Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og Arnar Ómarsson sýna í Safnahúsinu á Húsavík

kindur_700.jpg


Réttardagur 50 sýninga röð

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og Arnar Ómarsson sýna í Safnahúsinu á Húsavík, 2. sept. - 31. okt. 2011


Sýningin opnar föstudaginn 2. sept. kl. 17.00 og stendur til 31. okt.
Sýningin verður opin sunnudaginn 4. sept. kl.13.00 - 16.00 annars er Safnahúsið á Húsavík opið virka daga kl.10.00 - 16.00.
Athugið að það er aðeins klukkustundar akstur frá Akureyri til Húsavíkur.


“Að kvöldi réttardags” er 32. sýningin í 50 sýninga röð á verkum Aðalheiðar. Sýningarnar verða settar upp víða um heim á tímabilinu júní 2008 til júní
2013 undir yfirskriftinni "Réttardagur 50 sýninga röð". Tímabilið er á milli fjörutíu og fimm ára og fimmtugs afmælis listakonunnar en tilefnið er sá siður Aðalheiðar að standa fyrir sýningum á skemmtilegum tímamótum. Útgangspunktur sýninganna er dagurinn þegar fé er safnað af fjalli, upphaf nýs tímabils, menning og alsnægtir.

Aðalheiður dregur í verkum sínum upp mynd af samfélagi í tilraun til að minna okkur á hvaðan við komum og hver við erum. Sjálf segist hún leitast við að endurgera eftirminnileg augnablik úr eigin lífi en ýmsar mannlífsmyndir hafa alla tíð verið viðfangsefni hennar. Verkin eru einskonar brú milli veruleika og ímyndunar í samfélagi sem er of upptekið til að staldra við og njóta.

Í Safnahúsinu á Húsavík fjallar listakonan um kyrðina sem leggst yfir þegar féð bíður örlaga sinna, og bændur varpa mæðunni eftir göngur og smölun.

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir fæddist á Siglufirði 23.júní 1963 og bjó þar til 1986, þá fluttist hún til Akureyrar. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri 1989-93 og hefur síðan unnið ýmis störf á sviði myndlistar ásamt því að vera athafnasamur myndlistamaður. Árið 2000 hóf Aðalheiður þátttöku í Dieter Roth akademíunni og mun halda þeirri samvinnu áfram.Vinnustofa og heimili Aðalheiðar er í Freyjulundi, 601 Akureyri. Sími: 462-4981 / 865-5091. adalheidur@freyjulundur.is www.freyjulundur.is
Verk Aðalheiðar eru skúlptúrar og lágmyndir unnar úr timbri og fundnum hlutum. Listakonan raðar saman timburbútum svo úr verða lifandi manneskjur, dýr og hlutir sem tengjast aðstæðum hverju sinni. Þrátt fyrir að efniviðurinn sé oft óheflað afgangstimbur og yfirbragð verkanna grófgert hvílir yfir þeim fínleiki, næmni og hlýja. Henni tekst að gæða efnivið, sem sumir myndu kalla rusl, lífi og heilla áhorfendur með hrífandi verkum. Aðalheiður vinnur gjarnan að list sinni í samstarfi við aðra listamenn, og að þessu sinni Arnar Ómarsson.

Arnar Ómarsson lauk bacelor gráðu við Listaháskólann í Lundúnum nú í vor og hefur verið búsettur þar síðastliðin þrjú ár. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga þar ytra og einnig í Danmörku, hér á Íslandi og Þýskalandi. Arnar heldur úti síðunni www.arnaromarsson.com

Eyþing styrkir sýninguna.


Yfirlitssýning á verkum Gústavs Geirs Bollasonar í Listasafninu á Akureyri

innsetning.jpg

Á Akureyrarvöku, laugardaginn 27. ágúst klukkan 15 opnar Listasafnið á Akureyri yfirlitssýningu á verkum Gústavs Geirs Bollasonar.

Gústav hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér heima og erlendis og haldið tíu einkasýningar. Þetta er í fyrsta sinn sem yfirlitssýning á verkum Gústavs er haldinn og gefst því gott tækifæri til að fá innsýn í feril þessa einstaka listamanns.

Glundroði og hrörnun eru hugðarefni Gústavs Geirs. Verk hans hverfast um tækifærin sem felast í framrás tímans. Hann vinnur með hluti sem fundnir eru á víðavangi, leikur sér með rekavið náttúrunnar og reköld mannanna. Landslagið læðist inn í ljósmyndasamsetningar, abstrakt grafísk verk og jafnvel verk búin til úr jörðinni sjálfri. Bútar úr jörðinni hafa verið sviptir samhengi sínu og hrifnir inn í galleríið og bíða þess þar að áhorfandinn púsli þeim saman í verkunum og á milli verka.

Miðpunktur sýningar Gústavs í Listasafninu á Akureyri er verk hans Fiskar bera ekki byssur (2004-2008). Þar skeytir listamaðurinn teikningar og málverk saman við myndbanda- og tónskúlptúra. Listilega unnar teikningarnar eru gerðar eftir kvikmynd af hendi sem gangsetur bátsvél. Með þessum teikningum fylgja útlínumyndir sem sýna þverskurð skipsskrokksins og á teiknaðar útlínurnar hefur listamaðurinn málað skipsskrúfuna. Kvikmyndavél á bátnum festi á filmu hafflötinn og lífið á sjónum. Þessari kvikmynd er varpað á vegg og á borð með vatni. Vatnsborðið endurspeglast einnig í myndinni sem varpað er á vegginn. Og freistist einhver áhorfandi til þess að dýfa fingrunum eða hendinni í vatnið, þá umhverfist kvikmyndin í bylgjur, gárur sem sjást bæði á vatnsborðinu og á veggnum.

Einn af hápunktum þessarar sýningar er ný röð teikninga sem er í raun ætlað að þjóna sem eins konar myndstiklur og sýna okkur heiminn eftir að vistfræðilegt hrun hefur átt sér stað. Þegar olíulindirnar þorna upp skipta bílarnir ekki lengur máli; maður sést byggja hús úr gömlum gúmmídekkjum sem vart eru til annars nýt. Svokallaðir flóðhestabílar – sundursagaðir afturhlutar bifreiða sem dregnar eru áfram af hestum – aka hægt framhjá óplægðum túnum. Í drungalegustu teikningunni er beinamulningsvél að verki innarlega í hlöðu og í þeirri órakenndustu sturta tvær hendur hrútsvofu úr bíldekki ofan í læk. Myndaflokkurinn lýsir því hvernig heimurinn er reistur úr öskustó með nákvæmlega sömu hlutum og lögðu hann í eyði og hvernig samskipti manns og dýra leita aftur til fyrri hátta.

Gústav Geir er fæddur á Akureyri árið 1966. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1987-’89, nam við Magyar Képzömüveszeti Egyetem í Búdapest 1989-’90 og lauk DNSEP gráðu við Ecole Nationale d’Art í Frakklandi árið 1995. Gústav er einn af stofnendum Verksmiðjunnar á Hjalteyri og situr í stjórn hennar.

Sýningin stendur til sunnudagsins 16. október. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl 12-17.

Nánari upplýsingar:


Safnfulltrúi: Sóley Björk Stefánsdóttir s: 844-1555


Forstöðumaður og sýningarstjóri: Hannes Sigurðsson: s: 899-3386


www.listasafn.akureyri.is


email: art@art.is


Sími: 461-2610

gustav_1106107.jpg


Munstur Guðbjargar Ringsted í Mjólkurbúðinni

ringsted-300x224


Í tilefni Akureyrarvöku, afmælishátið Akureyrarbæjar opnar myndlistakonan
Guðbjörg Ringsted málverkasýninguna Munstur í Mjólkurbúðinni laugardaginn
27.ágúst kl.14.

Á sýningunni sýnir Guðbjörg málverk þar sem útsaumuð blóm flögra um
myndflöt og minna á íslensk útsaumsmynstur.

Guðbjörg útskrifaðist frá Mynd og handíðaskóla Íslands af grafíkdeild 1982
og er félagi í SÍM, Íslenskri grafík og Myndlistarfélaginu.

Sýning Guðbjargar Ringsted í Mjólkurbúðinni stendur aðeins þessa einu
helgi og er opið laugardag og sunnudag kl.14-17 og einnig á
laugardagskvöldinu frá kl.20.
Nánari upplýsingar:
Guðbjörg Ringsted ringsted@akmennt.is s 8634531
Mjólkurbúðin, Dagrún Matthíasdóttir dagrunm@snerpa.is s.8957173


Clementine Roy sýnir „Homeostasis“ í Gallerí+

galler+-300x225

Á Akureyrarvöku laugardaginn 27. ágúst opnar Clementine Roy sýninguna „Homeostasis“ kl. 14-17 í Gallerí+, Brekkugötu 35 á Akureyri. Hún sýnir vídeó innsetningu.

Sýngin verður einnig opin sunnudag 28. ágúst kl.14-17.

 
Clementine Roy er frá París en starfandi og búsett í Berlín. Homeostasis má skýra sem jafnvægishneigð eða aðlögun. Hún segir um sýnginuna:

The subject of my oeuvre focuses on the natural world and humans’
place within it.

Through photography, video and installations, I question what
constitutes a landscape. This inquiry leads to the mixing of nature
and artificiality.

The forms discovered and the angles of view vary depending upon the
projects: photography, video, public space intervention, or
performance…

My work deals with the observation of cycles in life, impermanence, entropy.

Through incorporating elements from fiction into my work, I ask how
stories, believes, mythologies and scientific convictions influence
our behaviour. By travelling through space and time, I explore the
present, the everyday life. By looking at a collective history, I ask
about our heritage: a transmission of ideas that evolve.

Ultimately I would like to reveal our ability to dream.

 

Gallerí+, Brekkugötu 35, 600 Akureyri


Björg og Hanna Hlíf sýna í Ketilhúsinu á Akureyrarvöku

hannahli_769_f.jpg bjo_776_rg_e.jpg

Björg sýnir lágvær og innhverf verk þar sem meðal annars má sjá himinbláma, spegilmyndir, garð úr fortíð og feneyjarsaum.

Verk Hönnu Hlífar eru óður til íslenskra hannyrða. Hún notar aldagömul íslensk mynstur sem grunn í útsaumsverkin á sýningunni. Hin fornu mynstur færir hún svo í nýjan búning með því að skreyta hinn hefðbundna krosssaum með „glingri“ úr samtímanum; plasti, pjátri og perlum. Kvenleg skreytilist að fornu og nýju verður Hönnu Hlíf þannig fagurfræðilegur efniviður verkanna.

Ketilhúsið, Listagili, Akureyri.

Opnun á Akureyrarvöku kl 14:00.
Eftir það er opið alla daga nema mánudaga, frá kl 13-17 til 11. september 2011.

Allir hjartanlega velkomnir.

https://www.facebook.com/event.php?eid=209842575738330


Þórarinn Blöndal opnar sýninguna "Guli skúr 8" í Flóru í Listagilinu á Akureyri

guli_skur.jpg

Þórarinn Blöndal
Guli skúr 8
27. ágúst - 29. október 2011
Flóra, Listagilinu á Akureyri, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/event.php?eid=165809080161663

Laugardaginn 27. ágúst kl. 14 á Akureyrarvöku opnar Þórarinn Blöndal myndlistarsýningu sem hann nefnir Guli skúr 8 í Flóru í Listagilinu á Akureyri.

Um verk sitt segir Þórarinn:
“Í geymslum má finna allt það sem maður leggur til hliðar og hugsar sér að nota síðar. Við flutning á vinnustofu minni fór ég í gegnum allt mitt dót og sorteraði. Setti allt í kassa og merkti og lagði af stað með mitt hafurtask. Í nýjum híbýlum mínum syðra fylgdi bílskúr og nefndi ég hann Gula skúr og þar er mín vinnustofa. Rýmið er sirka tíu sinnum rúmir þrír metrar. Gengið inn að austanverðu og einnig eru stórar dyr að norðan. Hillur eru allan vesturvegginn og gott vinnuborð við suðurvegg.

Fyrirferðarmikiklir á gömlu vinnustofunni voru vísar að óljósum hugmyndum, grunur um lausnir en óklárað. Sumu snyrtilega raðað í kassa og sorterað en á stundum mikil óreiða. Nokkrar hugmyndir höfðu dagað uppi og gleymst en dúkkuðu nú upp og vöktu upp gamla maníu. En sumt átti aldrei að lifa nema í kössum og geymslum og ekki hugsað til annars brúks. Einkennilega mikið af dóti sem hafði safnast upp og er nú í Gula skúr.  Þessar óljósu hugmyndir og vísar að verkum eru til sýnis í Flóru.”
Þórarinn Blöndal er fæddur á Akureyri 25. október 1966, hann stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og fór svo til Academie van Beeldende Kunst í Rotterdam, Hollandi. Ásamt því að halda sýningar sjálfur hefur Þórarinn staðið fyrir ýmsum listviðburðum og tekið virkan þátt í menningarstarfi á Akureyri. Þá er hann einn af stofnfélögum Verksmiðjunnar á Hjalteyri og er í stjórn hennar. Þórarinn hefur komið að ýmsum verkefnum tengdum söfnum víða um land, bæði sem hönnuður og sýningarstjóri. Undanfarna vetur hefur hann kennt myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri. Þórarinn er meðlimur í Dieter Roth Academy.

Sýning Þórarins stendur til laugardagsins 29. október 2011.

Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Listrænn ráðunautur og kaffibarþjónn staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu og verkmenningu. Sýningarrýmið á sér auk þess merkilega forsögu því þar rak Snorri Ásmundsson International Gallery of Snorri Ásmundsson með góðum árangri í lok síðustu aldar.

Flóra, Listagilinu á Akureyri, Kaupvangsstræti 23, Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is

toti_bondal.jpg


ÁLFkonur opna ljósmyndasýninguna „OKKAR SÝN“

image-1_1105625.jpg

 

 

LAUGARDAGINN 27. ÁGÚST

Kl 15.00 opna ÁLFkonur ljósmyndasýninguna 

„OKKAR SÝN“ á Akureyrarvöku.

Sýningin er utandyra, sunnan við Menningarhúsið Hof á Akureyri


ÁLFkonur er félagskapur kvenna á Eyjafjarðarsvæðinu 

(ÁhugaLjósmyndaraFélag fyrir konur á Eyjafjarðarsvæðinu) sem hafa ljósmyndun að áhugamáli og þessi sýning sýnir, okkar sýn á stórt og smátt, 

í gegnum linsuna á Akureyri og nágrenni. 

Þetta er fjórða samsýning hópsins og  

þátttakendur að þessu sinni eru; 

Agnes H. Skúladóttir, Berglind H. Helgadóttir, Freydís Heiðarsdóttir, Guðný Pálína Sæmundsdóttir, Helga H. Gunnlaugsdóttir, Helga Heimisdóttir Kristjana Agnarsdóttir, Margrét Elfa Jónsdóttir, Nanna Lind, Linda Ólafsdóttir og Hrefna Harðardóttir.  


Sýningin stendur frameftir september.



Nánari upplýsingar veita :
Berglind sími : 863-1409   berglindhelga@simnet.is
Linda sími : 867-8000    fotolind@gmail.com
Hrefna sími : 862-5642    hrefnah@simnet.is
og Lára Sóley verkefnastjóri Hofi sími : 450-1010  larasoley@menningarhus.is

Joris Rademaker sýnir í Populus Tremula

JORIS-AKUREYRARVAKA-web

Á AKUREYRARVÖKU HEFST NÝTT STARFSÁR Í POPULUS TREMULA.

Laugardaginn 27. ágúst kl. 14.00 opnar Joris Rademaker sýninguna Á milli tilvistar og tilveru í Populus Tremula.

Sýninguna tileinkar hann minningu Sigurðar Jónssonar.

Klukkan þrjú á opnunardag syngur Kristján Pétur Sigurðsson tvö lög eftir Cornelis Vreeswijk.

Hér leikur Joris sér með mismunandi víddir og ólík efni og veltir fyrir sér spurningum um tilvistina og tilveruna. Úr fundnum hlutum býr hann til ný verk.


Opið laugardag kl. 14.00-22.00 og sunnudag kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.

Populus tremula
LISTAGILI
Akureyri


Hlynur Hallsson og Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýna í GalleríBOX á Akureyrarvöku

byltingin_box.jpg

 

BYLTINGIN VAR GAGNSLAUS!!!
Hlynur Hallsson og Jóna Hlíf Halldórsdóttir
27.08. - 11.09. 2011
GalleríBOX, salur Myndlistarfélagsins
Kaupvangsstræti 10, Listagili, 600 Akureyri

Opnun á Akureyrarvöku laugardaginn 27. ágúst kl. 14
Opið laugardaga og sunnudaga 14-17

Hlynur Hallsson og Jóna Hlíf Halldórsdóttir setja nú upp fjórðu sameiginlegu sýninguna sína eftir stutt hlé en á síðasta ári var þríleikurinn “Áfram með smjörlíkið” á dagskrá í Listasafni ASÍ í Reykjavík, Verksmiðjunni á Djúpavík og hjá 111 – a space for contemporary art í Berlín.


Í texta í sýningarskrá segir Hjálmar Stefán Brynjólfsson meðal annars:
“Verk Hlyns og Jónu eru allt í senn einföld, fjölbreytt og hugmyndaauðug. Þau vinna með marga ólíka miðla – Hlynur hefur fengist við ljósmyndir, vídeó, texta, gjörninga og innsetningar, Jóna hefur unnið með ljósmyndir, vídeó, texta, gjörninga og innsetningar. Verkin draga dám af því hvaða miðill verður fyrir valinu í hvert sinn en þátttaka áhorfandans er oft mikilvæg.
Í verkum beggja er að finna margbrotna en einfalda tjáningu. Verkin virðast á einhvern hátt hrein og bein og eiga greiða leið inn að hjarta- og heilarótum. Sum verkanna eru lævís, önnur kröftug, og mörg bera slagyrðingalegan brag á sér. Einfaldleikinn talar beint til manns og virðist fela í sér einhverja nánd, kannski falska (hver veit).”



Hlynur Hallsson (f. 1968) er menntaður við Myndlistarskólann á Akureyri, Myndlista- og handíðaskóla Íslands sem og við listaháskóla í Hannover, Hamborg og Düsseldorf í Þýskalandi. Hann hefur verið gestakennari við Myndlistarskólann á Akureyri og Lisatháskóla Íslands og hefur auk þess sett upp og skipulegt sýningar annarra listamanna. Hann hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar fyrir verk sín.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir (f. 1978) er menntuð við Myndlistarskólann á Akureyri, var við nám í Finnlandi og lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi. Hún hefur verið sýningarstjóri hjá VeggVerk og Gallerí Ráðhús og hefur líkt og Hlynur hlotið ýmsar viðurkenningar og styrki fyrir verk sín.


Sjá nánar á http://hlynur.is , http://hallsson.de og http://jonahlif.com

Sýningin GalleríBOXi, salur Myndlistarfélagsins stendur til 11. september og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17.

Nánari upplýsingar veita: Hlynur Hallsson 6594744 og Jóna Hlíf Halldórsdóttir 6630545

https://www.facebook.com/event.php?eid=256091777754191


Sýningin „Bábiljur – hégiljur – þjóðtrú“ opnar í Deiglunni

276628_201549336568627_2678255_n

SÝNINGIN „Bábiljur – hégiljur – þjóðtrú“ opnar í Deiglunni á Akureyri laugardaginn 13. Ágúst kl. 15


Mörk þjóðtrúar og raunveruleika hafa oft á tíðum verið mjög óljós og eru jafnvel enn á upplýsingaöld, hver kannast ekki við að banka í tré og segja sjö, níu, þrettán sér til varnar og það að brjóta spegil boðar sjö ára ógæfu. Hjátrú er leið til að halda fastmótaðri röð og reglu á tilverunni og koma í veg fyrir að farið sé út fyrir vanann, það sem er „eðlilegt“.  Meðan allt er í föstum skorðum þá gengur allt vel...

Sýningin samanstendur af verkum sjö myndlistarmanna sem eru hluti hópsins „Höfuðverk“ þeir sem sýna að þessu sinni eru: Áslaug Anna Jónsdóttir, Ásta Bára Pétursdóttir, Eygló Antonsdóttir, Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, Margét Buhl, Telma Brimdís Þorleifsdóttir, Ragney Guðbjartsdóttir.
„Höfuðverk“ er  hópur samnemenda úr Myndlistaskóla Akureyrar, öll hafa þau haldið einkasýningar en þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn sýnir saman.
Þema sýningarinnar er bábiljur – hégiljur og þjóðtrú og nálgast myndlistamennirnir viðfangsefnið hver á sinn hátt. Á sýningunni verða málverk, skúlptúrar og innsetningar.

Sýningin stendur til 21. ágúst og er opin alla dagana kl. 13-17.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband