Hjördís Frímann opnar myndlistarsýningu í Mjólkurbúđinni

17917505_774695162689758_3257051168363132486_o

Hjördís Frímann opnar myndlistarsýningu í Mjólkurbúđinni í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 22. apríl 2017 klukkan 14 til 17 og eru allir hjartanlega velkomnir. Sýningin er einnig opin frá 14 til 17 sunnudaginn 23. apríl og helgina 29. og 30. apríl.
Á sýningunni er Hjördís međ innsetningu međ rúmlega ţrjátíu teikningum sem allar eru unnar út frá einni og sömu teikningunni, andlitsmynd af stúlku eftir hana sjálfa.
Hjördís er myndlistarmađur og leikskólakennari, fćdd á Akureyri 1954 og flutti á heimaslóđir áriđ 2008. Hún lauk myndlistarnámi frá Museum of Fine Arts í Boston áriđ 1986 og hefur málađ síđan, mest međ akrýl, en einnig í olíu. Hjördís er spunamálari og yfir verkum hennar er einhver ćvintýrakenndur blćr. Litagleđin er alltaf til stađar og leikur međ form og liti, en teikningin er jafnan sterkur ţáttur í málverkum hennar. Ţetta er hins vegar fyrsta sýning hennar sem er alfariđ helguđ teikningum. Teikningarnar á ţessari sýningu eru allar unnar út frá einni einfaldri andlits teikningu, sem hún fćrir í mismunandi búning og nýtir međal annars tölvu- og prenttćkni í leik međ útfćrslur.

https://www.facebook.com/events/835914809899614


Sköpun bernskunnar 2017 og UPP opna í Listasafninu á Akureyri

18076785_1451313668223804_3539466292098367229_o 18076917_1451314951557009_9143220628983238850_o

Laugardaginn 22. apríl kl. 15 verđa tvćr sýningar opnađar í Listasafninu, Ketilhúsi: Sköpun bernskunnar 2017, samsýning listamanna, skólabarna og leikfangasýningarinnar í Friđbjarnarhúsi, og Upp, útskriftarsýning listnáms- og hönnunarbrautar VMA. Síđarnefnda sýningin er einnig sett upp í Deiglunni. 

Ţetta er fjórđa sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Hún er sett upp til ţess ađ örva skapandi starf og hugsun skólabarna á aldrinum tveggja til sextán ára. Ţátttakendur hverju sinni eru börn, starfandi listamenn og Leikfangasýningin í Friđbjarnarhúsi. Sköpun bernskunnar er ţví samvinnuverkefni í stöđugri ţróun og er hver sýning sjálfstćđ og sérstök.

Sýningin hefur vakiđ verđskuldađa athygli og er einstök hvađ varđar listrćnt samtal myndlistarmanna og barna. Ţemađ ađ ţessu sinni er fjaran í víđum skilningi.

Ţátttakendur í ár eru leikskólarnir Tröllaborgir og Lundarsel, grunnskólarnir Brekkuskóli og Giljaskóli, Leikfangasýningin í Friđbjarnarhúsi og listamennirnir Hekla Björt Helgadóttir, Magnús Helgason, Marina Rees og Samuel Rees. Sýningarstjóri er Guđrún Pálína Guđmundsdóttir.

Ţriggja ára samstarf

Sýningar á lokaverkefnum nemenda hafa lengi veriđ fastur liđur í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Sýningarnar eru tvćr yfir áriđ og annars vegar settar upp í lok vorannar og hins vegar í lok haustannar. Ţetta er ţriđja áriđ í röđ sem ţćr eru haldnar í samstarfi viđ Listasafniđ á Akureyri.

Viđ undirbúning slíkra sýninga velja nemendur sér verkefni eftir áhugasviđi ţar sem ţeim gefst tćkifćri til ađ kynna sér nýja miđla eđa dýpka skilning sinn á ţeim sem ţeir hafa áđur kynnst.

Ađ baki verkanna liggur hugmynda- og rannsóknarvinna og leita nemendur víđa fanga í eigin sköpunarferli, allt eftir ţví hvađ hentar hverri hugmynd og ţeim miđli sem unniđ er međ. Nemendur fá eina önn til ađ vinna ađ lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samtali og samvinnu viđ leiđsagnarkennara og samnemendur ţar sem frumkvćđi, hugmyndaauđgi og öguđ vinnubrögđ eru lögđ til grundvallar.

Nemendur hönnunar- og textílkjörsviđs:
Anton Örn Rúnarsson
Birna Eyvör Jónsdóttir
Elva Rún Kristjánsdóttir
Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir
Kamilla Sigríđur Jónsdóttir
Karitas Fríđa W. Bárđardóttir

Nemendur myndlistarkjörsviđs:
Andri Leó Teitsson
Ármann Ingi Ţórisson
Eva Mist Guđmundsdóttir
Fanný María Brynjarsdóttir
Sandra Wanda Walankiewicz
Sindri Páll Stefánsson
Valgerđur Ţorsteinsdóttir

Upp stendur til 30. apríl en Sköpun bernskunnar 2017 til 28. maí. Opiđ ţriđjudaga-sunnudaga kl. 12-17.
Ađgangur er ókeypis.

listak.is


Leiđsögn og sýningalok í Listasafninu

17861779_1438447019510469_1963343009552418804_n

Laugardaginn 15. apríl kl. 15 verđur bođiđ upp á leiđsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um sýningar Einars Fals Ingólfssonar, Griđastađir, og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, 360 dagar og málverk. Heiđa Björk Vilhjálmsdóttir, frćđslufulltrúi, tekur á móti gestum og frćđir ţá um sýningarnar. Skođuđ verđa olíumálverk, gvassmyndir og ljósmyndaverk ţar sem náttúran er í ađalhlutverki. Ađgangur er ókeypis.

Sýningin Griđastađir er úrval ljósmyndaverka úr fjórum tengdum seríum sem Einar Falur hefur unniđ ađ á undanförnum áratug. Svissneski sýningarstjórinn Christoph Kern valdi verkin á sýninguna úr myndröđunum Griđastađir, Skjól, Reykjanesbrautin og Sögustađir. Í verkunum tekst Einar Falur á viđ manninn og íslenska náttúru; viđ náttúruöflin, hvernig mennirnir reyna ađ lifa í og međ náttúrunni, laga hana ađ ţörfum sínum, verjast henni á stundum en jafnframt leita í henni skjóls. Verkin eru öll tekin á 4 x 5 tommu blađfilmu.

Ljósmyndaverk Einars Fals hafa á undanförnum árum veriđ sýnd á einka- og samsýningum í söfnum og sýningarsölum á Íslandi, meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Hann er međ BA-gráđu í bókmenntafrćđi frá Háskóla Íslands og MFA-gráđu í ljósmyndun frá School of Visual Arts í New York. Einar Falur starfar sem myndlistarmađur, rithöfundur og blađamađur.

Málverkin á sýningu Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, 360 dagar og málverk, eru annars vegar „randamyndir“ unnar međ endurunnum gvasslitum Karls Kvaran og hins vegar olíulitaverk ţar sem myndefniđ er sindrandi eđa merlandi vatnsfletir.

Ljósmyndaverkiđ 360 dagar í Grasagarđinum var upphaflega unniđ fyrir Listvinafélag Hallgrímskirkju. Kveikjan ađ verkinu er ćvi og örlög Hallgríms Péturssonar, en ţađ hefur ţó mun víđtćkari skírskotanir. Verkiđ samanstendur af um 80 ljósmyndum teknum á 360 daga tímabili í litlum skrúđgarđi í Brighton á Englandi og fjallar um hringrás efnis í lífríkinu og ţá eilífđ og endurnýjun sem skynja má í henni.

Sigtryggur Bjarni stundađi myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík og Frakklandi. Hann hefur haldiđ yfir 30 einkasýningar og finna má verk hans í öllum helstu listasöfnum landsins.

Sýningunum lýkur sunnudaginn 16. apríl, páskadag.
Opiđ ţriđjudaga til sunnudaga kl. 12-17.

http://www.listak.is/


Ađalfundur Myndlistarfélagsins

mynd_logo_1036390

Ađalfundur.

Sunnudaginn 30. apríl kl 17:00 verđur ađalfundur Myndlistarfélagsins haldinn í Ketilhúsinu. Bođiđ verđur upp á léttar veitingar. Félagar hvattir til ađ mćta.

Dagskrá fundarins:

1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar.
3. Stjórnarkosning.
4. Kosning félagslegs skođunarmanns.
5. Lagabreytingar.
6. Önnur mál.

Allir samţykktir á ađalfundi verđa ađ hljóta einfaldan meirihluta greiddra atkvćđa. Einungis félagar sem greitt hafa félagsgjöld hafa atkvćđisrétt.

Stjórnin.


Málverkasýning Lindu Óla um páskana í Mjólkurbúđinni

17760051_10155396818608394_868487433646886838_n

Veriđ velkomin á málverkasýninguna mína í Mjólkurbúđinni gallerí á Akureyri um páskana.
Sýningin stendur 13.-17. Apríl. ATH! Ađeins ein helgi. Opiđ alla dagana kl. 14-17.

Opnun kl. 14.00 á Skírdag. Allir velkomnir!

https://www.facebook.com/events/1658777284418091


Málţing međ Kanadíska listamanninum Steven Nederveen

stevennederveen

Málţing međ Kanadíska listamanninum Steven Nederveen

  • 28. mars 2017 – 16:00 – Deiglan, Akureyri
  • 30. mars 2017 – 16:00 – The Nordic House, Reykjavik

 

Steven Nederveen er ţekktur kanadískur listamađur og hafa verk hans veriđ sýnd út um allan heim í galleríum, á listviđburđum og í tímaritum, ásamt ţví ađ vera mörg hver í einkasöfnum. Nederveen vinnur verk sín međ sérstökum lakkgljáa sem veldur ţví ađ áferđin á málningunni á ákveđnum svćđum verksins skín í gegn og sýnir merki um vinnuferli listamannsins. Hluti af verkunum hafa svo ađra áferđ, ţar sem gljái og slétt yfirborđ bćta draumkenndum eiginleikum viđ vinnu hans. Hann er međ BA í myndlist frá University of Alberta (1995).

Steven ferđast mikiđ og myndar stađi sem veita honum innblástur. Hann nýtir sér bćđi nútíma tćkni og hefđbundnari leiđir til ađ vinna verk sín. Hann reynir ađ gera málverk sem geta markađ tengsl milli náttúrunnar og ţess andlega, međ ţví ađ fanga tilfinningalegar gagnvart stađnum, á ţann hátt sem hugar okkar blanda minningum saman á mismunandi hátt. Međ ţví ađ gera línurnar á milli ljósmyndunar og myndlistar óskýrar, á milli kunnuglegs umhverfis okkar og hins óţekkta andlega heims, hefur hann ţróađ töfraraunsći sem hann vonast til ađ sýni okkur orku og dulspeki náttúrunnar.

Á málţinginu mun Steven Nederveen kynna verk sín í međ hljóđ og myndkynningu og undirstrikar hann einnig hvernig list hans passar inn í kanadíska listasögu. Steven Nederveen mun einnig sýna verkin sem hann framleiddi fyrir verkefniđ „Brain Project“ sem hin kanadíska Baycrest stofnun notađi í fjáröflun fyrir umönnun og rannsóknir á Alzheimer, heilabilun og öđrum sjúkdómum, en í heild var 1,3 milljónum kanadískra dollara safnađ međ verkum frá mörgum listamönnum. 

Viđburđinum 30. mars lýkur međ móttöku ţar sem frumsýningu nýs málverks, sem Steven Nederveen málađi í tilefni af 150 ára afmćli kanadíska samveldisins, verđur fagnađ. Verkiđ verđur til sýnis í Sendiráđi Kanada á Íslandi út áriđ 2017.

 

Nordic House Gil Association
Sturlugata 5 Kaupvangsstrćti 23, 
101 Reykjavík 
600 Akureyri
Tel: 
+354 5517030 Tel: +354 5517030
info@nordichouse.is gilfelag@listagil.is
http://nordichouse.is/ http://listagil.is/ 

Thursday March 30 – 16:00 Tuesday March 28 – 16:00
Free entrance – All are welcome Free entrance – All are welcome
Reception will follow at 17:30

Workshop with Canadian Visual Artist Steven Nederveen

  • 28 March 2017 – The Gil Association, Akureyri
  • 30 March 2017 – The Nordic House, Reykjavik

Steven Nederveen is a well known Canadian artist with work featured internationally in galleries, art fairs, magazines, media programs and many private collections. Nederveen’s painted and stained panels of un-resined works are finished with a gloss varnish that allows areas of textured paint to show through, revealing evidence of the artist’s process, while resined panels have a high-gloss, smooth, reflective surface adding to the dreamlike quality of his work. He holds a Bachelor in Fine Art from University of Alberta (1995). 

Steven travels extensively, photographing places that feel alive to him, recording the presences there and then re-imagining that world through a combination of digital and painterly processes. He finds inspiration in painting as a means of drawing connections between the natural environment and spirituality, trying to capture the emotional memory of a place in the way our minds fuse together different memories into one event. By blurring the lines between photography and painting, and between our familiar surroundings and the unrevealed forces of a co-existing hidden world, he has developed a magical realism that he hopes will reveal the mystical energy of nature and inspire you to see it with enchanted eyes.

During the workshop, Steven Nederveen will introduce his work through audiovisual presentations, highlighting how it fits into the history of Canadian painting. Steven Nederveen will also showcase the artwork produced for the “Brain Project” a Baycrest Foundation fundraising which leveraged 1.3M$ through the auctioning of 100 sculptures to raise awareness about Alzheimer’s, dementia and other brain diseases and directly support care and research. The event will conclude with a reception for the vernissage of a painting realized by Steven Nederveen in celebration of the 150th Anniversary of the Canadian Confederation, which will be exposed at the Embassy of Canada in Iceland throughout 2017.

listagil.is


Drei und dreißig í Listhúsi á Ólafsfirđi

17349976_1426207290783983_291531807026090120_o

A performance of painting with music
by Gerlinde Radler & Agustin Castilla-Ávila

27. 3. 2017 | 20:00
Listhus Gallery
Ćgisgötu 10, 625 Ólafsfirđi, Iceland

To know more about:
Agustin Castilla-Ávila: http://www.castilla-avila.com/
Gerlinde Radler: https://youtu.be/0KEqVn2Gpus

https://www.facebook.com/events/383106805407403


Susan Singer sýnir í Deiglunni

17359307_1479511862079190_8393377906151126320_o

Susan Singer
 
Iceland: Land of Spirit and Delight
 
Opnun laugardaginn 25. mars 2017 kl. 14-16
 

Solitude, sublime beauty, loneliness, new friendships, isolation, Northern Lights, inner work and life-changing decisions - Iceland in a nutshell for artist Susan Singer who has spent the last two months compiling experiences and creating artwork. Her pastel paintings and Visual Journals will be on display at Deiglan Saturday, March 25, from 2-4 PM. All are welcome. Admission is free.

https://www.facebook.com/events/1294901760597197


Ingibjörg Sigurđardóttir, bókmenntafrćđingur, međ síđasta Ţriđjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu

large_ingibjorg-sigurdardottir

Ţriđjudaginn 21. mars kl. 17-17.40 heldur Ingibjörg Sigurđardóttir, bókmenntafrćđingur, síđasta Ţriđjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Fjölskylduarfleiđ: ljósmyndir, frásagnir og erfiminni. Ađgangur er ókeypis. 

Fjölskyldan er ein af grundvallarstođum samfélagsins og innan hennar viđgengst ákveđin menning sem lítur ađ sameiginlegum uppruna, minningum og viđhaldi hefđa. Međ aukinni  almenningseign á myndavélum hafa ljósmyndir fariđ ađ leika stćrra hlutverk í ţessu samhengi. Í fyrirlestrinum fjallar Ingibjörg um fjölskyldumenningu og sameiginlegar minningar í sambandi viđ ljósmyndir og frásagnir ţeim tengdum í samhengi viđ eigin fjölskyldusögu ţar sem amma hennar og nafna, Ingibjörg Steinsdóttir, leikkona (1903-1965), gegnir ađalhlutverki. 

Ingibjörg Sigurđardóttir er međ MA-próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Hún hefur kennt viđ Háskólann á Akureyri í yfir tíu ár, bćđi innan félagsvísinda- og lagadeildar og kennaradeildar. Síđustu ár hefur hún einkum kennt íslensku sem annađ mál og íslenskar bókmenntir fyrir erlenda skiptinema viđ skólann. Í rannsóknum sínum hefur hún ađallega beint sjónum ađ ćviskrifum og notkun persónulegra heimilda. 

Fyrirlestraröđin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Ţetta er síđasti Ţriđjudagsfyrirlestur vetrarins, en fyrirlestraröđin hefst ađ nýju í september nćstkomandi.

listak.is


Karólína Baldvinsdóttir sýnir í Mjólkurbúđinni

17264767_1913321548905411_1128135944706222888_n

Karólína Baldvinsdóttir

Týningin sem sýnist

17. - 26. mars 2017 

Mjólkurbúđin, Kaupvangsstrćti, Akureyri

Karólína Baldvinsdóttir opnar myndlistasýninguna ,,Týningin sem sýnist" í Mjólkurbúđinni í Listagilinu á Akureyri föstudagskvöldiđ 17. mars kl. 20.

Á sýningunni eru olíumálverk, sem unnin voru á síđastliđnu ári og áttu ađ sýnast í desember s.l., ţá undir nafninu Er ţađ? En ţar sem farangurinn týndist í flugi varđ ekkert úr ţví ţá, en nú er sýningin hins vegar komin í leitirnar, hefur tekiđ stakkaskiptum og nafnaskiptum og nefnist nú Týningin sem sýnist, međ leyfi frá mismćlandanum Samúel Lúkasi. Verkin eru túlkun höfundar á samtímanum á ýmsum snertiflötum og tilfinningarófum.

Karólína Baldvinsdóttir er listakona, kennari, hjúkrunarfrćđingur, mamma og ýmislegt annađ. Hún er fćdd og uppalin ađ mestu á Akureyri, en hefur, eftir ađ uppeldi lauk, fariđ víđar til dvalar og starfa. Hún útskrifađist úr Myndlistaskólanum á Akureyri áriđ 2014 og hefur síđan ţá tekiđ ţátt í og stađiđ fyrir ýmsum einka- og samsýningum og verkefnum, auk ţess ađ vera ein af stofnendum Rótar á Akureyri, sem haldin hefur veriđ undanfarin 3 ár. Undanfarin ár hefur Karólína veriđ búsett í Barcelona á Spáni, međ fjölskyldu sinni, ţar sem ţessi sýning varđ til.

Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og stendur til 26. mars.

https://www.facebook.com/events/1258126430889325


Susan Singer međ Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu

17201126_1404877426200762_1723377974655171407_n

Ţriđjudaginn 14. mars kl. 17-17.40 heldur bandaríska myndlistarkonan Susan Singer Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni The Seasons of Iceland. Ţar mun hún sýna dćmi um pastel málverk sem hún hefur unniđ á Íslandi á mismunandi árstíđum. Ađgangur er ókeypis.

Áđur en Singer kom fyrst til Íslands áriđ 2015 hafđi hún eingöngu fengist viđ ađ mála mannslíkamann. Fegurđ íslenskrar náttúru hafđi ţau áhrif ađ nú einbeitir hún sér eingöngu ađ landslagsmyndum frá Íslandi. Voriđ 2016 dvaldi hún á landinu í 40 daga og er hér nú stödd til ađ upplifa íslenskan vetur.

Singer er búsett í Richmond í Virginíufylki í Bandaríkjunum ţar sem hún vinnur sem listamađur og kennir einnig á fjölbreyttum námskeiđum, s.s. í teikningu, pastelmálun, gerđ sjónrćnna dagbóka og munsturteikningu.

Fyrirlestraröđin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Ţetta er nćst síđasti Ţriđjudagsfyrirlestur vetrarins, en ţann síđasta heldur Ingibjörg Sigurđardóttir, bókmenntafrćđingur nćstkomandi ţriđjudag 21. mars.

listak.is


Uncertain Matter, hljóđinnsetningu í Deiglunni

17239656_623716644478394_6335477224251772460_o

Veriđ velkomin á opnun Uncertain Matter, hljóđinnsetningu í Deiglunni, Akureyri laugardaginn 11. mars kl. 14 – 17.

Welcome to the opening of Uncertain Matter in Deiglan, Akureyri on Saturday March 11th hr 14 - 17.
https://www.facebook.com/events/1444074882283396


Uncertain Matter

'There is no need to build a labyrinth when the entire universe is one.’
Jorge Luis Borges

Uncertain Matter is a narrative driven audio-installation that contemplates on how to comprehend and define time. Uncertain Matter explores boundaries between fact and fiction, challenges perception of time, our place in the universe and our future within it. Since the industrial revolution, people have become dependent on clocks and time keeping. We all understand time for practical purposes, but the experience of time can also be subjective. Minutes can feel like hours; months can pass by so fast that it is hard to grasp.

The audio-narrative is based on numerous conversations with amateur astronomers, astrophysicists and botanists from Reykjavik and the surrounding area. The story that unfolds gives a personal insight to the thoughts and reflections of the people the artists has spoken to. The project evolved from a three-month residency with the Association of Icelandic Visual Artists in Reykjavik, Iceland (SIM). The project is funded by Nordic Culture Point Mobility Funding.


Ella Bertilsson & Ulla Juske BIO

Bertilsson and Juske’s collaborative practice deals with narrative-based interpretations that explore the subjective experience of time in relation to a specific community, place or setting. Conversations with people connected to subjects the artists are investigating is crucial and becomes a catalyst for developing new work.

Ella Bertilsson

Bertilsson completed a Masters of Fine Art with a first class honours in 2015 at NCAD (National College of Art and Design) in Dublin/ Ireland. She pursued Literature Studies during 2011-2012 at the University of Södertörns Högskola in Stockholm/Sweden. In 2009 she graduated with a Bachelors of Fine Art Print with a first class honours at NCAD. Bertilsson (b. Umeĺ/Sweden 1982) has been a member of the Black Church Print Studio since 2009 and Block T during 2015-2016.

www.ellabertilsson.com

Ulla Juske

Ulla Juske (b.1986 in Pärnu/Estonia) completed a Masters at the Fine Art Media department in NCAD in 2014 and holds a BA in Fine Art Sculpture from the Estonian Academy of Arts in 2011. She is a member of the artist group SUHE in Estonia. She received the Adamson-Eric award for young artist in 2013 and the Young Artist Prize in 2011. She has been collaborating with Ella Bertilsson since 2014. Juske joined Block T during 2015-2016 and the Black Church Print Studio in 2016.

www.juske.net


Ađalsteinn Ţórsson međ Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu

large_adalsteinn-thorsson

Ţriđjudaginn 7. mars kl. 17-17.40 heldur myndlistarmađurinn Ađalsteinn Ţórsson Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Tvćr hliđar: Um Einkasafniđ og Mynd dagsins. Ţar fjallar Ađalsteinn um tvö verkefni sem hann hefur unniđ ađ undanfariđ: annars vegar Einkasafniđ, sem verđur sýning hans í Listasafninu, Ketilhúsi í maí nćstkomandi, og hins vegar Verk dagsins, en ţađ verkefni snérist um ađ birta daglega eina nýja teikningu á bloggsíđunni teikningadag2016.blogspot.com allt áriđ 2016. 

Ađalsteinn Ţórsson nam viđ Myndlistaskólann á Akureyri og síđar í Hollandi ţar sem hann útskrifađist međ Master of Arts gráđu frá Dutch Art Institute 1998. Hann hefur síđan starfađ sem myndlistarmađur, lengst af í Rotterdam, en flutti síđastliđiđ vor heim í Eyjafjörđinn. Ađalsteinn er ţekktur fyrir fjölbreytni í efnisnotkun og vinnubrögđum. 

Fyrirlestraröđin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á međal annarra fyrirlesara vetrarins eru Susan Singer og Ingibjörg Sigurđardóttir.

http://www.listak.is/is/frettir/frettasafn/thridjudagsfyrirlestur-adalsteinn-thorsson


Sigţór Veigar Magnússon sýnir i Listasalnum Braga

17038546_736835436480779_6025478207863226180_o

Sigţór Veigar er viđ nám viđ Verkmenntaskólann á Akureyri og er ţar á listnámsbraut. Í verkum Sigţórs leitast hann eftir ţví ađ blanda saman myndmáli og minnum bćđi frá sínum eigin ímyndunarheimi sem og öđru sjónrćnu tungumáli úr sjónrćnum arfi vítt og breitt á menningarskala annarra ţjóđa í ţeirri viđleitni ađ mynda sitt eigiđ sjónrćna tungumál í formi teikninga, málverka og skúlptúrs.
Sýningin opnar ţann 09-03 2017 klukkan 16:00 og verđur opinn út marsmánuđ.
Sýningin er stađsett á 4.hćđ ungmennahúss Rósenborgar í listasalnum Braga.
Allir velkomnir og frítt inn!

https://www.facebook.com/events/1803666339958086


Hrafnkell Sigurđsson sýnir í Kompunni, Alţýđuhúsinu á Siglufirđi

17039393_1246342538775682_4794456371749041160_o

Laugardaginn 4. mars 2017 kl.14.00 opnar Hrafnkell Sigurđsson sýningu í Kompunni, Alţýđuhúsinu á Siglufirđi međ myndröđina “ Urban mountains “. Sýningin er hluti af listahátíđinni Skafl sem fram fer í og viđ Alţýđuhúsiđ 3. til 5. mars.
Sýning Hrafnkels er opin daglega kl. 14.00 – 17.00 ţegar skilti er úti og stendur til 19. mars.
www.hrafnkellsigurdsson.com

Hrafnkell Sigurđsson (1963)

Hrafnkell var í gamla mynd- og handskólanum árin 1982 – 86 og ţađan lá leiđin í Jan Van Eyck Akademie, Maastricht, Hollandi. 1990 lauk hann einnig MFA frá Goldsmiths College í London. Fyrsta einkasýning hans var í hinu víđfrćga Slúnkaríki á Ísafirđi en mikill heiđur ţótti fyrir ungan listamann ađ sýna ţar á ţessum árum. Ţađ var ţó ekki í fađmi vestfiskra fjalla sem landslagiđ varđ ađ leiđarljósi í verkum Hrafnkels.
„Í Hollandi uppgötvađi ég landslagiđ í póstkortum og fundnum myndum. Kannski hefur ţađ snúist um söknuđ ađ einhverju leyti án ţess ađ ég gerđi mér endilega grein fyrir ţví. Ég held ađ ţađ sé ákaflega mikilvćgt ađ fara frá litla Íslandi um einhvern tíma, sakna ţess og skynja ađeins betur stćrđ heimsins. Í Hollandi byrjađi ég ađ leika mér međ landslagshefđina og hef gert ţađ síđan. Ég mun líka gera ţađ áfram vegna ţess ađ rćtur mínar eru í landslaginu og verkin mín leita ţangađ.“

Í verkum sínum fjallar Hrafnkell um tengsl náttúru og manns. Ţar spinnast saman ţćttir úr rómantík og módernisma sem á stundum vísa til ritúala. Hiđ skíra yfirbragđ sem virkar í fyrstu fjarlćgjandi gefur verkunum nálćgđ. Yfirborđ umhverfist í innri heima og í međförum listamannsins breytist óreiđan í samhverfu. Hin rómantíska sýn á hiđ upphafna sem einkennist af samfellu ógnar og heillunar tekst á viđ hiđ hversdagslega sem birtist í formi líkamans, en hann er hvorttveggja í senn, fulltrúi óreiđu og jafnvćgis. Segja má ađ líkaminn sé miđpunktur myndbirtinga Hrafnkells, allt frá snjófjöllum og tjöldum til nýbygginga og ruslapoka. Ţađ er ţó ekki fyrr en í myndbandsverkunum sem hann kemur fram nakinn og auđsveipur, fulltrúi ţeirra ólíku afla sem knýja verk listamannsins áfram.

Í ljósmyndaverkum sínum fjallar Hrafnkell Sigurđsson um ímyndir náttúru og hins manngerđa. Ljósmyndir af snjósköflum vísa til rómantískrar landslagsmyndahefđar, utan ađ ţessar fjallamyndir eru til marks um mannleg ummerki innan borgarmarka. Ţannig er hefđin útfćrđ og unnin og heimfćrđ upp á nútímaveruleika borgarbúans.

https://www.facebook.com/events/142511411085312


Einar Falur Ingólfsson og Sigtryggur Bjarni Baldvinsson í Listasafninu á Akureyri

17097236_1396441473711024_6089876027496331391_o  16998091_1395744800447358_8484987801668277184_n

Laugardaginn 4. mars kl. 15 verđa sýningar listamannanna Einars Fals Ingólfssonar, Griđastađir, og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, 360 dagar og málverk, opnađar í Listasafninu, Ketilhúsi.

Sýningin Griđastađir er úrval ljósmyndaverka úr fjórum tengdum seríum sem Einar Falur hefur unniđ ađ á undanförnum áratug. Svissneski sýningarstjórinn Christoph Kern valdi verkin á sýninguna úr myndröđunum Griđastađir, Skjól, Reykjanesbrautin og Sögustađir. Í verkunum tekst Einar Falur á viđ manninn og íslenska náttúru; viđ náttúruöflin, hvernig mennirnir reyna ađ lifa í og međ náttúrunni, laga hana ađ ţörfum sínum, verjast henni á stundum en jafnframt leita í henni skjóls. Verkin eru öll tekin á 4 x 5 tommu blađfilmu.

Ljósmyndaverk Einars Fals hafa á undanförnum árum veriđ sýnd á einka- og samsýningum í söfnum og sýningarsölum á Íslandi, meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Hann er međ BA-gráđu í bókmenntafrćđi frá Háskóla Íslands og MFA-gráđu í ljósmyndun frá School of Visual Arts í New York. Einar Falur starfar sem myndlistarmađur, rithöfundur og blađamađur og verđur međ listamannaspjall á opnun kl. 16.30.

Málverkin á sýningu Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, 360 dagar og málverk, eru annars vegar „randamyndir“ unnar međ endurunnum gvasslitum Karls Kvaran og hins vegar olíulitaverk ţar sem myndefniđ er sindrandi eđa merlandi vatnsfletir.

Ljósmyndaverkiđ 360 dagar í Grasagarđinum var upphaflega unniđ fyrir Listvinafélag Hallgrímskirkju. Kveikjan ađ verkinu er ćvi og örlög Hallgríms Péturssonar, en ţađ hefur ţó mun víđtćkari skírskotanir. Verkiđ samanstendur af um 80 ljósmyndum teknum á 360 daga tímabili í litlum skrúđgarđi í Brighton á Englandi og fjallar um hringrás efnis í lífríkinu og ţá eilífđ og endurnýjun sem skynja má í henni.

Sigtryggur Bjarni stundađi myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík og Frakklandi. Hann hefur haldiđ yfir 30 einkasýningar og finna má verk hans í öllum helstu listasöfnum landsins. Hann verđur međ listamannaspjall á opnun kl. 16.30.

listak.is

https://www.facebook.com/events/415093835518763

https://www.facebook.com/events/901145993360076


Ólafur Sveinsson opnar sýningu í Mjólkurbúđinni

17038890_10154265681337231_7838678552041159298_o

Ólafur Sveinsson opnar málverkasýninguna „Óhlutbundiđ almćtti" í Mjólkurbúđinni í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 4.mars kl. 14.

Sýningin ber yfirskriftina „Óhlutbundiđ almćtti" og eru verkin á sýningunni unnin á síđastliđnum árum. Hiđ óhlutbundna almćtti er tilvísun í ţá óbeisluđu ofurkrafta sem blunda í hinu óhlutbundna, abstrakt listinni. Í málverkunum rćđur litagleđi og frelsi ríkjum sem reyna ađ rata hinn vandfarna stíg hins óhlutbundna. Máttur listarinnar og nauđsyn eru ótvírćđ, sjón eru sögu ríkari.

Ólafur Sveinsson er fćddur í Reykjavík 1964 og nam hann myndlist viđ Myndlistaskólann á Akureyri ásamt myndlistanámi í Lathi í Finnlandi. Auk ţess fór hann í kennaranám í Háskólanum á Akureyri. Ólafur hefur veriđ ötull í sýningarhaldi, haldiđ einkasýningar hér á landi og einnig nokkrar í Kaupmannahöfn og tekiđ virkan ţátt í samsýningum.

Sýningin ,,Óhlutbundiđ almćtti" stendur frá 4.-12. mars og er opin föstudag til sunnudags frá kl. 14-17.


Rebekka Kühnis međ Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri

large_rebekka-k-nis

Ţriđjudaginn 28. febrúar 2017 kl. 17-17.40 heldur svissneska myndlistarkonan Rebekka Kühnis Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Snoring in the Emptiness – Swiss Artists in Iceland. Ţar mun hún fjalla um áhrif Íslands í verkum svissneskra samtímalistamanna, einna helst Roman Signer. Ađgangur er ókeypis. 

Rebekka Kühnis lauk diplómanámi í myndlist og hönnun áriđ 2002 frá Hochschule der Künste í Bern í Sviss. Undanfariđ ár hefur hún kennt myndlist og ţýsku viđ Menntaskólann á Akureyri ásamt ţví ađ starfa sem leiđsögumađur hjá SBA Norđurleiđ. Samhliđa kennslustörfum vinnur Rebekka ađ eigin listsköpun og hefur reglulega tekiđ ţátt í samsýningum og haldiđ einkasýningar.

Fyrirlestraröđin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á međal annarra fyrirlesara vetrarins eru Ađalsteinn Ţórsson, Susan Singer og Ingibjörg Sigurđardóttir.

listak.is


Lack of definition, Katinka Theis og Immo Eyser í Deiglunni

16835742_475765492547204_1256388429501968900_o

Katinka Theis og Immo Eyser
Lack of definition
Laugardaginn 25. janúar 2017 kl. 15 – 19

Deiglan, Kaupvangsstrćti 23, 600 Akureyri

Veriđ velkomin á opnun sýningarinnar „Lack of Definition“ eftir myndlistarmennina Katinka Theis og Immo Eyser í Deiglunni, Akureyri á laugardaginn kl. 15 – 19.
Katinka Theis og Immo Eyser eru gestalistamenn Gilfélagsins í febrúar 2017.

Á sýningunni má sjá marglaga myndverk sem takast á viđ andstćđa póla loftkenndra og sniđinna mynda. Immo Eyser sýnir samklippimyndband úr ađstćđum á Íslandi og í Berlín. Myndbandiđ leggur áherslu á tenginguna á milli náttúrulegra atburđa og verkefna á byggingarsvćđum. Katinka Theis mun sýna stór ljósmyndaprent sem hafa teygt sig út međ límbandsteikningu.

Katinka Theis og Immo Eyser búa og starfa í Berlín, Ţýskalandi. Ţau stunduđu listnám viđ Alanus University for Arts and Social Sciences í Bonn og Katinka Theis útskrifađist međ meistaragráđu viđ Weissensee listaháskólann í Berlín. Hún vinnur međ skúlptúr, innsetningar og list í almannarýmii og hefur kennt í Witten-Herdecke háskólanum síđan 2015. Immo Eyser er vídeolistamađur ásamt ţví ađ halda myndlistarnámskeiđ fyrir einstaklinga og fyrirtćki.
www.katinkatheis.dewww.immoeyser.de

Deiglan, Kaupvangsstrćti 23, Akureyri.
//
Lack of definition
February 25, 2017

You are invited to attend the opening of „Lack of Definition“ by artists Katinka Theis and Immo Eyser in Deiglan Akureyri..
Open: Saturday 4 - 7 pm

Katinka Theis and Immo Eyser are the artists of the Gil Artist Residency in February 2017.

The exhibition presents works with different image layers which are dealing with the contrast of atmospheric and constructive images. Immo Eyser will show a video collage of filmed situations from several stays in Iceland and Berlin. The video focus the connection between sequences of nature events and situations from construction sites. Katinka Theis will show large printed photographs which have been extended by drawings out of tapes. The prints represents spacious icelandic landscapes with a second layer of geometric constructions. Each drawing follow the shape of a landscape and create an architectural situation.

Katinka Theis was born in Freiburg, Germany (1975) and lives and works in Berlin. She studied fine art / sculpture at Alanus University for Arts and Social Sciences in Bonn and graduated with a master`s degree from Weissensee School of Art in Berlin. Her works are characterized by sculpture, installations and art in public spaces. She exhibits in national and international solo and group shows and realized 2014 an art-in-architecture project. Since 2015, she holds a teaching position at University Witten-Herdecke.

www.katinkatheis.de

Immo Eyser was born in Bremen, (Germany) 1969. He is a video artist based since 2002 in Berlin. He studied fine art / sculpture and cultural education at Alanus University for Arts and Social Sciences in Bonn. In addition to his work with video, he gives art seminars for students and manager in different institutions and companies. Since 2012 he is leading an art workshop with handicapped persons in Berlin.

www.immoeyser.de

www.facebook.com/events/276821762748388


Fjölskylduleiđsögn um yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur

16403194_1370496852972153_7800135965131944719_o

Vegna góđra undirtekta endurtekur Listasafniđ á Akureyri leikinn og býđur aftur upp á sérstaka fjölskylduleiđsögn í Ketilhúsinu, laugardaginn 25. febrúar kl. 11-12. Heiđa Björk Vilhjálmsdóttir, frćđslufulltrúi, segir börnum og fullorđnum frá yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk. Munurinn á hlutbundinni og abstrakt list Nínu verđur m.a. skođađur auk ţess sem barnabćkur hennar verđa sérstaklega til umfjöllunar. 

Ađ lokinni leiđsögn er gestum bođiđ ađ búa til sitt eigiđ listaverk, innblásiđ af verkum Nínu. Sýningunni lýkur nćstkomandi sunnudag, 26. febrúar. 

Skráning á heida@listak.is. Ađgangur er ókeypis.

https://www.facebook.com/events/1868719586706928


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband