftarnema. „Heiti sýningarinnar var ákveðið á hópfundi. Margar af þeim tillögum sem nemendur stungu upp á höfðu eitthvað með upphaf eða endi að gera. Það að klára framhaldsskóla táknar ákveðinn endi en mögulega byrjun á einhverju öðru líka. Þá kom upp sú hugmynd að splæsa þessum tveimur hugmyndum saman. Úr orðinu upphaf og endir varð til Endhaf,“ útskýrir Harpa.

Af akv.is


Mary Zompetti sýnir í Populus tremula

Mary-Zompetti-web

Laugardaginn 26. apríl kl. 14.00 opnar bandaríska listakonan Mary Zompetti, sem nú dvelur í Gestavinnustofu Gilfélagsins, sýninguna SEARCH/LIGHT í Populus tremula. Listakonan vinnur hér með íslenskt silfurberg og landslag. Hún notar ýmsa miðla, svo sem ljós­myndun, skanna, hreyfimyndir og myndvarpa í þessari margþættu innsetningu á verki í vinnslu.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 27. apríl frá 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

Um sýninguna skrifar Mary eftirfarandi:

Used by the Vikings to navigate the Arctic seas, the Icelandic Spar is a stone that allows for expanded vision though the refraction of light. Artist Mary Zompetti explores this stone and the Icelandic landscape through photographs, scanner-generated images, video and projection in this multi-media installation of works in progress.

www.maryzompetti.com
www.theinternallandscape.com


Mireya Samper sýnir í Gallerý Hvítspóa

10305409_10152753691443696_3769630573861022766_n

Velkomin á sýningu mína - AGNIR Í VÍÐÁTTUNNI kl.16.00 laugardaginn 26. apríl í Gallerý Hvítspóa Akureyri. Tilefnið er opnun nýs Gallerýs-rýmis að Brekkugötu 2, í miðbæ Akureyrar. Sýningin stendur til 25. maí og er opin virka daga milli kl.13.00 -17.00 og eftir samkomulagi í síma 897 6064.

Mireya Samper

Welcome to my exhibition DETAIL OF THE VASTNESS opening Saturday 26th. April in north Iceland- Akureyri at 16.00 Hours.
The occasion is an opening of a new Gallery space, Gallery Hvítspói -centre Akureyri.
Exhibition will be open on weekdays between 13.oo and 17.oo Hours and by appointment by telephone 897 6064.

https://www.facebook.com/events/891087447603253/


Klaus Pfeiffer opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

1800314_10152749453718696_173932060042332739_n

Klaus Pfeiffer opnar sýningu sína The Fear of Flying í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 26.apríl kl. 14.

Á sýning
unni verður Klaus Pfeiffer með myndbandsverk, vatnslitamyndir og skúlptúra.

Klaus Pfeiffer er heimsþekktur listamaður og einn af Flúxus hópnum. Hann hefur haldið yfir 100 einkasýningar og verið þátttakandi í fjölda samsýninga víða um veröld, í Evrópu, Ameríku, Afríku, Asíu og nú með sína fyrstu einkasýningu á Íslandi, í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri.

Klaus Pfeiffer er fæddur í Þýskalandi en uppúr 1965 fór hann að ferðast um Grikkland og settist þar að 1974 á grísku eyjunni Naxos.Listamaðurinn vinnur í hina ýmsu listmiðla. Hann málar, vinnur skúlptúra, semur ljóð, vinnur myndbönd og myndir, gjörninga, grafíkverk, bækur eða spilar á öll hljóðfærin eins og hann segir sjálfur frá.

Klaus Pfeiffer kynntist sjálfur áhættu flugs í Litháen 2001 þegar hann framkvæmdi flúxus gjörning The Flight. Þá meiddist hann á kálfa við gerð gjörningsins. Sá gjörningur var nefndur The first human powered flight in Lithuania, eða fyrsta flug með mannafli í sögu Litháen. Í kjölfar þeirrar sýningar kemur titillinn The Fear of Flying.

Ástæða fyrir heimsókn Klaus Pfeiffer til Íslands er þátttaka hans í tvígang í listahátíðinni Ferskir Vindar í Garðinum á Suðurnesjum. Framkvæmdarstjóri verkefnisins Mireya Samper tók síðan að sér sýningarstjórn f.h. Klaus Pfeiffer og verður fulltrúi hans á Akureyri í tengslum við sýninguna.

Sýningin í Mjólkurbúðinni stendur til 12.maí og eru allir velkomnir.

Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eftir samkomulagi á öðrum tímum s. 8957173


Ólafur Sveinsson sýnir í safnaðarheimilum Akureyrarkirkju og Glerárkirkju

safnadarheimili_mynd-14785

Ólafur Sveinsson hefur opnað málverkasýningar í safnaðarheimilum Akureyrarkirkju og Glerárkirkju á Akureyri.  Í Glerárkirkju stendur sýningin aðeins  yfir páskahelgina en málverkin sem þar eru sýnd eru krossfestingarmyndir Ólafs.  Í safnaðarheimili Akureyrarkirkju má hins vegar líta yfir 14 ára ágrip af hans ferli, en Ólafar fagnar um þessar mundir þrjátíu ára  sýningarafmæli.


Listhús: Skammdegi AIR award

158713310_orig

Call for Artists: Listhus Skammdegi AIR award
Deadline: April 30, 2014
What is Listhus SKAMMDEGI AIR Award?

Skammdegi in Icelandic means dark winter or short sunlight winter.  December 21 is the shortest day in Iceland. The sunlight is from 11am to 3pm only.  Listhús í Fjallabyggð is located in Olafsfjordur, north Iceland where is rounded by mountains. So during December and January, the sun never can raise up higher than the mountains. Resulting, the lands are always covered by a mysterious reflective lighting. To push up the spirit, people eager to light up the house with Christmas lights and joy with 13-Yule Lads, Icelandic Santa Claus until 6 January. The sun climbs up bit by bit until the first shinning line shows on the peak on January 21.

For Listhus AiR SKAMMDEGI Award winners, we offer our accommodation for full or half free during your two months stay. From 2014, we newly established this AWARD to maximize the possibility to explore in the dark winter.

Who are we looking for?

Artists, writers, musicians, and researchers (individually or in pairs) who like to take the challenge/enjoy a dark winter.

Proposals must focus mainly on content of the work and the process of working resulting in a presentation in our space. Projects must have a strong site specify concept and/or with interactive elements with locals and/or environment. Do not take this too literally, feel free to propose the unexpected, and be bold! We strongly advise you to read into our website: www.listhus.com prior to submitting a proposal.

Duration: Two months, December 2014 and January 2015

Paid by host

Full grant: Accommodation, studio and gallery ( equal to the value of 1,000 to 1,300 euro)
Half grant: 50% fees reduction ( equal to the value of 500 to 650 euro)

Paid by Artists

Travel, living and production expenses must be paid by artists.
Also, overseas artists are asked to get insurance before departure.

How To Apply

1) Application Fee: In order to apply, Listhus requests a small application fee of €15,-. Collected funds cover basic administrations costs. The application fee should be transferred to our PayPal account with email address listhus@lsithus.com. Fees paid are non-refundable. Without received payment your application will not be considered.

2. Application Form

3. CV/ Artist Profile

4. Relevant images, audios, videos, magazines, website links

5. At least two recommendation letters

 
More information: http://listhus.com/listhus-skammdegi-air-award.html

 
 
 


Sigríður Ella Frímannsdóttir og Þórarinn Örn Egils­­son sýna í Populus tremula

Thoella-19.4.web

Laugardaginn 19. apríl kl. 14.00 opna Sigríður Ella Frímannsdóttir og Þórarinn Örn Egils­­son ljósmyndasýning­una Thoella í Populus tremula.

Sýnd verða þrjú ljósmyndaverk: FYRST OG FREMST ER ÉG samanstendur af 21 portrettmynd Sirgíðar Ellu af einstaklingum með Downs heilkennið.

BLOODGROUP, ljósmyndabók úr myndaröð sem Sigríður Ella tók á tíma­bilinu frá 2011-2013 af hljómsveitinni Bloodgroup.

FEGURÐIN Í DAUÐANUM: Í þessu verkefni notar Þórarinn Örn sína túlkun til að sýna fegurðina í dauðanum.

Sýningin er einnig opin páskadag og annan í páskum kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.

https://www.facebook.com/events/708681175840469


Ásta Bára Pétursdóttir sýnir í Mjólkurbúðinni

1977107_655005957887571_6873555638302876840_n

Ásta Bára Pétursdóttir opnar sýninguna VIÐ í Mjólkurbúðinni í Listagilinu laugardaginn 12.apríl kl. 15.

Á sýningunni sýnir Ásta Bára olíumálverk og viðfangsefni sýningarinnar erum við sjálf og athafnir okkar við leik og störf.

Ásta Bára útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri 2008. Hún er einnig í Myndlistarfélaginu og starfar þar í sýningarstjórn.

Sýningin VIÐ er opin laugardag og sunnudag kl. 14-17 og verður opið yfir páskana. Sýningunni lýkur 20.apríl.

Allir velkomnir.


Dagrún Matthíasdóttir sýnir í Ketilhúsinu

Dagrun_Matthiasdottir-850x1024


Laugardaginn 12. apríl kl. 15 opnar myndlistarkonan Dagrún Matthíasdóttir sýninguna Gómsætt í Ketilhúsinu á Akureyri. Matur er umfjöllunarefnið en Dagrún vinnur með ólík efni og aðferðir og velur það sem hentar viðfangsefninu hverju sinni. Frásögn bregður fyrir í verkum hennar þar sem hún gramsar í matnum og gefur honum hlutverk með túlkun sinni í formum og litum. Á sýningunni reiðir Dagrún fram alls konar rétti úr eldhúsi myndlistarinnar, jafnt hefðbundin málverk sem fjöltæknilega bragðarefi. Þannig fá gestir sýningarinnar vatn í munninn um leið og hugtökin tilraunaeldhús og heimabakstur eignast nýja merkingu.
 
Sýningin stendur til 18. maí og er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.


Kristján Pétur í Populus tremula

KPS-12.4-web

Laugardaginn 12. apríl kl. 14.00 opnar Kristján Pétur Sigurðsson sýningu á nýjum og gömlum högg­myndum, lágmyndum og ljósmyndum í Populus tremula. Enn er Kristján Pétur að krukka í form og merkingu hljómfræðitákna. Við opnunina mun Kristján Pétur spila nokkur lög til að kynna útgáfu á splunkunýjum hljómdiski sínum er nefnist TVÖ LÖG.
Sýningin er einnig opin sunnudaginn 13. apríl frá 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina sýningarhelgi en diskurinn verður áfram til sölu hjá Kristjáni Pétri.


Ívar Freyr Kárason sýnir í Gallerí Ískáp

1526883_384494551684993_1379556419_n

Ívar Freyr Kárason býður upp á sýninguna Rusl fæði? í Gallerí Ískáp í Listagilinu á laugardaginn kl. 14-17.

Kaupvangstræti 12, 600 Akureyri (gengið inn úr portinu bakvið Listasafnið)

https://www.facebook.com/events/832552723426092


Opnar vinnustofur í portinu á bak við Listasafnið á Akureyri

1510590_10152099243778246_1407330080_n

Opnar vinnustofur verða frá kl 14 - 17 á laugardaginn 5. apríl í portinu á bak við Listasafnið Á Akureyri og opnun í listasafninu og populus tremula. opnun í Dósinni, Andyrinu og Gallerí Ískápur / Gallery Fridge.

https://www.facebook.com/events/244414772409640


Þorgils Gíslason í Geymdósinni

10150558_448565405246781_1793445823_n

Næsta opnun og flugtak Geimdósarinnar verður laugardaginn 5. apríl og að þessu sinni kynnir Dósin Togga Nolem (Þorgils Gíslason) til leiks.
Kumpáninn sá er kannski þekktastur sem tónlistarmaður, lagahöfundur og upptökustjóri, en einnig nemur hann við Myndlistaskólann á Akureyri og bræðir því ýmislegt annað saman en tónlist.

Dósin færði Nolem ljóðverk eftir Heklu Björt Helgadóttur og vann hann út frá því myndverk og innsetningu, á áhugaverðan hátt.

Hann vill ekkert tjá sig um málið, en verður viðstaddur opnunina í Geimdósinni, næstkomandi laugardag frá klukka 14:00.

Auk þessa, verða svo opnar vinnustofur í Portinu, með sýningu í Gallerí ísskáp og forstofunni, svo hægt verður að fóðra kúltúrskrímslið vel þennan daginn.

Að lokum er það svo ljóðið:

Og sjá…
Því kristur er fæddur!
Endurborinn
og upprisinn áfengum dauða
með brunninn tanngarð
og gallgula fingur
þú finnur hann!
Ganga blaut gólf knæpunnar
stika áfram
eftir ælupollum
í húsasundum,
rauðeygan
hlandausinn
negldan syndum
með hrapsár í lófunum

Upprisan
endurkoman
ráfalings með vígsluvín
er hrakinn var á brott
nótt eftir nótt.
En upprisinn
röflar hann sig áfram inn í sátt okkar:
Sjáið mig
kæru hálsar!
og hengið samvisku yðar á mig!
Aum ásjóna mín
sú myrka hryggðarsýn
er ekkert nema holdgerð þjáning yðar!
Í áfengu blóði mínu
flæða syndirnar, sakirnar
og svikulir kossar
á vörum mér.
Svo sjáið mig
kæru hálsar!
en dæmið eigi
ellegar dæmið yður sjálf
þið fótfúnu þrælar
eigin svipuhögga

Því ykkar er ríkið
mátturinn og dýrðin
til lífs og til mistaka
að eilífu
eyðing

 

Geimdósin. Kaupvangsstræti 12. Listasafnshúsið, gengið inn úr portinu að ofan, baka til. 

https://www.facebook.com/events/1460682397498678


Helgi Hjaltalín og Pétur Örn sýna í Listasafninu á Akureyri

unnamed
 
Laugardaginn 5. apríl kl. 15 opna myndlistamennirnir Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson sýninguna Markmið XIV í Listasafninu á Akureyri. Á þessari sýningu halda þeir áfram að gera tilraunir, sem skila engri afgerandi niðurstöðu, á ferðalagi sem hefur engan sérstakan áfangastað. Tilgangur félaganna er að setja saman mynd þar sem framkvæmd og framsetning sýningarinnar verður að sjónrænni upplifun. Þeir ýta myndmálinu að rökrænum þolmörkum sínum, en bjóða um leið áhorfandanum upp á dúnmjúkan þægindaramma fyrir skilningarvitin.
 
Hugmyndaferðalög þessara tveggja myndlistamanna hafa leitt til samvinnuverkefna sem skrásett eru í formi afritaðra athafna, meðal annars með ljósmyndum, myndböndum, skúlptúrum og öðrum tjáningarmiðlum myndlistarinnar. Sýningin byggir á samvinnuverkefninu Markmið, sem varð til um síðustu aldamót, og samanstendur af tveimur einkasýningum.
 
Sýningin stendur til 25. maí og er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband