Dagrún Matthíasdóttir sýnir í Ketilhúsinu

Dagrun_Matthiasdottir-850x1024


Laugardaginn 12. apríl kl. 15 opnar myndlistarkonan Dagrún Matthíasdóttir sýninguna Gómsætt í Ketilhúsinu á Akureyri. Matur er umfjöllunarefnið en Dagrún vinnur með ólík efni og aðferðir og velur það sem hentar viðfangsefninu hverju sinni. Frásögn bregður fyrir í verkum hennar þar sem hún gramsar í matnum og gefur honum hlutverk með túlkun sinni í formum og litum. Á sýningunni reiðir Dagrún fram alls konar rétti úr eldhúsi myndlistarinnar, jafnt hefðbundin málverk sem fjöltæknilega bragðarefi. Þannig fá gestir sýningarinnar vatn í munninn um leið og hugtökin tilraunaeldhús og heimabakstur eignast nýja merkingu.
 
Sýningin stendur til 18. maí og er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.


Bloggfærslur 9. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband