Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2016

Viðburðarík helgi í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

12514063_10205800386385642_1249048081272743163_o

Laugardagskvöldið 27. feb. kl. 20.00 2016 mun ljóðahópurinn Hási Kisi og gestur, vera með ljóðaupplestur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Hási Kisi er ljóðaklúbbur sem starfað hefur á Fljótsdalshéraði frá árinu 2008. Meðlimir Hása Kisa eru Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Hrafnkell Lárusson, Ingunn Snædal og Stefán Bogi Sveinsson. Þau telja sig allt í senn aðdáendur, aðstoðarmenn og harðir og miskunnarlausir gagnrýnendur ljóðsins. Hópurinn hefur staðið fyrir viðburðum og vinnur að útgáfumálum en er fyrst og fremst sjálfshjálparhópur taugaveiklaðra ljóðskálda sem með góðu eða illu ætla sér að láta fólk hlusta á ljóðin sín.
Sérstakur gestur á upplestrinum í Alþýðuhúsinu á Siglufirði verður Urður Snædal sem tengist hópnum sterkum böndum.

Sunnudaginn 28. feb. kl. 14.00 verður síðasti sýningardagur sýningarinnar "Dæld" í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.  Þá mun listamaðurinn sjálfur, Klængur Gunnarsson vera með kynningu og spjall um verkin sín.
Heitt á könnunni og allir velkomnir.


Menningarráð Eyþings/uppbyggingarsjóður, Fjallabyggð, Fiskbúð Siglufjarðar og Egilssíld styðja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.


Noemi Niederhauser sýnir í Vestursal Listasafnsins á Akureyri

12745447_1076430692378772_3153016707053167143_n

Laugardaginn 27. febrúar kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Vestursal sýning svissnesku listakonunnar Noemi Niederhauser, Ráfandi skrúðganga. Sýningin er sviðsetning á látbragði, hreyfingum, gjörðum og hrynjandi þar sem merking og áhersla er sífellt fjarlægð.

Ráfandi skrúðganga felur í sér að meðtaka tilveruna á Ólafsfirði, þar sem listakonan hefur dvalið við undirbúning sýningarinnar. Þar byggir efnahagurinn aðallega á fiski og margvíslegum breytingaferlum fisksins yfir í afurðir. Verkefnið fólst í því að safna, aðgreina og festa hulin sjónarhorn án möguleika á endanlegri frásögn og þess í stað endurgera og breyta endalaust.

Noemi Niederhauser er fædd í Bern í Sviss árið 1984 og útskrifaðist með diplóma í keramik frá Applied Art School í Vevey í Sviss 2010 og með MFA gráðu í myndlist frá Central Saint Martins College of Art and Design í London 2014. Sýningin Ráfandi skrúðganga er hennar þriðja einkasýning en auk þess hefur hún tekið þátt í samsýningum víða um heim. Verk hennar má finna á söfnum í Sviss, Ítalíu og Belgíu.

Sýningin stendur til 13. mars og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýningar Listasafnsins á Akureyri er alla fimmtudaga kl. 12.15-12.45. Aðgangur er ókeypis.

http://www.listak.is


Claudia Mollzahn sýnir í Deiglunni

8209_1112027138807840_5114456927317494719_n

Claudia er gestalistamaður mánaðarins í gestavinnustofu Gilfélagsins. Hún sýnir þau verk sem hún hefur verið að vinna að á tímabilinu. Hún vinnur m.a. með textíl innsetningar og gjörninga. Claudia er búsett í Wales í Englandi.
Allir velkomnir!

Sýningin verður opin á laugardag 27. febrúar og sunnudag 28. febrúar  kl. 14:00-17:00


Claudia Mollzahn was brought up in Germany and now lives in Wales, UK. She works mainly with wool and uses traditional craft techniques such as knit, crochet and felt. She is interested in the physical qualities of the materials she uses, and creates work that can be experienced with all the senses. Visitors are encouraged to handle, wear and move with the pieces. The aim is to create a sense of playfulness while at the same time universal concepts relating to place, home and identity can be explored. For the first time a story will accompany each piece, with the invitation to create alternative narratives.
Work shown in this exhibition has been created during her one- month residency in February 2016 at the Gil Society, Akureyri, Iceland.

https://www.facebook.com/events/1044075125649911


Katrín Björg Gunnarsdóttir opnar ljósmyndasýninguna HVILFT í Kaktus

12747885_814373718685553_6455422151145825745_o

Katrín Björg Gunnarsdóttir opnar ljósmyndasýninguna HVILFT í Kaktus þann 27. febrúar 2016 klukkan 14. 
Hún mun sýna ljósmyndir sem teknar eru á gamla filmuvél og stækkaðar af henni sjálfri. 

Sýningin er opin laugardag og sunnudag frá kl. 14-18. Aðeins þessa einu helgi.

KaktusKaupvangstræti 10, 600 Akureyri

https://www.facebook.com/events/953499774736980/954279637992327


Sýningin BIL / GAP opnar í Sal Myndlistarfélagsins

12698163_1002619979811005_1227165708337674819_o

Verið velkomin á opnun sýningarinnar BIL / GAP, föstudaginn 19. febrúar kl 17:00 - 19:00 í Sal Myndlistarfélagsins. Léttar veitingar í boði. Sýningin er opin um helgar frá 14:00 - 17:00, síðasti sýningardagur er 6. mars.

/
Sögur um bil í tíma, skáldskapur í sannindum.
Þrá, stolt, tími, frestun á tíma og lestur í tíma.
/

Gunnar Jónsson er fæddur árið 1988 í Reykjavík en flutti stuttu síðar til Ísafjarðar. Hann stundaði nám í myndlist við Listaháskóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist árið 2012. Hann hefur tekið þátt í mörgum sýningum bæði erlendis og hér heima. Hann er meðlimur í listamannarekna galleríinu Slunkaríki á Ísafirði og starfar einnig sem listrænn stjórnandi í Gallerí Úthverfa á Ísafirði þar sem hann býr og starfar.
www.gunnarjonsson.net
http://www.kolsalt.is/outvert-art-spacegalleriacute-uacutethverfa.html

Gústav Geir Bollason er fæddur árið 1966 á Akureyri. Hann stundaði nám við Myndlista og Handíðaskóla Íslands en að því loknu nam hann einnig í Búdapest og síðar í París. Gústav býr og starfar á Hjalteyri við Eyjafjörð þar sem hann rekur ásamt öðrum listamönnum sýningar- og verkefnarýmið Verksmiðjan á Hjalteyri.
http://verksmidjanhjalteyri.com/

Klængur Gunnarsson er fæddur árið 1985 í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2011 og frá þeim tíma hefur hann tekið þátt í margvíslegum verkefnum og sýnt víða, bæði hér heima og erlendis. Klængur er búsettur á Akureyri þar sem hann hefur starfað undanfarin tvö ár.
www.klaengur.org

https://www.facebook.com/events/954255114621523


Félagsfundur SÍM í samstarfi við Myndlistarfélagið

Logo-graent-1-980x350

Laugardaginn 13. febrúar, kl. 13:00 til 15:00, verður haldinn félagsfundur SÍM í samstarfi við Myndlistarfélagið.

Fundurinn verður haldinn í sal Myndlistarfélagsins, Kaupvangsstræti 10, Akureyri.

Efni fundar:

/// VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM  segir frá herferðinni “Við borgum myndlistarmönnum” og kynnir Framlagssamninginn.

/// Kynning á BHM – Bandalagi Háskólamanna

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri SÍM fer yfir það helsta sem felst í því að vera félagi í BHM.

/// Önnur mál

Félagsmönnum gefst tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri til stjórnar SÍM, ræða hagsmunamál og spyrja spurninga.

Súpa og léttar veitingar í boði


Baldvin Ringsted sýnir í Vestursal Listasafnsins á Akureyri

12729199_1068502806504894_608191501835288092_n

Laugardaginn 13. febrúar kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Vestursal sýning Baldvins Ringsted, Snarstefjun, annar hluti: Bárujárnsárin. Sýningin er framhald á vinnu Baldvins með tónlist og tungumál sem og tilraunir með strúktúr og afbyggingu í málverki. „Mikilvægur hluti sköpunarferlisins er þegar ég set mér ramma eða einhvers konar reglur í upphafi vinnunnar, líkt og vanalega er gert í snarstefjun (e. improvisation) í jass- og blústónlist. Ferlið á sér líka sterka skírskotun í tónverkum nútímatónskálda á borð við John Cage og Steve Reich,“ segir Baldvin.

Baldvin Ringsted vinnur með ýmis efni og miðla; innsetningar, málverk, skúlptúra, hljóð og vídeó. Hann hefur sýnt víða um heim, bæði á samsýningum og einkasýningum. Baldvin sækir efnistök verkanna oftast að einhverju leyti í þekkingu sína og reynslu af tónlist og hljóðfæraleik. Verk hans skoða annars vegar sambandið á milli hljóðs og mynda og hins vegar á milli sögu og strúktúrs.

Sýningin Snarstefjun, annar hluti: Bárujárnsárin stendur til 25. febrúar og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýningar Listasafnsins á Akureyri er alla fimmtudaga kl. 12.15-12.45. Aðgangur er ókeypis.

https://www.facebook.com/events/1232658320112938

http://www.listak.is


Zine vinnustofa í Kaktus

12694816_806569249466000_6072984396132133736_o

. . Z I N E   V I N N U S T O F A . .

Verið hjartanlega velkomin á Zine vinnustofu í Kaktus.

 
 
12. - 14 febrúar kl. 14-22. 


Frábært tækifæri til að nýta sköpunargleðina og búa til eigið Zine eða skoða önnur, eyða helginni í skapandi umhverfi með góðum vinum og njóta lífsins! 

Megan Auður, ungt skáld og listamaður, er komin alla leið frá Reykjavík til að eyða helginni á Akureyri að skapa saman. 

Í farteski sínu hefur hún safn af Zine-um, föndur og fíneríi sem spennandi verður að skoða, og vonumst við til að sem flestir láti sjá sig til að vinna hvort í sínu lagi eða saman að einu eða fleiri Zine-um.

Pennar, skæri, litir, lím, penslar, pappír og fjöldi annarra verkfæra verða á staðnum auk skanna og prentara. En auðvitað er frábært ef gestir vilja taka eigin verkfæri meðferðis. 

Samkvæmt Wikipedia er Zine:
most commonly a small circulation of self-published work of original or appropriated texts and images usually reproduced via photocopier. A popular definition includes that circulation must be 1,000 or fewer, although in practice the majority are produced in editions of fewer than 100, and profit is not the primary intent of publication.

 
Kaktus
Kaupvangstræti 10 -12 
600 Akureyri

https://www.facebook.com/events/228813090792229


Ellis O´Connor sýnir í Mjólkurbúðinni

12716080_10156547809315422_3978457567327271478_o

Ellis O´Connor opnar sýninguna TRACING THE LAND í Mjólkurbúðinni á Akureyri, laugardaginn 13.febrúar kl. 14.

Ellis O´Connor er frá Skotlandi og hefur dvalist siðustu 5 mánuði á Íslandi, nú í Listhúsinu á Ólafsfirði og þar áður í Nesi Listamiðstöð á Skagaströnd. Ellis sýnir teikningar sem hún hefur unnið hér á landi þar sem hún vinnur með skrásetningu á eiginleikum landlagsins og fangar andrúmloftið, veðurfar og þær breytingar sem verða á umhverfinu í kjölfarið.

Ellis hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, sýnt víða og verða næstu viðkomustaðir hennar í gestavinnustofum í Noregi, Írlandi og á Svalbarða.
Hér má sjá fleiri upplýsingar um skosku listakonuna  Ellis O´Connor : http://ellisoconnor.com

Sýningin Tracing the land stendur yfir aðeins þessa einu helgi og er opið laugardag og sunnudag kl. 14-17

///

Tracing the Land 

Come along to the opening of Ellis O´Connor´s first solo exhibition in Iceland. 
Paintings and drawings all made in response to the dark winter experienced in the North of Iceland and from the shifting landscapes of this otherworldly place.

Mjólkurbúðin

Kaupvangsstræti 12

IS-600 Akureyri

Opening times 
Saturday 13th & Sunday 14th February. 
2 – 5pm. 

Drinks and refreshments will be provided. 

http://www.ellisoconnor.com

https://www.facebook.com/events/1537281576600764


Guð minn góður! Samsýning í Mjólkurbúðinni

12662594_10153212288362096_4374418651197217473_n

Nemendur fagurlistadeildar Myndlistaskólans á Akureyri opna sýninguna Guð minn góður! kl. 14:00 laugardaginn 6. febrúar.
Verkin eru afrakstur áfanga undir handleiðslu Stefáns Boulter.
Nemendurnir eru Atli Tómasson, Hallrún, Heiðdís Hólm, Steinunn Steinars, Snorri Þórðarson og Tryggvi Zophonias.

Allir hjartanlega velkomnir og léttar veitingar í boði!

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 7. febrúar frá kl. 14:00-17:00

https://www.facebook.com/events/1017062038331887


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband