Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014

Joris Rademaker sýnir í Sal Myndlistarfélagsins

IMG_3561

Joris Rademaker opnar sýningu í Sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri á laugardaginn, 8. nóvember. Til sýnis eru aðallega ný þrívíð verk þar sem Joris notast við lífræn efni og hluti sem finna má úti í náttúrunni, til dæmis fjaðrir, rekavið og margskonar járnbúta. Verkin hans fjalla um samtal mannsins og umhverfisins, oft með tilvistarlegum spurningum.

Hann hefur mikið notað lífræn efni, kartöflur, spaghettí og hnetur í verkum sínum og einnig tré, rekavið, trjágreinar og hluti sem unnir eru úr tré, tannstöngla, sleifar o.fl.
Joris  flutti til Akureyrar frá Hollandi árið 1991 og var bæjarlistamaður Akureyrar 2006. Hann hefur haldið fjölda sýninga hér á landi og sýndi síðast í sal SÍM (Sambandi íslenskra myndlistarmanna) í Reykjavík í ágúst s.l. Árið 2010 hélt hann stóra yfirlitssýningu á verkum sínum í Listasafninu á Akureyri og var þá gefin út vegleg bók um verk hans. Einnig gerði Örlygur Hnefill myndbandið Dansandi kartöflur sem hægt er að sjá á YouTube um vinnuferli Jorisar við kartöflumálverkin. Heimasíðan hans er joris.blog.is

Sýningin stendur til og með sunnudagsins 23. nóvember og er opin föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-17 eða eftir samkomulagi við listamanninn.


Sólarbögglar / Solargraphy Ljósmyndasýning í Deiglunni

1263072_680024878771677_3788838321482370827_o

Sólarbögglar / Solargraphy  Ljósmyndasýning

Í Deiglunni Kaupvangsstræti 23, Akureyri
Sýningardagar og opnunartími:

15. nóvember til 7.desember 2014

Opið 12:00 til 17:00 (Lokað mánudaga)

Opnunar móttaka 15. nóv. Kl 15:00
 
Nú á tímum stafrænnar tækni er hægt að fanga það sem maður sér með einum smelli.  Gang sólar er hins vegar ekki hægt að mynda á venjulegan máta með nútíma myndavélum.  Allar myndir á sýningunni eru teknar með frumstæðri ljósmyndatækni sem kallast  „pinhole camera“

Daglegur sólargangur merkir (skrifar á) ljósmyndapappír þar sem «pinhole» gatið á boxinu er mjög lítið og pappírinn lítið ljósnæmur,  getur lýsingartíminn verið nokkrir mánuðir upp í heilt ár.   Allar myndir á sýningunni eru með lýsingartíma allt að 2 mánuðum.

Solar Parc el er einnig menningar samskipta prógramm milli Hong Kong og Íslands.  Í febrúar 2014 komu 2 listamenn frá Hong Kong þau Stanley Ng og Ceci Liu til Íslands með yfir 50 stk af „pinhole“ myndavélum sem gerðar höfðu verið af nemendum  í Hong Kong.   Þau héldu einnig námskeið í gerð „pinhole“ myndavéla þar sem tóku þátt 59 manns.  Samtals yfir 100 „pinhole“ myndavélar voru útbúnar og sendar til Hong Kong í lok febrúar s.l.

Á sýningunni núna verða 30 íslenskar myndir teknar með „pinhole“ myndavélum og verða myndavélarnar til sýnis jafnframt.

Listhús ses er sjálfseignarstofnun í Fjallabyggð.  Fyrir utan að gestavinnustofuna
(artist residency program), nýlega, skólamálum og skiptinám skipulagt eru kynnt í samvinnu við listamenn.  “Solar Parcel” er skiptinám skipulagt af Listhúsið Í samvinnu við Sjónlistamiðstöðina og Fotologue Culture í Hong Kong.  Það er með stuðningi af Menningarið Eyþings.

Upplýsingar: Alice Liu 8449538 | listhus@listhus.com | www.listhus.com
 
Skipulag sýningar:  Listhús ses

Í samvinnu við Sjónlistamiðstöðina og Fotologue Culture í Hong Kong

Með stuðning frá Menningarráð Eyþings

Þátttakandi menntastofnun: Verkmenntaskólinn (Akureyri) og  Menntaskólinn á Tröllaskaga (Ólafsfjörður)
 
https://www.facebook.com/events/527431804026141/


Aðalheiður S. Eysteinsdóttir með opna vinnustofu í Alþýðuhúsinu

11577_10203176920560636_1479982080016865811_n

Laugardaginn 8. nóv. kl. 14.00 - 17.00 verður Aðalheiður S. Eysteinsdóttir með opna vinnustofu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Nú eru að verða þrjú ár frá því Aðalheiður keypti húsið og gerði upp sem vinnustofu og heimili með menningarlegu ívafi. Fyrir utan vinnu Aðalheiðar að eigin verkum fer starfssemin sívaxandi. Skipulagðar sýningar eru allt árið í Kompunni galleríi í miðju hússins. Fjölþjóðleg árleg smiðja skapandi fólks " Reitir " hefur fest sig í sessi, og nú bætist við " Hústaka " sem er listahátíð ungs fólks og fer fram 15. nóv. Aðrir menningarviðburðir sem settir hafa verið upp eru t.d. Sirkussýning, ljóðakvöld, fyrirlestrar, tónleikar, nútímadans og gjörningahátíð.

Fólki gefst kostur á að spjalla við Aðalheiði um verkin hennar, njóta kaffiveitinga, skoða sýningu Guðrúnar Pálínu í Kompunni sem nú fer að ljúka og hugsanlega kaupa sér smáskúlptúra til jólagjafa.
Verið velkomin að eiga notalega stund í Alþýðuhúsinu.


Bryndís Kondrup opnar sýningu í Ketilhúsinu

Af_jordu_vefur1

Laugardaginn 8. nóvember kl. 15 opnar í Ketilhúsinu á Akureyri sýning Bryndísar Kondrup Af jörðu – De Terrae.

Á sýningunni, sem fjallar um holdgervingu og hverfulleika mannsins, fléttar Bryndís saman verkum unnum í mismunandi miðla; málverkum, hlutum, vídeóverkum og röntgenmyndum úr eigin líkama.

Undanfarin ár hefur Bryndís sökkt sér ofan í pælingar um lífið og tilveruna gegnum málverkið. Hið táknræna mál landakorta fléttast oft inn í verk hennar og vísar þannig bæði til efnislegra og huglægra staðsetninga. Á sýningunni Af jörðu – De Terrae heldur Bryndís áfram vegferð sinni um lendur tilverunnar og bætir hljóðum og fyrirbærum inn í viðfangsefnið.

Bryndís Kondrup lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnámi í Kaupmannahöfn þar sem hún bjó hátt í áratug. Einnig stundaði hún nám í listfræði við HÍ og LHÍ. Bryndís hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis.

Sýningin er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17 og stendur til 7. desember. Leiðsagnir verða fimmtudagana 13. og 27. nóvember kl. 12.15-12.35. Aðgangur er ókeypis.

http://listasafn.akureyri.is 

https://www.facebook.com/events/742085762552223


Guðrún Pálína sýnir í Populus tremula

522052_10152887070223081_1670507345869308675_n 

Laugardaginn 8. nóvember kl. 14.00 opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir myndlistarsýninguna Nóvember í Populus tremula í Listagilinu á Akureyri.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 9. nóvember kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

Guðrún Pálína sýnir þar hluta vinnu sinnar frá því hún var bæjarlistamaður Akureyrar 2013 og dvaldi hálft ár í Berlín. Í málverkum sínum reynir hún að hafa alla teikningu sem einfaldasta og láta litina og kraft þeirra njóta sín sem best. Hún vann að tvenns konar myndum í Berlín, annars vegar portrettmyndum með olíulitum og í vatnslit og hinsvegar einhvers konar landslagsmyndum í akryl og með vatnslitum. Í myndum sínum reynir hún að láta litinn sem mest flæða óhindrað um myndflötinn og láta hann blanda þannig að mestu litatónana og laða fram tilfinningaþrungið andrúmsloft og stemmingu. Það má segja að það sé lýsing á einhverskonar sammannlegu ástandi frekar en tengt ákveðnum einstaklingi.

Titill sýningarinnar er Nóvember, en vatnslitamyndirnar á sýningunni vann hún í nóvember 2013. Hún hefur ekki sýnt þær áður. En þarna eru líka til sýnis þrjú lítil olíumálverk. Guðrún Pálína hefur verið starfandi myndlistarmaður að loknu grunn- og framhaldsnámi í Hollandi 1989. Hún hefur verið að mestu búsett og starfandi á Akureyri síðan 1991. Sýningin er líka opin sunnudaginn 9. nóvember 14-17 en lýkur svo.

https://www.facebook.com/events/1504578756495146/ 


Aðalsteinn Þórsson með Þriðjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu

sjalfsm 

Þriðjudaginn 4. nóvember kl. 17 heldur myndlistarmaðurinn Aðalsteinn Þórsson fyrirlestur í Ketilhúsinu á Akureyri undir yfirskriftinni Hugleiðing um eigið starf  þar sem hann fjallar um eigin feril og verk.

Aðalsteinn Þórsson lauk meistaragráðu í frjálsri myndlist frá AKI2 í Enschede í Hollandi árið 1998 og hefur síðan búið og starfað lengst af í Rotterdam. Aðalsteinn kennir um þessar mundir við fagurlistadeild Myndlistaskólanns á Akureyri og á kvöldnámskeiði í teikningu við sama skóla.

Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem er sá sjötti í röð fyrirlestra sem haldnir eru í Ketilhúsinu á hverjum þriðjudegi kl. 17 undir yfirskriftinni Þriðjudagsfyrirlestrar.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Stefán Boulter, Rósa Júlíusdóttir, Giorgio Baruchello og Guðmundur Ármann Sigurjónsson.

https://www.facebook.com/events/1612473045646551 

http://listasafn.akureyri.is 


Aðalfundur Myndlistarfélagsins

10417709_10152428837811417_2667542670352610726_n 

Aðalfundur

Myndlistarfélagið boðar til aðalfundar í sal félagsins miðvikudaginn 19. nóvember kl. 20
Félagar hvattir til að mæta.

 

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar.

2. Reikningar.

3. Stjórnarkosning.

4. Kosning félagslegs skoðunarmanns og endurskoðanda til eins árs.

5. Lagabreytingar.

6. Ákvörðun félagsgjalda.

7. Önnur mál.

Stjórnin.



Síðasta sýningarhelgi í sal Myndlistarfélagsins

10659335_888993847779074_3415618856564942091_n

Hrefna Harðardóttir myndlistarkona sýnir ATHAFNA-KONUR í sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri milli kl. 14 og 17 yfir helgina, fram á sunnudag 2. nóvember. Hrefna sýnir myndverk sem hún vann með þrettán konum þar sem hún leitast við að láta litmyndir af þeim spegla svarthvítar myndir af formæðrum þeirra.

(Ljósmynd Daníel Starrason)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband