Guðrún Pálína sýnir í Populus tremula

522052_10152887070223081_1670507345869308675_n 

Laugardaginn 8. nóvember kl. 14.00 opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir myndlistarsýninguna Nóvember í Populus tremula í Listagilinu á Akureyri.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 9. nóvember kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

Guðrún Pálína sýnir þar hluta vinnu sinnar frá því hún var bæjarlistamaður Akureyrar 2013 og dvaldi hálft ár í Berlín. Í málverkum sínum reynir hún að hafa alla teikningu sem einfaldasta og láta litina og kraft þeirra njóta sín sem best. Hún vann að tvenns konar myndum í Berlín, annars vegar portrettmyndum með olíulitum og í vatnslit og hinsvegar einhvers konar landslagsmyndum í akryl og með vatnslitum. Í myndum sínum reynir hún að láta litinn sem mest flæða óhindrað um myndflötinn og láta hann blanda þannig að mestu litatónana og laða fram tilfinningaþrungið andrúmsloft og stemmingu. Það má segja að það sé lýsing á einhverskonar sammannlegu ástandi frekar en tengt ákveðnum einstaklingi.

Titill sýningarinnar er Nóvember, en vatnslitamyndirnar á sýningunni vann hún í nóvember 2013. Hún hefur ekki sýnt þær áður. En þarna eru líka til sýnis þrjú lítil olíumálverk. Guðrún Pálína hefur verið starfandi myndlistarmaður að loknu grunn- og framhaldsnámi í Hollandi 1989. Hún hefur verið að mestu búsett og starfandi á Akureyri síðan 1991. Sýningin er líka opin sunnudaginn 9. nóvember 14-17 en lýkur svo.

https://www.facebook.com/events/1504578756495146/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband