Átján útskriftarnemar VMA sýna í sal Myndlistarfélagsins

plakat-540x381

Föstudaginn 25. apríl kl. 20 opnar sýning á lokaverkefnum átján listnema VMA í sal Myndlistarfélagsins, Boxinu, við Kaupvagnsstræti 10. Verkin verða auk þess til sýnis helgina 26.-27. apríl frá kl. 13-16. Sýningin ber titilinn Endhaf.

„Við erum af bæði textíl- og myndlistarkjörsviði og því verður sýningin mjög fjölþætt – þar verður að finna málverk, hljóðverk, skúlptúr, fatahönnun og textílhönnun,“ segir Harpa Ósk Lárusdóttir sem tilheyrir hópi tilvonandi útskriftarnema. „Heiti sýningarinnar var ákveðið á hópfundi. Margar af þeim tillögum sem nemendur stungu upp á höfðu eitthvað með upphaf eða endi að gera. Það að klára framhaldsskóla táknar ákveðinn endi en mögulega byrjun á einhverju öðru líka. Þá kom upp sú hugmynd að splæsa þessum tveimur hugmyndum saman. Úr orðinu upphaf og endir varð til Endhaf,“ útskýrir Harpa.

Af akv.is


Mary Zompetti sýnir í Populus tremula

Mary-Zompetti-web

Laugardaginn 26. apríl kl. 14.00 opnar bandaríska listakonan Mary Zompetti, sem nú dvelur í Gestavinnustofu Gilfélagsins, sýninguna SEARCH/LIGHT í Populus tremula. Listakonan vinnur hér með íslenskt silfurberg og landslag. Hún notar ýmsa miðla, svo sem ljós­myndun, skanna, hreyfimyndir og myndvarpa í þessari margþættu innsetningu á verki í vinnslu.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 27. apríl frá 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

Um sýninguna skrifar Mary eftirfarandi:

Used by the Vikings to navigate the Arctic seas, the Icelandic Spar is a stone that allows for expanded vision though the refraction of light. Artist Mary Zompetti explores this stone and the Icelandic landscape through photographs, scanner-generated images, video and projection in this multi-media installation of works in progress.

www.maryzompetti.com
www.theinternallandscape.com


Mireya Samper sýnir í Gallerý Hvítspóa

10305409_10152753691443696_3769630573861022766_n

Velkomin á sýningu mína - AGNIR Í VÍÐÁTTUNNI kl.16.00 laugardaginn 26. apríl í Gallerý Hvítspóa Akureyri. Tilefnið er opnun nýs Gallerýs-rýmis að Brekkugötu 2, í miðbæ Akureyrar. Sýningin stendur til 25. maí og er opin virka daga milli kl.13.00 -17.00 og eftir samkomulagi í síma 897 6064.

Mireya Samper

Welcome to my exhibition DETAIL OF THE VASTNESS opening Saturday 26th. April in north Iceland- Akureyri at 16.00 Hours.
The occasion is an opening of a new Gallery space, Gallery Hvítspói -centre Akureyri.
Exhibition will be open on weekdays between 13.oo and 17.oo Hours and by appointment by telephone 897 6064.

https://www.facebook.com/events/891087447603253/


Bloggfærslur 22. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband