Ragnar Hólm sýnir nýjar vatnslitamyndir í Mjólkurbúðinni

59244132_2251558658442438_2766977876665303040_o.jpg?_nc_cat=109&_nc_ht=scontent-cdt1-1

Ragnar Hólm sýnir nýjar vatnslitamyndir í Mjólkurbúðinni á Akureyri 11.-19. maí. Opið frá kl. 14-17 um helgar og eftir samkomulagi. Pálmi Gunnarsson, Einar Scheving og Phil Doyle djassa við opnun laugardaginn 11. maí. Allir ævinlega velkomnir.

https://www.facebook.com/events/406428106606928/


Gilfélagið leitar af þeim sem var hafnað!

salon-320x320

Gilfélagið stendur fyrir samsýningunni „Salon des Refusés“ í Deiglunni. Þeim sem var hafnað. Sýningin opnar samsíða sýningunni Vor á Listasafninu á Akureyri laugardaginn 18. maí, þar sem dómnefnd hefur valið inn verk og listamenn tengdum Akureyri og nærsveitum.

Skráning fer fram hjá Gilfélaginu á: gilfelag@listagil.is til 13. maí. Afhending verka er fyrir 15. maí. Öllum er velkomið að taka þátt hvort sem þeim var hafnað af dómnefnd, skipulagsleysi eða innri gagnrýnanda.

Sýningin endurspeglar hvað listamenn tengdir Norðurlandi eru að fást við þessa stundina.


Fixed Points í Verksmiðjunni á Hjalteyri

58462434_10157172981467829_1028252017186832384_o.jpg?_nc_cat=106&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Verksmiðjan á Hjalteyri býður yður að vera við opnun sýningarinnar “Fixed Points” 4 maí kl. 14:00.
------------------------------------------------------------------
Verksmiðjan in Hjalteyri cordially invites you to the exhibition opening "Fixed Points” 4th of May at 2 pm.


Listamenn/Artistes: Helene Garberg, Kah Bee Chow, Bjarni Þór Pétursson, Þorbjörg Jónsdóttir.
Sýningarstjórar/Curators: Bjarni Þór Pétursson, Gústav Geir Bollason
Texti/Text: Shauna Laurel Jones

Fixed Points sýnir hreyfimyndir sem sökkva sér í goðafræði og draumaveröld náttúrulegra svæða. Myndað er á mörgum stöðum svo sem eins og Yucatán í Mexíkó og Amasón héraðið í Kólumbíu, þar sem listamennirnir skoða og rannsaka sérkenni, sögu og andrúmsloft viðfangsefnis og staða.
Sýningin opnar laugardaginn 4 maí og stendur til og með 9 júní.

Far away and yet closer than ever, four artists sought to weave a translucent veil separating our world from another. Together, the film and video imagery by Bjarni Þór Pétursson, Helene Garberg, Kah Bee Chow, and Þorbjörg Jónsdóttir suggests a place in which matter is secondary to myth, where transformation and rematerialization happen regularly as a matter of course.
The exhibition opens on Saturday 04.05 and ends on Sunday 09.06 .

“Beyond seven mountains, beyond seven forests…” Thus begins a typical fairytale in Poland. In Korea, the tone is set with “Once, in the old days, when tigers smoked…”i And in the far north of Iceland, here in Hjalteyri, the tale might start with the invocation, “Far away and yet closer than ever, when you open your eyes by closing them tight…”


The Four Artists and the Veil

Far away and yet closer than ever, four artists sought to weave, collectively, a translucent veil separating one realm from another. On one side of this thin gauze was our world as we live it, and on the other side, the world they knew: a place in which matter is secondary to myth, where transformation and rematerialization happen regularly as a matter of course.
It was a place where Don William—the indigenous shaman Þorbjörg Jónsdóttir met in the Colombian Amazon—might have explained why “a man is like a tree,” but he could equally have said, “A man is a tree.” For a person can become a tree, in the four artists’ world, simply by feeling the sap coursing through her veins and allowing her branches to stretch ever so slowly heavenwards.
It was also a place where Nature had strong feelings, too, about her form. The land’s idea of its own shape was important, so important it could overpower the other ideas and (market) forces trying to reshape it. Seen from above, the contours of Malaysia’s Penang Island resemble a turtle, and the turtle is auspicious, Kah Bee Chow remembers a teacher once telling her. And so Kah Bee watched with skeptical interest as high-rise condominiums were erected on Penang, recontouring the auspicious coastline with buildings found later to be architecturally unsound. The luxury glass-ensconced buildings would remain uninhabited. Was it the spirit of the turtle, perhaps, who tilted the high-rise off the vertical, a punishment for retracing her shape? Still, “maybe it is a good thing,” writes Gaston Bachelard, “for us to keep a few dreams of a house that we shall live in later, always later, so much later, in fact, that we shall not have time to achieve it…It is better to live in a state of impermanence than in one of finality.”ii And so Kah Bee’s looped video kept that dream alive, the dream of the almost-done glass house.
Bachelard, the great phenomenologist who sought to understand the relational properties of space, would have felt at home in the four artists’ malleable world. Describing the symbiotic relationship between internal and external, he invokes the poet Rilke, who wrote of a profound experience in a forest: “These trees are magnificent, but even more magnificent is the sublime and moving space between them, as though with their growth it too increased.”iii Þorbjörg and her shaman in the Amazon felt that space, too. And when Þorbjörg searched for the otherworld through the landscape of the jungle, she did not search there because the jungle was foreign, other; she searched there in the same way she did in her native Iceland, interrogating where the rifts in the material land might give way to some greater essence. “Together,” says Þorgbjörg, “the dense jungle and the barren glacier desert form the same circle,” different options on the same continuum that is landscape. The moving space between Þorbjörg’s and Rilke’s trees is alive with potential, a means of translocation.
Those Amazonian trees are lush and green, while Helene Garberg’s trees in Mexico’s Yucatán start out so overexposed that they hardly register as such. And so it was that the artist Helene journeyed through a blizzard of lush and white to reach the entrance to the cenote—one of the underground caverns that was said to be the portal into the Mayan underworld—and allowed it to draw her in. The filmic poetry she conjured up out of that cenote sang of alchemy, of liquid rock, of the futility of trying to define one’s sense of scale in regard to the earth. Did Helene draw herself back out again? “If a landscape, as we say, ‘draws us in’ with its seductive beauty,” writes the art historian W. J. T. Mitchell on the nature of landscape in Western art, “this movement is inseparable from a retreat to a broader, safer perspective, an aestheticizing distance, a kind of resistance to whatever practical or moral claim the scene might make on us.”iv But no, Helene did not retreat; her aestheticizing was not an act of distancing; she did not withdraw, and those who would watch her poem would be hard pressed to resist the claims the cenote made on them.
And what of the fourth artist; what distant land did he travel to? The fourth artist, Bjarni Þór Pétursson, went to the farthest place of all: the Land of Real Vulnerability, the most demanding region to access because it is, in fact, far too close. His sets were sparse, his camera slow-panning, if it panned at all; what walked onto the stage, a human dressed as animal, could not have been read as absurd because it was so hard to read at all. It was as if something strange and familiar emerged from the Jungian abyss to claim a new archetype, that of the Watcher Watched, or perhaps the Seer Seen. And when, against all odds, Bjarni captured the abyss and brought it to the other side of the stage, where the audience was supposed to be, the plush theater seats vanished into thin air.
So it was that it turned out nothing was fixed in Fixed Points. The four artists would part and go their separate ways, but they would be remembered for their confidence in the face of the uncanny, their light touch on subjects sometimes belabored by others. If you should find yourself in Hjalteyri, you might still find remnants of the artists’ veil, for they wove its diaphanous fibers into the frame of the ether itself, ready to be peered through by the curious and the brave.

There, that is a story.

—Shauna Laurel Jones


Verksmiðjan á Hjalteyri er sýningar- og verkefnarými stofnað 2008 í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri. Aðaláhersla er lögð á alþjóðlega samtímalist, kvikmyndir, vídeólist en einnig námskeið listaskóla. Verksmiðjan á Hjalteyri var handhafi Eyrarrósarinnar 2016 en hún er árlega veitt framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni.

Verksmiðjan is an exhibition and project space founded in 2008 in a disused and dilapidated herring factory in Hjalteyri, a little fishing village in the north of Iceland. It mainly focuses on international contemporary art exhibitions, artists, cinema and workshops. In February 2016 Verksmiðjan received an Icelandic award, Eyrarrósin, for outstanding cultural leadership in a rural area. The exhibition program runs from early May to the end of September


Verksmiðjan á Hjalteyri Brekkuhús 3b 601 Hjalteyri
(354) 461 14 50
verksmidjan.hjalteyri@gmail.com
http://verksmidjanhjalteyri.com/verksmiðjan.html

Opening hours
May-Oct.
Tue-Sun: 2-5 pm

Opnunartímar
Maí – Okt.
Þri-Sun: 14:00-17:00


Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði og Hörgársveit

https://www.facebook.com/events/388847968385974


Sýning - Gjörningar - Tónleikar í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

56373672_2115561065187154_1591921596673556480_o.jpg?_nc_cat=103&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Föstudaginn 19. apríl kl. 14.00 opnar Unnar Örn J. Auðarson sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Þann sama dag kl. 15.00 hefst Gjörningadagskrá á föstudaginn langa þar sem fram koma Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Aðalsteinn Þórsson, Styrmir Örn Guðmundsson og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir.

Laugardaginn 20. apríl kl. 17.00 verða haldnir tónleikar þar sem þrjú tónskáld koma fram með eigið efni og fjórði tónlistamaðurinn aðstoðar við flutning. Tónlistamennirnir eru:
Þórir Hermann Óskarsson, tónskáld, píanóleikari
Daníel Sigurðsson, tónskáld, trompetleikari
Snorri Skúlason, kontrabassaleikari

Daníel Helgason, tónskáld, gítarleikari

Nánari upplýsingar um listamennina hér að neðan.
Boðið verður uppá veitingar og eru allir velkomnir.
Uppbyggingasjóður/Eyþing, Fjallabyggð, Norðurorka, Aðalbakarí, Kjörbúðin og Rammi ehf. styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Kompan

Unnar Örn J. Auðarson Í myndlist sinni vinnur Unnar Örn gjarnan með staðreyndir, frásagnir og merkingu stóru sögunnar og gefur fundnu efni annað samhengi innan ramma myndlistarinnar. List hans er ekki bundinn einum sérstökum miðli en jafnan eru verk hans hlutar eða brot úr stærri leiðangri sem tekur í sig merkingu þess sýningarstaðar sem verkið er hluti af. Unnar útskrifaðist árið 1999 frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk mastersnámi við Listaakademíuna í Malmö 2003. Bókverk, auk annars prentverks skipa stóran þátt á sýningum og höfundarverki listamannsins.
Mirage [ b-b-br–b-b-br–breytingar ]
Sérstaða lands er undirstrikuð í þáttum sem oft eru nefndir landgæði. Undir þessa skilgreiningu flokkast veðurfar, jarðfræði landsins og aðrir sýnilegir sem og ósýnilegir þættir. Landmæling er aðferð mannsins til kortlagningar á náttúrunni. Við kortlagningu verður til teikning sem álitin er óháð vísindaleg mæling - þessi mæling breytir náttúru í manngert umhverfi - umhverfi sem hægt er að þróa og breyta. Mælingin er leið mannsins til stjórnunar og er talin gefa hugmynd um það sem er og jafnvel gefa forspá um það sem verður í framtíðinni.
Á sýningunni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði er dregin er fram óljós hugmynd af landi - þar sem nærvera manneskjunnar er einungis hilling - birtist stutta stund við sjóndeildahring en hverfur jafn óðum. Manneskjan er í þessu landi lítið annað en mælikvarði á víðáttu - kvarði sem gefur merkingarlausa mynd af umhverfinu og ósýnilegum gæðum þess.

Gjörningadagskrá

Ásdís Sif Gunnarsdóttir
Ásdís Sif Gunnarsdóttir er fædd í Madison, Wisconsin, Bandaríkjunum og býr og starfar í Reykjavík. Ásdís Sif stundaði nám við UCLA í Los Angeles og við The School of Visual Arts í New York. Ásdís Sif er þekkt fyrir sýningar sínar í óhefðbundnum rýmum og vídeó innsetningar, sem fela í sér þrívídd og örvandi framsetningu ljóðaformsins með sjónrænum hætti. Hvert vídeó er sem sönglag, í framsetningunni blandar hún þeim innbyrðis og flytur ljóð meðan á sýningu stendur. Verk Ásdísar eru breytileg, allt frá stærri sýningum og vídeó innsetningum, til ljóðalesturs og ljósmyndasýninga.

Aðalsteinn Þórsson Ég hef svo ég muni ekki áður tekið þátt í svona gjörninga dagskrá eins og Alþýðuhúsið á Siglufirði býður upp á. Þannig að minn gjörningur mun leitast við að taka á því. Gjörningar hafa í gegn um tíðina verið mikilvægur þáttur í minni listsköpun. Þó minna seinni árin. Fyrir mér eru mörkin milli gjörnings og annarra gjörða í listrænu starfi ekki alltaf fullkomlega ljós.
Aðalsteinn Þórsson er fæddur 20. október 1964. Foreldrar voru bændur á Kristnesi í Eyjafirði og þar ólst hann upp. Aðalsteinn varð snemma skapandi, teiknaði mikið og smíðaði úr spýtum, aðallega vopn og morðtól. Eftir grunnskóla fór hann í bændaskóla. Í einhverju tómarúmi vitandi ekkert hvert sig langaði. Formlegt listnám hóf hann ekki fyrr en í kring um tvítugt, 24 ára byrjaði Aðalsteinn í Myndlistaskólanum á Akureyri sem nemandi í fullu námi. Síðan hefur ekki verið aftur snúið af braut listarinnar. Hann fór í framhaldsnám í Finnlandi og seinna í Hollandi þar sem hann bjó og starfaði í 19 ár, eða til ársins 2016. Í fyrstunni málaði Aðalsteinn aðallega en varð sífellt meira afhuga tilbúnum litum og málaði um tíma helst með drykkjum á pappír og þá mest með kaffi. Það verkefni sem Aðalsteinn hefur hefur unnið að umfram önnur er samt “Einkasafnið” verkefni sem hann hefur unnið að síðan 2001. Í þessu verki gengur Aðalsteinn út frá því að afgangar neyslu sinnar séu menningar verðmæti á sama hátt og afgangar hugans hið skapandi verk. Þannig inniheldur Einkasafnið bæði andlegan og efnislegan afgang/sköpun lífs hans. Miðstöð Einkasafnsins opnaði í júní 2018, í landi Kristness í Eyjafirði. Þar verður hægt sjá safnkostinn og fylgjast með framgangi .
söfnunarinnarhttp://steini.art

Styrmir Örn Guðmundsson
Styrmir Örn Guðmundsson (f. 1984) er sögumaður, hljóðfærasmiður, söngvari og myndskreytari. Hann hrífst af hinu fjarstæðukennda, en með því er frekar átt við milda og kærleiksríka afstöðu en þráhyggju fyrir hinu fáránlega. Hann ber umhyggju fyrir hinu fjarstæðukennda. Hann aðstoðar það við að þróast. Hann gefur því pláss meðfram öllu öðru, þar sem það getur tekið form hins óþolandi nágranna eða þíns besta vinar. Styrmir hefur búið og starfað sem myndlistarmaður í Reykjavík, Amsterdam og Varsjá.

Í verkinu Líffæraflutningur hefur Styrmir mótað röð leirskúlptúra sem hver og einn sækir form sitt í lögun líffæra okkar. Þetta eru lungu, lifur, heili og magi, allt lykillíffæri líkamans sem halda okkur á lífi. Við þekkjum þessi form sem búa innra með okkur, við finnum fyrir þeim en fæst höfum við séð þau í raunveruleikanum. Styrmir hefur valið þau út frá formi og eiginleikum þeirra en hér gegna líffærin hlutverki hljóðfæra. Maginn er Udu tromma, lifrin er flauta, lungun eru dauðaflautur Azteka og heilinn er gæddur hljóðgervli sem býr til hljóm úr rafbylgjum. Á sama hátt og hvert líffæri líkamans hefur mjög ákveðið og aðeins eitt hlutverk í tilverunni fá þau ný og afmörkuð hlutverk í Líffæraflutningi Styrmis. Þau minna á að ekkert þeirra getur án hinna verið, þau eru tengd órjúfanlegum böndum í vél án varahluta. Þrátt fyrir hve ómissandi þessi lífsnauðsynlegu líffæri eru hugsum við ekki alltaf nógu vel um þau. Okkur þykir þau jafnvel vera ógeðfelld, notum táknmyndir líffæra til að hræða hvert annað í formi hryllingsmynda og hrollur fer um okkur ef við sjáum þau í formalíni á rannsóknarstofum.

Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir
ListMessa varð til á sýningu í Kling og Bang árið 2009 á föstudeginum langa. Gjörningurinn felst í því að lofsama listina í trúarlegu samhengi og er gjörningakarakterinn einskonar prestur sem er settur saman út frá ímynd bónda, lækni, kennara og listamanns.

Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir (f. 1982) býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr LHÍ 2008 og með BA gráðu í Listfræði úr HÍ 2012. Hún lauk MFA námi við School of Visual Arts in New York (2014) Katrín Inga hlaut viðurkenningu úr Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur (2017), Dungal viðurkenningu (2012), námsstyrk úr Guðmundu Andrésardóttur sjóðnum (2013) og Fulbright námstyrk (2012). Katrín hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum hérlendis og erlendis, má þar nefna einkasýningu í Nýlistarsafninu árið 2013 og samsýningu á High Line Art í New York árið 2017. Katrín hefur stofnað og rekið ýmis fyrirbæri tengt myndlist og vinnur iðulega í þágu listarinnar. Viðfangsefni Katrínar eru oft um hið félagslega og pólitíska landslag innan listanna sem hún tekst m.a. á við með aðferðum eins og skrifum, gjörningum og teikningum.


Tónleikar

Þórir Hermann Óskarsson
Þórir Hermann lærði á píanó frá unga aldri ásamt klarínett og gítar, á Englandi þar sem hann ólst upp. Eftir að hann flutti til Íslands 16 ára gekk hann í FÍH og Tónlistarskólann í Reykjavík, þar sem hann útskrifaðist með Burtfararpróf í klassískum píanóleik og tónsmíðum. Þórir Hermann er að mestum hluta klassískt menntaður en þó sækir hann innblástur úr mörgum áttum, þar á meðal Jazz, Prógressívt Rock, Pop, Elektróník og Þjóðlagatónlist. Um þessar mundir stundar Þórir Hermann tónsmíðanám við Listaháskóla Íslands. Á tónleikunum í Alþýðuhúsinu mun Þórir flytja eigin verk á píanó í bland við verk Daníels Sigurðssonar sem leikur á trompet og í samstarfi við Snorra Skúlason sem leikur á kontrabassa.

Daníel Sigurðsson
Daníel Sigurðsson byrjaði að læra á trompet 9 ára í Skólasveit Vesturbæjar. Hann byrjaði að spila jazz í Hagaskóla með hljómsveitinni Danni og Dixieland-Dvergarnir. Síðan þá hefur hann spilað með hljómsveitum eins og Ojba Rasta, Boogie Trouble, Amaba Dama, Ara Árelíusi, sem og sinni eigin hljómsveit, Óreglu, sem hefur gefið út tvær plötur og er að vinna í sinni þriðju. Undanfarin ár hefur Daníel líka samið nokkra strengjasextetta, þrjú lúðrasveitarverk, nokkur verk fyrir píanó og ýmislegt fleira. Eitt píanóverk verður flutt af Þóri Hermanni í Alþýðuhúsinu, og svo verða spiluð þrjú fyrir píanó, kontrabassa og trompet."

Daníel Helgason
Daníel Helgason hóf gítarnám 8 ára gamall og árið 2012 útskrifaðist hann úr Tónlistarskóla FÍH af jazzbraut. Fjórum árum síðar lauk hann tónsmíðanámi í Listaháskóla Íslands. Hann hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi síðustu ár og spilað opinberlega og í upptökum með listamönnum á borð við Unu Stef, Kristjönu Stefánsdóttur (Bambaló), Svavar Knút og fleiri. Daníel spilar einnig töluvert af Suður-Amerískri latín tónlist og hefur tileinkað sér kúbanska tres-gítarinn. Auk þess er hann í DÓH tríó sem fékk tvær tilnefningar í jazz og blús flokki í Íslensku tónlistarverðlaununum 2018 fyrir plötu ársins og sem flytjendur. Á þeim sama viðburði var Daníel útnefndur sem Bjartasta vonin í sama flokki.
Á þessum tónleikum ætlar Daníel að leika frumsamið efni í bland við önnur lög og spuna.

https://www.facebook.com/events/658017734629881


Opið myndlistarverkstæði fyrir börn í Deiglunni

55959880_1028759730640748_4972013442186608640_o.jpg?_nc_cat=110&_nc_ht=scontent-dus1-1

Opið myndlistarverkstæði fyrir börn á aldrinum 7 - 10 ára í Deiglunni laugardaginn 13. Apríl 2019, kl. 13:30 - 17:30.

Myndlistakennararnir Sigrún Birna Sigtryggsdóttir og Guðmundur Ármann Sigurjónsson verða á staðnum til að leiðbeina.
Til boða stendur að mála, gera skúlptúra úr tré, pappír og endurunnu efni. Einnig verður hægt að þrykkja hæðarprent með einföldum efnum á pappír. Börnin geta komið og verið eins lengi eða stutt og þau vilja og prófað ýmsa miðla. Lagt er til að forráðamenn séu nálægt og við hvetjum forráðamenn og börn til að vinna saman.

Börnin geta tekið verkin með sér heim að degi loknum.
Fatahlífar verða í boði en við hvetjum þátttakendur til að mæta í fötum sem mega skemmast.
Engin skráning nauðsynleg, bara mæta.

Deiglan, Kaupvangsstræti 23, Akureyri.

Viðburðurinn er hluti af Barnamenningarhátíð á Akureyri og er styrktur af Akureyrarbæ.

https://www.facebook.com/events/2388765911156069


Ólafur Sveinsson sýnir í Mjólkurbúðinni

54798088_2565083660231288_9138417953107083264_o.jpg?_nc_cat=106&_nc_ht=scontent-lht6-1

Ólafur Sveinsson sýnir í Mjólkurbúðinni

55
Sýnd verða olíumálverk á striga unnin á síðasta ári. Ein grafíkmynd gæti slæðst með til að valda ójafnvægi. Jafnvægi eða mótvægi. Allir velkomnir !

30. mars - 7. apríl 2019.

https://www.facebook.com/events/385062022332347


Kate Bae sýnir í Deiglunni

55698692_1023513221165399_6107754776961744896_o.jpg?_nc_cat=111&_nc_eui2=AeGar4OVD5UlWy5wHxnJblsRU8LMXWEWl9bw58vtyOuTowZyH_4-f0R97pP7Cpfy54264IsL3ZNAbEYNToo1C26TlSxQpWUzbi-vXGQSCb6yew&_nc_ht=scontent.frkv3-1

Verið velkomin á opnun "Rogue Valley" í Deiglunni föstudaginn 29. mars kl. 17 - 20. Gestalistamaður Gilfélagsins í marsmánuði, Kate Bae, sýnir afrakstur dvalar sinnar.
Einnig opið laugardag og sunnudag, 30. - 31. mars kl. 14 - 17.

Rogue Valley er sería akrýlinnsetninga unnin á meðan Kate dvaldi í gestavinnustofu Gilfélagsins í mars. Verkin eru unnin með loftslag, jökla og bráðnun íss í huga sem og þau hughrif sem landslagið vakti.

Kate Bae er fædd og uppalin í Busan í Kóreu en býr og starfar sem myndlistamaður og sýningarstjóri í New York, Bandaríkjunum. Listsköpun hennar beinist að margföldum sjálfsmyndum, minningum, mörk hugsýki og geðveiki. Kate er með MFA gráðu í málun frá Rhode Island School of Design og BFA frá the School of the Art Institute of Chicago.
Kate hefur sýnt víða, bæði í New York og annarsstaðar og hefur einnig hlotið ýmis verðlaun. Þetta er í annað sinn sem hún tekur þátt í gestavinnustofu á Íslandi en hún hefur dvalið í gestavinnustofum víða um heim. Einkasýning á verkum hennar verður haldin í Sunroom Project Space í Wave Hill í Bronx, NY, á árinu.

https://www.facebook.com/events/266491540898977

//

Please join us for the opening of artist in residence, Kate Bae´s exhibition "Rogue Valley" in Deiglan on Friday, March 29th, at 18:00. Light refreshments provided and the artist will be present.
Also open March 30 - 31th at 14 - 17.

Rogue Valley is a respond to the geological characters of Iceland made while staying in Gil Artist Residency. The works are colourful acrylic paint installations inspired by the climate, glaciers and the melting ice.

Born and raised in Busan, Korea, Kate Bae is an immigrant artist and independent curator based in New York City. Her youth was mostly spent on exploring the purpose of life and how to communicate with others. Kate’s art practice is focused on multiple identities, memories, neurosis and psychological borders. She holds an MFA from Rhode Island School of Design and a BFA from the School of the Art Institute of Chicago, both in painting. Some of her recent exhibitions include Temporary Approximations and Grow, co-curatorial projects with Fictional Art Collective, an women artist led organization based in NYC. Kate is also recipient of several awards, Creative Capital Professional Development Program in 2018 and New York Foundation for the Arts Immigrant Artist Mentoring Program in 2017. She has completed many residencies such as the Sam and Adele Golden Foundation for the Arts, SÍM Seljavegur Residency, the Studios at Mass MoCA, Trestle Gallery Residency, the Wassaic Project, Contemporary Artist Center, Tentacles+Surface Arts, Post Contemporary Residency and most recently at Marpha Foundation, Mustang, Nepal. Kate has exhibited nationally and internationally and has upcoming solo show at the Sunroom Project Space in Wave Hill, Bronx, NY in 2019.

https://www.kateisawesome.com/


Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýnir í Kaktus

54520863_1913128675476713_4567930596717756416_o.jpg?_nc_cat=108&_nc_eui2=AeFV4ZxWYVdNORewSf1QD4EY6XQdbChwHIyOjdcYaT61JZ_Gd-ekHYsebkMBkVMJtavdeWggKKsMdEhLih59Xpy5Zp9_TycoKQ_sOo9twpZlLw&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Næstkomandi laugardag 22. mars 2019 opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fallega sýningu hjá okkur í Kaktus.

Sýningin tjáir einhverskonar vinnustofu stemmingu þar sem tínd eru fram verk sem unnin voru í lok dvalar, þegar afgangs efni
eru notuð áður en öllu er pakkað niður og haldið heim. Verkin hafa ekki verið sýnd áður og voru unnin í febrúar 2017 í Berlín eftir sex mánaða dvöl þar.
Á sýningunni, sem er einhvers konar vinnustofu innsetning, eru andlitsmyndir tengdar borgarlífinu. Andlit mismunandi tíma og vídda birtast. Það er ekki alltaf skírt hvort þetta sé raunverulega lifandi fólk eða svipir, einstaklingar frá öðrum tíma sem enn eru á reiki. Andlit sem birtast í neonljósum, næturmyrkri eða jafnvel dúkka upp í draumum eða martröðum.

Fáar stórborgir hafa jafn áþreifanlegt andrúmsloft skelfilegrar fortíðar en jafnframt uppbyggingu og endursköpun nútíma fjölþjóðlegrar menningarborgar, eins og Berlín.
Þar mætir illskan góðvildinni, ljótleikinn fegurðinni og fortíðardraugarnir nútímanum.

Pálína Guðmundsdóttir er fædd og starfandi á Akureyri. Nam myndlist í Gautaborg og síðar í Hollandi, fyrst í Enschede í AKI 1982-87 og síðar framhaldsnám í Maastricht 1987-89.
Hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í ótal samsýningum síðast í Hollandi sl. sumar.
Hún var bæjarlistamaður Akureyrar 2013 og dvaldi þá 6 mánuði í Berlín og fékk listamannalaun til dvalar í Berlín í 6 mánuði 2016.
Pálína er starfandi fræðslufulltrúi Listasafnsins á Akureyri.

Við minnum á að allir eru velkomnir og í boði verða léttar veitingar.
Sýningin er svo einnig opin sunnudaginn 23. mars frá 15 - 18.

https://www.facebook.com/events/2388631904798444

 


Sjóræn áminning í Mjólkurbúðinni

54375848_2541373355935652_3353575267183362048_o.jpg?_nc_cat=101&_nc_eui2=AeFgL6TCiVhwu-1YGAkEZyypjvR1z2zhlslPnW6ANnq8X-LlUSgiTqjnAXKKfwyOGtRTHwTsSjilUPY-SlLV34OW9jAvt0E8GsH2WMVYf5rIUg&_nc_ht=scontent-lhr3-1

" Sjóræn áminning "
Sjónlistakennarar á Akureyri, minna á sig með örlitlu sjónrænu áreiti.
Þeir sem sýna eru:
Þórhalla Laufey Guðmundsdóttir,
Gígja Þórarinsdóttir,
Sandra R Dudziak Arnardóttir,
Dagrún Matthíasdóttir,
Halla Jóhannesdóttir,
Jóhannes Joris Rademaker,
Guðrún Elfa Skírnisdóttir,
Ólafur Sveinsson,
Svanbjörg Sverrisdóttir og
Sigrún Birna Sigtryggsdóttir.

Sýningin stendur frá 16.-24. mars.

https://www.facebook.com/events/578302432669039


Elina Brotherus í Listasafninu á Akureyri

52964860_2259877080700788_3366327020790218752_n.jpg?_nc_cat=109&_nc_ht=scontent-lht6-1

Laugardaginn 2. mars kl. 15 verður opnuð sýning finnsku myndlistarkonunnar Elinu Brotherus, Leikreglur / Rules of Play / Règle du Jeu í Listasafninu á Akureyri. „Eftir að hafa notað sjálfa mig í myndum mínum í 20 ár fannst mér ég hafa setið fyrir í öllum hugsanlegum stellingum,“ segir Elina Brotherus.

„Leiðina út úr þessum botnlanga fann ég í Fluxus. Ég hóf að nota Fluxus viðburðalýsingar og aðrar ritaðar leiðbeiningar eftir listamenn, sem grunn í ný verk. Ég hef útvíkkað hugmyndina á bak við lýsingarnar og leyft mér að verða fyrir áhrifum frá mismunandi listamönnum, s.s. kvikmyndagerðarmönnum, ljósmyndurum, listmálurum og ljóðskáldum. Þessi gjörningalega og eilítið absúrd aðferð hefur gert mér kleift að halda áfram að vinna með myndavélina, bæði sem ljósmyndarinn og fyrirsætan. Ég vitna í Arthur Köpcke, sem sagði: „Fólk spyr: Af hverju? Ég spyr: Af hverju ekki?“

Leikreglur / Rules of Play / Règle du Jeu hlaut Carte blanche PMU verðlaunin og var fyrst sýnd í Centre Pompidou 2017.

Sýningin er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri og Listasafns Íslands.

Listamannaspjall með Elinu Brotherus sunnudaginn 3. mars kl. 15.

https://www.facebook.com/events/554661461699456


Hekla Björt Helgadóttir sýnir í Mjólkurbúðinni

52961244_2512277648845223_224884384539344896_o.jpg?_nc_cat=108&_nc_ht=scontent-lht6-1

Laugardaginn 2. mars opnar listamaðurinn Hekla Björt Helgadóttir sýninguna Space Cops Exotica í Mjólkurbúðinni, sal Myndlistarfélagsins.
Umfjöllunarefni sýningarinnar eru löggur í fjarlægu sólkerfi sem há eilífa baráttu við stjörnuryk og geimfauta.

Sýningin er innblásin af Beverly Hills Cops, japönskum vísindaskáldskap og micro cosmos.

Í boði verða léttar veitingar og geimþrungið andrúmsloft með fullt af luvs...

https://www.facebook.com/events/387251605388038


Friðgeir Jóhannes Kristjánsson sýnir í Kaktus

52599423_1885503934905854_913864380825731072_o.jpg?_nc_cat=110&_nc_ht=scontent-lht6-1

Föstudagskvöldið 1. mars opnar listamaðurinn Friðgeir Jóhannes Kristjánsson sýninguna "Smali" í Kaktus.
Friðgeir er fæddur á Akureyri 1987. Hann lærði myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri og svo við Myndlistaskólann í Reykjavík og svo við listaháskólann í Angoulême, Frakklandi, en þar útskrifaðist hann árið 2017. Friðgeir hefur tekið þátt í fjölda samsýninga í Frakklandi en þetta er kannski fyrsta einkasýning hans á Íslandi.

Með eigin orðum lýsir Friðgeir sýningunni sem svo:
Sýning þessi er smá tilraun til að myndskreyta minningar mínar frá síðustu tveim sumrum þar sem ég vann sem smali í suður Frakklandi. Sumt er erfitt að muna eins og hvernig er litur skugga sem fellur á jörð í eikarskógi og hvort var smalahundurinn með hvítan haus með hvítum blettum eða var hann með svartan haus og hvíta bletti? Notast ég við ljósmyndir og skissur sem ég hef safnað að mér í gegnum árin, restin er uppspuni en minningarnar eru allar ekta.

Allir innilega velkomnir í Kaktus að skoða lítil málverk, stórar teikningar og njóta léttra veitinga.

https://www.facebook.com/events/1030255420508186


Sköpun bernskunnar 2019 opnar í Listasafninu

52422133_2248968025125027_619013424256385024_o.jpg?_nc_cat=106&_nc_ht=scontent-lht6-1

SKÖPUN BERNSKUNNAR 2019 / CREATION OF CHILDHOOD 2019

23. FEBRÚAR - 21. APRÍL / FEBRUARY 23RD - APRIL 21ST 2019

LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI / AKUREYRI ART MUSEUM

SALIR / GALLERIES 09-10

Laugardaginn 23. febrúar kl. 15 verður samsýningin Sköpun bernskunnar 2019 opnuð í Listasafninu á Akureyri. Þetta er sjötta sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Hún er sett upp til þess að örva skapandi starf og hugsun skólabarna á aldrinum fimm til sextán ára.

Þátttakendur hverju sinni eru börn og starfandi listamenn sem gera verk sem fellur að þema sýningarinnar, sem að þessu sinni er heimurinn og geimurinn í víðum skilningi. Sú nýbreytni var tekin upp í ár að leikskólabörnin koma í safnið og vinna verkið þar, undir leiðsögn sýningarstjórans.

Þátttakendur: Kristinn E. Hrafnsson, Rósa Kristín Júlíusdóttir, Hlíðarskóli og 25 fimm ára börn frá Leikskólanum Kiðagili.

Kristinn E. Hrafnsson stundaði nám í Myndlistaskólanum á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi í Akademie der Bildenden Künste í München í Þýskalandi árið 1990.

Í verkum Kristins má greina heimspekilegan þráð og vangaveltur um rúm og tíma, hreyfingu, afstæði og tungumál. List hans fjallar um manninn og skilning hans á umhverfi sínu og hvernig náttúran mótar sýn hans og samskipti. Verk Kristins hafa verið sýnd á Íslandi og víða um Evrópu og eru verk hans að finna í öllum helstu listasöfnum á Íslandi sem og í opinberum söfnum og einkasöfnum.

Að loknu myndlistarnámi á Ítalíu undir lok sjöunda áratugarins hefur Rósa Júlíusdóttir unnið að myndlist og kennslu. Hún starfaði í 22 ár við kennaradeild Háskólans á Akureyri og rannsakaði þar m.a. myndlistarnám barna og ungmenna. Hún hefur skrifað fjölda greina sem birst hafa í íslenskum og erlendum bókum og tímaritum.

Rósa var einn  af stofnendum Rauða hússins og Gilfélagsins auk þess sem hún rak listhúsið Samlagið ásamt fleiri listamönnum í nokkur ár.

Sýningarstjóri : Guðrún Pálína Guðmundsdóttir.

https://www.facebook.com/events/312346076084645

listak.is


The Shimmering Path og Conversations opnar í RÖSK RÝMI

52402699_2116749001773975_7580858800630923264_n.jpg?_nc_cat=102&_nc_ht=scontent-lht6-1
 
Sýningin The Shimmering Path og Conversations opnar í RÖSK RÝMI í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 23.febrúar kl. 14.
 
Sýningin opnar með innsetnigunni The Shimmering Path sem er afrakstur samstarfs Matt Runciman og Danielle Galietti og kl. 16:15 hefst flutningnur Conversations sem er gjörningu Guðrúnar Mobus Bernards, Matt og Danielle.
 
Listamennirnir Matt Runciman og Danielle Galetti eru menntuð í tónlist og sjónlistum og fjalla þau um fjölþættar skynjanir og upplifanir sem þau flétta saman í innsetningar og gjörninga. Þau starfa saman í listum og kalla samstarfið The Bow and Arrow.
.
Guðrún Mobus Berhards á fjölbreyttan feril í listum, söng og viðburðastjórnun auk þess að vera menntaður vélvirki. Samstarf hennar við tvíeykið The Bull and Arrow felst að þessu sinni í flutningi þeirra á sameiginlegum gjörningi þar sem þau rannsaka samtal tungumáls síns á rauntíma á jafningja grundvelli.
 
Sýningnin er opin laugardaginn 23. febrúar frá kl. 14-17 og eru allir velkomnir
 

 

https://www.facebook.com/events/351015482166304


Margrét Jónsdóttir með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu

52323732_2248856495136180_2938432073473458176_n.jpg?_nc_cat=109&_nc_ht=scontent-lht6-1

Þriðjudaginn 19. febrúar kl. 17-17.30 heldur Margrét Jónsdóttir, leirlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Innvortis náttúra. Þar mun hún fjalla um samnefnda innsetningu sem er hluti af sýningu hennar og Kristínar Gunnlaugsdóttur, SuperBlack, og stendur nú yfir í Listasafninu.

Grunntónn verkanna á SuperBlack er svartur. Hugmyndin er fengin frá nýuppgötvuðum svörtum lit, Vantablack, sem lýsir algjöru tómi. Í þessu tómi velkjast tilvistarspurningar nútímamannsins: Hvar við stöndum gagnvart náttúrunni og okkur sjálfum?

Svört leirverk Margrétar Jónsdóttur minna á svarta sanda og hraunbreiður Íslands. Þau velta upp spurningunni um hvort við færum betur með náttúruna ef við sæjum hana sem mannslíkama; með líffæri eins og okkar eigin.

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, VMA, Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins. Aðrir fyrirlesarar vetrarins eru Magnús Helgason, myndlistarmaður, Björg Eiríksdóttir, myndlistarkona, Kate Bae, myndlistarkona og Vigdís Jónsdóttir, listfræðingur.

https://www.facebook.com/events/244809986282001


"Untitled Lullaby" í Deiglunni

52057035_1002392153277506_5993365654541959168_o.jpg?_nc_cat=104&_nc_ht=scontent-lht6-1

Verið velkomin á opnun sýningarinnar "Untitled Lullaby" í Deiglunni föstudaginn 22. febrúar 2019 kl. 17 - 20. Gestalistamenn Gilfélagsins Dennise Vaccarello og Manuel Mata sýna afrakstur dvalar sinnar en þau hafa búið í Listagilinu í febrúar. Sýningin er einnig opin laugardag og sunnudag kl. 13 - 17.

Listamennirnir koma bæði frá Spáni og eru prófessorar hjá Listaháskólanum í Pontevedra.
Þrátt fyrir ólík áhugasvið og hugmyndir þá eru þau vön því að deila sýningarrými og koma á framfæri mismunandi sjónarmiðum sem auðga hugmyndir hvors annars. Á sýningunni verða því kynntar tvær hugmyndir.
Dennise Vaccarello vinnur eins og oft áður verk þar sem landslag, skáldskapur og dagdraumar spila lykilhlutverki. Hún vinnur útfrá reynslu sinni af Akureyri þar sem hún mótar umræðu sem sveiflast á milli vísinda og fantasíu.
Manual Mata vinnur með skyndiljósmyndun (polaroid) og stutta texta sem sýna frá dögum hans á Akureyri. Hann nýtir dagbókina sem verkfæri til hugleiðingar og leggur áherslu á ljóðrænu, stutta frásögn og tæknilegan einfaldleika.

Titill sýningarinnar "Untitled Lullaby" vinnur sem brú á milli verka listamannnana og einnig sem útlendingar og þeirra áhrifa sem Ísland hefur haft á þau.

//

Please join us for the opening of "Untitled Lullaby" in Deiglan, Kaupvangsstræti 23 Akureyri, on Friday, 22nd of February hr. 17 - 20. The exhibition is open on Saturday and Sunday hr. 13 - 17. Light refreshments and the artists are present.

The exhibition focuses on the work of Dennise Vaccarello and Manuel Mata, current residents of the Gil Artist Residency.
Both artists come from Spain and work as professors at the Faculty of Fine Arts of Pontevedra. Although their interests and proposals follow very different paths, they are accustomed to sharing the same exhibition space and to interpenetrate their different points of view in order to enrich their respective proposals.
During the exhibition, two separate proposals will be shown.
On one hand, Dennise Vaccarello will follow her usual line of work in which landscape, fiction and daydreaming play a central role. Through her experience in Akureyri she will give shape to a discourse that oscillates between the scientific field and the fantasy.
On the other hand, Manuel Mata will work with instant photography and short text to offer an approximation to his days in Akureyri. Using the diary as a discursive tool, Manuel will focus his work on poetic language, brief narration and technical simplicity.
“Untitled Lullaby” is the title of the exhibition, which serves as a bridge between the work of both artists and, also, between the quality of foreigners of these and the effect that Iceland has on them.

https://www.facebook.com/events/544180816090144

 


Tvær opnanir í Listasafninu 9. febrúar

51218480_2227327233955773_2721208080934109184_n.jpg?_nc_cat=104&_nc_ht=scontent-lht6-1

Laugardaginn 9. febrúar kl. 15 verða fyrstu tvær sýningar ársins opnaðar í Listasafninu: sýning Tuma Magnússonar, Áttir, og samsýning Margrétar Jónsdóttur og Kristínar Gunnlaugsdóttur, SuperBlack.

Tumi Magnússon (f. 1957) stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og AKI í Enschede, Hollandi.

Í byrjun ferilsins notaði Tumi fundna hluti, ljósmyndir, teikningar og 8 mm kvikmyndir í verk sín.  Þetta leiddi hann til málverks í hlutbundnum stíl í byrjun 9. áratugarins. Á tíunda áratugnum þróaðist vinnan meira í átt að hugmyndalegu málverki og málverkainnsetningum heldur en málverki í hefðbundnum skilningi. Í lok áratugarins var vinna með tíma og rými orðin eitt aðalviðfangsefni verkanna. Tumi hélt þessum rannsóknum áfram á nýrri öld, en þá í formi innsetninga, ljósmyndaverka, og vídeó-/hljóðinnsetninga þar sem mynd og/eða hljóð er sett fram sem rýmisviðburður. 

Grunntónn verkanna á SuperBlack er svartur. Hugmyndin er fengin frá nýuppgötvuðum svörtum lit, Vantablack, sem lýsir algjöru tómi. Í þessu tómi velkjast tilvistarspurningar nútímamannsins: Hvar við stöndum gagnvart náttúrunni og okkur sjálfum?

Svört leirverk Margrétar Jónsdóttur (f. 1961) minna á svarta sanda og hraunbreiður Íslands. Þau velta upp spurningunni um hvort við færum betur með náttúruna ef við sæjum hana sem mannslíkama; með líffæri eins og okkar eigin.

Í verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur (f. 1963) minnir myndmálið á tíma barokksins þar sem vestræn menning stóð andspænis uppgjöri. Í verkunum skiptast á gáski glimmersins og alvarlegur undirtónn hauskúpunnar og hnignunarinnar. Þau endurspegla háska samtímans og stöðuga þörf manneskjunnar til að taka ábyrgð á eigin líðan og lífi.

listak.is

51710816_2227335810621582_3356723104549175296_n.jpg?_nc_cat=102&_nc_ht=scontent-lht6-1

 


Einþrykk í Deiglunni á Gildegi

51044301_989630421220346_1757330833171021824_n.jpg?_nc_cat=110&_nc_ht=scontent.frkv3-1

Á Gildegi, 9. febrúar, stendur Gilfélagið fyrir opnu húsi í Deiglunni kl. 14-17.
Öllum er velkomið að gera sitt eigið þrykk og kunnáttufólk verður á staðnum til aðstoðar. Efni og þátttaka verður ókeypis
.

https://www.facebook.com/events/375630006317047


Experimentis - Elvar Orri sýnir í Kaktus

51018174_1049049365296983_1767374124566446080_o.jpg?_nc_cat=101&_nc_ht=scontent.fosl3-2

Elvar Orri listmálari heldur sína fyrstu sýningu í ár, þann 25.-27. Janúar í sýningarrými Kaktus, Akureyri. Sýnd verða abstract akrýlverk á striga. Opnunartímar fyrir dagana eru:
(Fös. - 21:00-00:00 Lau. - 14:45 - 17:00 Sun. - 14:45 - 17:00)

Öll verk eru til sölu og allir eru velkomnir. Hlakka til að sjá sem flesta.

https://www.facebook.com/events/1644363685709582


Suðsuðves - útskriftarnemar við LHÍ halda sýningu í Segli 67

50491127_777482865940461_3684814531009183744_o.jpg?_nc_cat=105&_nc_ht=scontent-arn2-1

Síðastliðnar tvær vikur hafa útskriftarnemendur við myndlistardeild Listaháskóla Íslands dvalið á vegum Alþýðuhússins á Siglufirði. Nemendurnir hafa starfað undir handleiðslu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur og Sindra Leifssonar ásamt því að hafa kynnst heimamönnum og menningarstarfsemi í Siglufirði og Eyjafirði. Allir eru hjartanlega velkomnir á samsýningu þeirra suðsuðves í Segli 67, þar sem sýndur verður afrakstur síðustu vikna. Opnun suðsuðves fer fram milli 15 og 18 laugardaginn 26. janúar en sýningin mun jafnframt standa opin sunnudaginn 27. janúar frá 14 til 17.

Listamenn:

Anna Margrét Ólafsdóttir, Bernharð Þórsson, Harpa Dís Hákonardóttir, Hákon Bragason, Helena Margrét Jónsdóttir, Hildur Elísa Jónsdóttir, Hjördís Gréta Guðmundsdóttir, Jóhann Ingi Skúlason, Jóhanna Rakel, Katla Rúnarsdóttir, María Rún Þrándardóttir, Nína Kristín Guðmundsdóttir, Ólöf Björk Ingólfsdóttir, Óskar Þór Ámundason, Patricia Carolina, Salka Rósinkranz, Sigrún Erna Sigurðardóttir og Valey Sól.

Styrktar- og samstarfsaðilar Listaháskóla Íslands eru Alþýðuhúsið á Siglufirði, Aðalbakarí, Fjallabyggð, Húsasmiðjan, Kjörbúðin, Norðurorka, Ramminn hf., Segull 67, Torgið og Uppbyggingasjóður Eyþings.

https://www.facebook.com/events/391800788060047


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband