Fćrsluflokkur: Menning og listir

Auglýst er eftir umsóknum úr Menningarsjóđi

dsc04111

Menningarsjóđur Akureyrar auglýsir eftir umsóknum um styrki.  Auglýst er eftir umsóknum um samstarfssamninga og verkefnastyrki. Samstarfssamningar skulu stuđla ađ fjölbreyttu menningarlífi á Akureyri. Hćgt er ađ sćkja um samstarf til tveggja eđa ţriggja ára í senn. Viđ úthlutun er litiđ til fjölbreytileika í starfsemi,aldurs ţátttakenda, jafnréttis og sýnileika. 
Sótt er um á heimasíđu Akureyrarbćjar: http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/umsoknir

Hinvegar er auglýst eftir umsóknum um verkefnastyrki. Verkefnin skulu auđga menningarlífiđ í bćnum,hafa sérstöđu og fela í sér frumsköpun. 
Vegna 100 ára afmćlis Leikfélags Akureyrar verđa 500.000 kr. eyrnamerktar verkefnum tengdum afmćlinu.
Sótt er um á heimasíđu Akureyrarbćjar: http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/umsoknir

Umsóknarfrestur er til og međ 5. febrúar 2017.

Nánari upplýsingar hér.


Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum um starfslaun listamanna

1484726951_vorkoma2016-web

Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum um starfslaun listamanna fyrir tímabiliđ 1. júní 2017 til 31. maí 2018. Starfslaunum verđur úthlutađ til eins listamanns og hlýtur viđkomandi 9 mánađa starfslaun.

Markmiđiđ er ađ listamađurinn sem starfslaunin hlýtur geti helgađ sig betur listsköpun sinni eđa einstökum verkefnum á vettvangi hennar á tímabilinu. Einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina.

Umsćkjendur skili inn umsókn međ upplýsingum um listferil, menntun og greinargóđum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notađur.

Umsóknum skal skilađ í netfangiđ huldasif@akureyri.is eđa í ţjónustuanddyri Ráđhússins ađ Geislagötu 9.

Umsóknarfrestur er til og međ 8. febrúar 2017.

Nánari upplýsingar hér.

 


Jónborg Sigurđardóttir sýnir á bókasafni HA

15941134_10212264587156795_7137604885836788741_n

Málverkasýningin JÓNBORG-SÓLBORG er fjórđa sýning í sýningarröđinni JÓNBORG-STÓRBORG-ELDBORG-SVANBORG sem er haldin á bókasafni HA. Ađ ţessu sinni mála ég myndir af fyrrverandi vistmönnum Sólborgar sem fluttu á lítil sambýli ţegar stofnuninni var lögđ niđur, í húsnćđi sem áđur var fyrir fólk međ ţroskaskerđingu er nú háskóli. Allir velkomnir.

Opnun föstudaginn 13. jan. kl. 16-18.
Sýningin stendur til 10. feb. og er opiđ á opnunartíma bókasafnsins.

https://www.facebook.com/events/1073466709447928


Hallgrímur Stefán Ingólfsson opnar sýninguna Ship ohoj í Mjólkurbúđinni

15965486_10154125227937231_7206624249506195922_n

Hallgrímur Stefán Ingólfsson opnar einkasýninguna Ship ohoj í Mjólkurbúđinni í Listagilinu á Akureyri á laugardaginn 14.janúar kl. 14.

Sýningaráriđ 2017 hefst međ tíundu einkasýningu Hallgríms Stefáns Ingólfssonar og málverkasýningu hans Ship ohoj. Sjórinn er honum hugleikinn og kemur oft fyrir í myndum listamannsins ţó myndefni hans eru fjölbreytileg.

Hallgrímur sem er kennari viđ listnámsbraut VMA hefur teiknađ og málađ frá barnćsku. Hallgrímur er lćrđur innanhússarkitekt frá Skolen for boligindretning (Det Kongelige Danske Kunstakedemi) í Kaupmannahöfn og nam eitt ár í grafík viđ sama skóla og er međ kennsluréttindi frá Háskólanum á Akureyri.

Sýning Hallgríms Ship ohoj stendur yfir frá 14.-29.janúar og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eftir samkomulagi ţess utan.


Nína Tryggvadóttir og Freyja Reynisdóttir í Listasafninu á Akureyri

15875458_1344320685589770_8659406478852496189_o 15941105_1344980105523828_1986753923655381028_n

Áriđ 2017 verđur óvenjulegt ár í Listasafninu á Akureyri ţar sem framkvćmdir viđ efstu hćđina í Listasafnsbyggingunni hefjast í febrúar. Starfsemin beinist ţví ađallega ađ ţví ađ setja upp sýningar í Ketilhúsinu. Sýningaráriđ hefst međ tveimur opnunum laugardaginn 14. janúar kl. 15. Á miđhćđ Ketilhússins má sjá yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk, en á svölunum opnar Freyja Reynisdóttir sýninguna Sögur

Nína Tryggvadóttir
Litir, form og fólk
Listasafniđ á Akureyri, Ketilhús, 14. janúar - 26. febrúar

Nína Tryggvadóttir (1913-1968) var međal frjóustu og framsćknustu myndlistarmanna sinnar kynslóđar og ţátttakandi í formbyltingunni í íslenskri myndlist á 5. og 6. áratugnum. Hún nam myndlist í Kaupmannahöfn og New York og bjó auk ţess í París, Lundúnum og Reykjavík. Nína vann ađallega međ olíu á striga en hún er einnig ţekkt fyrir pappírsverk, verk úr steindu gleri, mósaíkverk og barnabćkur. Hún var einn af brautryđjendum ljóđrćnnar abstraktlistar.

Sýningin Litir, form og fólk er unnin í samvinnu viđ Listasafn Íslands, en í safneign ţess eru um 80 verk eftir Nínu frá tímabilinu 1938–1967. Hún er ađ hluta byggđ á sýningunni Ljóđvarp sem sett var upp í Listasafni Íslands 2015, en í tengslum viđ ţá sýningu kom út vegleg bók um Nínu. Bókina prýđir fjöldi ljósmynda af verkum hennar auk greina og viđtala á íslensku og ensku.

Sýningarstjóri: Hlynur Hallsson.  

https://www.facebook.com/events/250505972047721

Freyja Reynisdóttir
Sögur
Listasafniđ á Akureyri, Ketilhús, 14. - 26. janúar

Verk Freyju Reynisdóttur (f. 1989) eru unnin í ólíka miđla en fjalla mörg hver um ţá ţráhyggju mannsins ađ skilgreina allt og alla, en einnig um ţrćđina sem viđ eigum sameiginlega s.s. upplifanir, minni og samskipti. Ţessar vangaveltur eru ennţá ofarlega á baugi í sýningunni Sögur ţó engin endanleg niđurstađa sé í bođi. Erfitt er ađ sjá fyrir hvađ áhorfandinn spinnur út frá frásögn listamannsins, enda er ţađ einstaklingsbundiđ.

Freyja útskrifađist úr Myndlistaskólanum á Akureyri 2014 og hefur starfađ og sýnt á Íslandi, Danmörku, Spáni, Ţýskalandi og í Bandaríkjunum. Hún hefur rekiđ sýningarýmiđ Kaktus auk ţess ađ halda árlega listviđburđinn Rót á Akureyri og tónlistarhátíđina Ym.

https://www.facebook.com/events/163548724129884

 


Súpu- eđa sushifundur í Listagilinu

15894638_1341579429197229_7652487897508844861_n

Ţađ er komiđ ađ fyrsta súpu- eđa sushifundi ársins í Listagilinu. Viđ hittumst ţriđjudaginn 10. janúar 2017 kl. 12-13 á RUB 23.
Allir sem hafa áhuga á Listagilinu eru velkomnir.
Ţađ er engin formleg dagskrá en tilvaliđ ađ rćđa ţađ sem brennur á fólki og ţađ sem er framundan á nýju ári eđa ţađ sem er afstađiđ.
Gott er ađ skrá sig á fundinn hér, ţá veit starfsfólk RUB 23 hvađ ţađ er um ţađ bil von á mörgum. https://www.facebook.com/events/230579537399003/
Veriđ velkomin.


Joris Rademaker sýnir í Berlín

15823720_10211745739186112_9036605679123815892_n

Joris Rademaker opnar innsetningu 5. janúar 2017, kl. 19 til 22, í Studio Gallery Hier und Jetzt, Langhansstr. 116 í Berlín.
Sýningin stendur til 12. janúar. Opiđ frá 6. 7. 11. og 12. janúar frá kl. 14. til 18. Allir velkomnir.
 
Titill innsetningarinnar er: Berlin Island, Gautaborg Hollandi.
 
Á sýningunni blandar Joris saman mismunandi verkum, efni og tćkni frá mismunandi tímum, stöđum og löndum. Hér blandar hann ţessu öllu saman í nýtt samhengi.
Ađal viđfangsefni sýningarinnar er íslensk náttúra og erlend í samtali viđ hans hendur og líkama. Ţađ er samtal viđ innra og ytra umhverfi. Međ ţví ađ búa í mismandi löndum, borgum og stöđum hugsar hann um sjálfan sig sem menningarlegan hirđingja (nomand).
 
Akureyrarstofa veitti Joris ferđastyrk vegna sýningarinnar. Hann dvaldi og vann í mánuđ i gestavinnustofu SIM í Berlin.

---

Joris Rademaker
Installations

Painting is in many ways symbolic for Joris working methods, as the main part of his oeuvre is presented in rows and series, where each picture can also stand alone. These rows of images create an impression of a sequence that indicates how the idea is thouroughly worked through in a variety of works balancing regularity and disorder. Each work carries with it the history of fruitful experimentation and precise implementation and this history carries over into the next them/object/form/instalation. In this way, Joris has produced rows of a variety of works that have in common the dissolution of tight forms and the suggestion of perpetual motion.

Úlfhildur Dagsdóttir


Opening 5.1.2017
7 PM

Open
5.1. till 12.1.2017
Wednesday / Thursday / Friday / Saturday 14 till 18 o`clock

Hier und Jetzt
Studiogalerie
Langhansstraße 116
13086 Berlin

Tram 12 & M13 Stop: Friesickestraße

https://www.facebook.com/events/837672669704072


REITIR, sýning og málstofa í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

15585031_1203443563081327_8197484377012006687_o

REITIR í samstarfi viđ Akureyrarstofu, Listasafniđ á Akureyri, Alţýđuhúsiđ á Siglufirđi, Evrópu Unga fólksins og Haack_Marteinsson bjóđa ţig velkominn á bókaútgáfu REITA

Í tilefni útgáfu bókar Reita, Tools for Collaboration, verđur opnuđ sýning og málstofa haldin í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi laugardaginn 17. desember kl. 15. Viđburđurinn er öllum opinn, án endurgjalds. Smiđjan Reitir hefur nú veriđ haldin síđustu fimm sumur í Alţýđuhúsinu á Siglufirđi og til ađ fagna ţeim áfanga hefur hópurinn unniđ ađ ítarlegri greiningu á verkefninu. Eftir marga mánađa vinnu er útkoman 448 blađsíđna bók sem tekur saman öll helstu atriđi smiđjunnar og miđlar ţeirri ţekkingu sem ţar hefur orđiđ til á síđustu árum. Bókin er hagnýtur leiđarvísir ađ menningartengdu frumkvöđlastarfi og innblástur fyrir alla ţá sem eru áhugasamir um lausnamiđađ og skapandi starf.

Dagskráin er eftirfarandi:
15.00 Opnun sýningar og bókaútgáfu
15.15 Ávarp ritstjóra
16.00 Málstofa
17.10 Bođiđ uppá kartöflusúpu Ađalheiđar S. Eysteinsdóttur

Málstofan verđur miđuđ ađ einstaklingsframtaki og frumkvöđlastarfi í menningu og ţeim verkfćrum sem hćgt er ađ beita á ţeim grundvelli. Hluti viđburđarins fer fram á ensku.

Málstofan er styrkt af Akureyrarstofu, sem er heimahöfn menningar-, markađs-, kynningar- og ferđamála hjá Akureyrarbć. Viđ ţökkum ţeim stuđninginn!

ATH: Ţađ er sérstakur útgáfuviđburđur í Alţýđuhúsinu á Siglufirđi klukkan 17:00 föstudaginn 16.desember.

https://www.facebook.com/events/1299090130143283


Hitt og ţetta, hingađ og ţangađ í Kaktus

15304547_1019230251533231_565673238101791985_o

Jónína Björg Helgadóttir heldur sölusýningu ţar sem hún sýnir verk sem hún hefur málađ hingađ og ţangađ um bćinn, eitt verk á mánuđi. Fleiri verk verđa til sýnis og sölu, en Jónína er ađ flytja vinnustofuna sína úr Kaktus og yfir í Flóru um áramótin svo ţađ verđur öllu til tjaldađ!

Opiđ:
Föstudag frá kl. 19 -22
Laugardag frá kl. 13-19
Sunnudag frá kl. 13-19

// Jónína Björg Helgadóttir exhibits work in Kaktus. The works include paintings painted around town in the last year, some outside but inside when the weather didn't allow outside painting.
Jónína is moving her studio from Kaktus to Flóra and will be showing and selling a lot of different work, f.x. linocuts, jewellery, small and big paintings.

Open:
Friday Des. 16th 5 - 10pm
Saturday Des. 17th 1 - 7pm
Sunday Des. 18th 1 - 7pm

https://www.facebook.com/events/1431069076955056


Lista- og handverksmessa Gilfélagsins

15384355_579477522235640_2998368000932989211_o

Lista- og handverksmessa Gilfélagsins verđur haldin í Deiglunni laugardaginn 10. desember kl. 13 - 20. Um er ađ rćđa markađ lista- og handverksfólks og ţar mun kenna ýmissa grasa, myndlist, handverk, tónlist og ljóđ. Upplagt ađ koma og versla eitthvađ sniđugt í jólapakkann eđa til ađ gleđja í skammdeginu.

Ţátttakendur eru:
Adam Óskarsson, Guđmundur Ármann, Hrönn Einarsdóttir, HM handverk, Jónborg Sigurđardóttir, Kristín S. Bjarnadóttir, Jökull Guđmundsson, Rósa Kristín og Karl Guđmundsson, Valdís, Ţóra Ţorvaldsdóttir, Ţorgerđur Jónsdóttir, Dóra Hartmannsdóttir, Agnes Arnardóttir, Ţórhildur Örvars; Lára, Hjalti o.fl.

Nánari upplýsingar veita
Guđmundur Ármann Sigurjónsson s. 864 0086 og
Sigrún Birna Sigtryggsdóttir s. 847 7488.

Stjórn Gilfélagsins

Messur Gilfélagsins eru styrktar af Uppbyggingarsjóđi Norđurlands Eystra. Gilfélagiđ er styrkt af Akureyrarstofu.

https://www.facebook.com/events/226276374449934


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband