Fćrsluflokkur: Menning og listir

Hrönn Einarsdóttir opnar málverkasýningu á Lćknastofum Akureyrar

22519774_10208065929086624_7545762654722857381_o

Hrönn Einarsdóttir, opnar málverkasýningu á Lćknastofum Akureyrar.
Glerártorgi – 2. hćđ fimmtudaginn 19. október 2017.
Hrönn er fćdd 1962 á Akureyri ţar sem hún er búsett. Hún lauk prófi frá Myndlistaskólanum á Akureyri voriđ 2010. Hrönn hefur haldiđ nokkrar einkasýningar og tekiđ ţátt í mörgum samsýningum síđan ţá.
Sýningin er opin virka daga kl. 9-16.


Jónína Björg Helgadóttir opnar sýningu í Menningarhúsinu Bergi

22291312_717291768461491_4573715259471810721_o

Jónína Björg Helgadóttir opnar sýninguna Úr mínum höndum í Menningarhúsinu Bergi.

Jónína Björg útskrifađist úr Myndlistaskólanum á Akureyri 2015, og er ţetta hennar fjórđa einkasýning síđan. Hún hefur tekiđ ţátt í fjölda samsýninga, unniđ sem verkefnastjóri og er partur af listahóp sem bćđi sýnir saman og rekur lista- og menningarrýmiđ Kaktus á Akureyri.
Verk hennar eru ađ megninu til málverk og grafíkverk, sem oft eiga uppruna sinn í draumum og draumkenndri hugsun. Ţau eiga ţađ til ađ vera femínísk og sjálfsćvisöguleg.

,,Verkin á ţessa sýningu vann ég út frá atburđum og tilfinningum í eigin lífi, eins og oft vill gerast. Ég vann sýninguna ansi hratt og naut ţess ađ grandskođa ekki allar ákvarđanir heldur leyfa hugmyndunum ađ verđa ađ verkum án ţess ađ leggja skýrar línur fyrirfram. Ţegar á leiđ, og ég stóđ á miđri vinnustofunni umkringd verkum, uppgötvađi ég svo meininguna og samhengiđ.”

Sýningin er opin frá 3. nóv. - 28. nóv. en formleg opnun verđur laugardaginn 11. nóv. frá kl. 13-16. Ţangađ eru allir velkomnir og léttar veitingar verđa í bođi.

Menningarhúsiđ Berg er viđ Gođabraut, Dalvík og er opiđ mánudaga til föstudaga kl. 10-17 og laugardaga 13-17.

https://www.facebook.com/events/399818457103416


Opiđ fyrir umsóknir í Gestavinnustofu Gilfélagsins

gilfelaglogo-2

Gilfélagiđ auglýsir eftir umsóknum til dvalar í gestavinnustofu Gilfélagsins. Um er ađ rćđa mánađardvalir á tímabilinu júlí til desember 2018. Gestavinnustofan er fullbúin íbúđ međ vinnustofu sem hentar einum listamanni eđa pari. Innangengt er í viđburđarrýmiđ okkar Deigluna ţar sem er í bođi ađ halda sýningu eđa annarskonar viđburđ í lok dvalar eđa eftir samkomulagi.

Íbúđin er stađsett í Kaupvangsstrćti, eđa Listagilinu í miđbć Akureyrar ţar sem er stutt ađ sćkja alla helstu ţjónustu svo ekki sé minnst á menningarlífiđ.

Umsóknarfrestur er til og međ 1. nóvember.

Nánari upplýsingar hér

///

The Gil Artist Residency is open for applications for one month stays in July to December 2018.

Gil Artist Residency is an Artist in Residence Program located in Akureyri, North Iceland. We are located in the town center, in the Art Street where the Art Museum and several galleries, artist studios, restaurants and bars are located. At the end of the street is the shore of Eyjafjörđur, a beautiful mountain view of the fjord. Akureyri is a small town with an easy access to open nature.

We can accommodate one or two artists, in a private apartment with a studio, fully equipped kitchen & bathroom and a gallery for final events & exhibitions. Our exhibition space Deiglan is next door and has an internal access from the studio.

The application deadline is November 1st.

More Infos here


Fjölskylduleiđsögn og hćgt ađ búa til sitt eigiđ listaverk

22256596_1623058247716011_628749468817944002_o

Laugardaginn 14. október kl. 11-12 verđur fjölskylduleiđsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Heiđa Björk Vilhjálmsdóttir, frćđslufulltrúi, segir börnum og fullorđnum frá sýningu Rúrí: “Jafnvćgi - Úr jafnvćgi” og sýningu Friđgeirs Helgasonar: "Stemning - Mood”. Ađ lokinni leiđsögn er gestum, stórum og smáum, bođiđ ađ búa til sitt eigiđ listaverk. Ađgangur er ókeypis í bođi Norđurorku en tilkynna ţarf um ţátttöku í netfangiđ heida@listak.is

https://www.facebook.com/events/735178006671727

listak.is


Jellyme, Anna Richards og Karlakór Akureyrar Geysir í Kaktus

22289677_1287382954717958_8742061063129769108_o

Jellyme

Forvitnilegur gjörningur međ og eftir Önnu Richards
Karlakór Akureyrar Geysir tekur ţátt.

Fjöldi valinkunnra norđlenskra listamanna lagđi hönd á plóginn til ađ verkiđ gćti orđiđ ađ veruleika.

Fluttur í EITT skipti í Kaktus, Hafnarstrćti 73 (gömlu Dynheimar) á Akureyri laugardaginn 14. Október kl. 16:00

Hugdettan ađ verkinu tengist foreldrum Önnu og ţeirri stađreynd ađ Anna erfđi kynstrin öll af sultu eftir ţau. “Svo er ég soddan sulta” segir Anna og hlćr! (Hvađ sem ţađ nú táknar)

Sóknaráćtlun Norđurlands og Akureyrarstofa styrkja verkiđ.

Kaktus hýsir verkiđ.

Enginn ađgangseyrir, ţađ er stefnan hjá Kaktus :)

VELKOMIN öll

https://www.facebook.com/events/131438097582638


Textíllistakonan Päivi Vaarula međ Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu

large_talvi16_17-1-

Ţriđjudaginn 10. október kl. 17-17.40 heldur finnska textíllistakonan Päivi Vaarula Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Being a textile artist. Ţar mun hún fjalla um list sína og starfsferil. Ađgangur er ókeypis. 

Päivi Kristiina Vaarula hefur sýnt víđa á Norđurlöndum sem og í Evrópu og Japan, haldiđ 9 einkasýningar og tekiđ ţátt í 20 samsýningum. Hún starfar um ţessar mundir viđ kennslu í Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstađ. Vaarula er međ mastersgráđu í textílhönnun og hefur kennt fagiđ og haldiđ fyrirlestra víđa um lönd síđastliđin 30 ár. 

Ţriđjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Verkmenntaskólans á Akureyri.

listak.is


Cindy Small sýnir í Deiglunni

21586663_585297154927370_56513268300425286_o
 
Ţér er bođiđ á opnun sýningarinnar "Voyager / Ferđalangur" í Deiglunni á laugardag, 23. september kl. 14 - 17. Einnig opiđ 14 - 17 á sunnudag.
Cindy Small er gestalistamađur Gilfélagsins í september og mun sýna afrakstur dvalar sinnar.
 
"Ferđalangur"
Stuttu eftir ađ ég kom til Akureyrar heimsótti ég safniđ sem sýnir nú gömul íslensk kort. Margt viđ kortin gripu mig - fallegu landfrćđiteikningarnar og notkun lita, stórfenglegu sćskrímslin og síbreytilegt form eyjarinnar eftir nýjar uppgötvanir.
Eftir ţví sem ég verđ öruggari á ţessu "ćttleidda heimili" breytist skilningur minn á landi og ţjóđ. Hver dagur er ný upplifun á loftslagi, landslagi, hljóđi og lykt. 
Ég hef búiđ til ný kort međ uppgötvunum mínum, međ áherslu á sjálfsmynda, "skrímsla" sem Ferđalangurinn. Bátarnir, sem eru oft til stađar, tákna ferđina sem hefur prentast í hjarta mitt.
Takk, Akureyri.
Takk, Ísland.
 
Deiglan,  Kaupvangsstrćti 23, Akureyri.
Gilfélagiđ er styrkt af Akureyrarstofu
 
///
 
You are invited to the opening of the exhibition "Voyager" by Cindy Small, artist in residence, in Deiglan on Saturday, September 23rd at 2 - 5 pm. Also open on Sunday 2 - 5 pm. 
 
"Voyager"
Shortly after I arrived in Akureyri, I visited the museum which currently has on display a collection of ancient maps of Iceland. Many things about the maps struck me-the beautiful topographical illustrations and use of color, the fantastical sea monsters, and the ever-changing shape of the island as new discoveries were learned. 
As I became more comfortable in this "adopted home", I noticed my changing insights of this land and culture. Each day brings a different awareness of the climate, the landscape, the sounds and smells of this place.
My work speaks to creating new maps of my discoveries, highlighting the self-portrait "monsters" as the Voyager. The boats that are often times present, symbolize the journey, which is absolutely leaving an imprint on my heart. 
Thank you, Akureyri. 
Thank you, Iceland.
 
Deiglan, Kaupvangsstrćti 23, Akureyri.

Gestavinnustofa Gilfélagsins er laus til útleigu í október

11053284_293979480725807_5383994652796239428_n

Gestavinnustofa Gilfélagsins er laus til útleigu í október, um er ađ rćđa 16. - 23. október og 23. - 30. október - afhent eftir hádegi á mánudegi og skilađ fyrir hádegi á mánudegi. Verđ fyrir vikuna er 25.000 kr. Innifaliđ í verđi er möguleiki á ađ halda viđburđ/sýningu í Deiglunni eftir samkomulagi.
Vinnustofan er í Kaupvangsstrćti 23, Akureyri, og er fullbúin og hentar ágćtlega fyrir einn til tvo listamenn. Nánari upplýsingar um ađstöđuna er á heimasíđu okkar, www.listagil.is
Áhugasamir hafi samband á studio.akureyri@gmail.com


Mexíkóski ljósmyndarinn Alfredo Esparza Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu

21743520_1598908160131020_5669114919845486026_o

Ţriđjudaginn 19. september kl. 17-17.40 heldur mexíkóski ljósmyndarinn Alfredo Esparza Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Contemporary Mexican Photography. Fyrirlesturinn gefur innsýn í mexíkóskar hefđir og menningu sem skapast hafa í tengslum viđ ljósmyndun – bćđi listrćna- og heimildaljósmyndun. Rćtt verđur um hin margvíslegu umfjöllunarefni samtíma ljósmyndara. Ađgangur er ókeypis.

Alfredo Esperaza lauk mastergráđu í húmanískum frćđum í Mexíkó 2008 og námi í samtímaljósmyndun 2012. Hann hefur sýnt ljósmyndir sínar víđa um heim og vinnur um ţessar mundir ađ list sinni á Íslandi.

Fyrirlestraröđin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á međal annarra fyrirlesara vetrarins eru Jessica Tawczynski, Natalia Dydo, Päivi Vaarula og Hugleikur Dagsson.

www.listak.is


Listasafniđ á Akureyri opnar sýningu á Hjalteyri

21587193_1596079127080590_3172556986687661075_o

Laugardaginn 16. september kl. 15 opnar Listasafniđ á Akureyri sýningu á vídeóverkum úr safneign í Verksmiđjunni á Hjalteyri. Verksmiđjan er afar hrátt húsnćđi og skapar ţar af leiđandi heillandi umgjörđ um ţessa tegund myndlistar. Vídeóverk hafa ekki veriđ áberandi í safneign Listasafnsins en á síđustu árum hefur orđiđ ţó nokkur breyting ţar á. Sýningin er liđur í ţví ađ sýna verk úr safneigninni í nýju ljósi og er unnin í samvinnu Listasafnsins og Verksmiđjunnar á Hjalteyri.

Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru: Arna Valsdóttir, Ine Lamers, Klćngur Gunnarsson og Ţóra Sólveig Bergsteinsdóttir. Sýningin stendur til 1. október og verđur opin ţriđjudaga-sunnudaga kl. 14-17.

listak.is


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband