Átján útskriftarnemar VMA sýna í sal Myndlistarfélagsins

plakat-540x381

Föstudaginn 25. apríl kl. 20 opnar sýning á lokaverkefnum átján listnema VMA í sal Myndlistarfélagsins, Boxinu, við Kaupvagnsstræti 10. Verkin verða auk þess til sýnis helgina 26.-27. apríl frá kl. 13-16. Sýningin ber titilinn Endhaf.

„Við erum af bæði textíl- og myndlistarkjörsviði og því verður sýningin mjög fjölþætt – þar verður að finna málverk, hljóðverk, skúlptúr, fatahönnun og textílhönnun,“ segir Harpa Ósk Lárusdóttir sem tilheyrir hópi tilvonandi útskriftarnema. „Heiti sýningarinnar var ákveðið á hópfundi. Margar af þeim tillögum sem nemendur stungu upp á höfðu eitthvað með upphaf eða endi að gera. Það að klára framhaldsskóla táknar ákveðinn endi en mögulega byrjun á einhverju öðru líka. Þá kom upp sú hugmynd að splæsa þessum tveimur hugmyndum saman. Úr orðinu upphaf og endir varð til Endhaf,“ útskýrir Harpa.

Af akv.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband