Joris Rademaker sýnir í Sal Myndlistarfélagsins

IMG_3561

Joris Rademaker opnar sýningu í Sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri á laugardaginn, 8. nóvember. Til sýnis eru aðallega ný þrívíð verk þar sem Joris notast við lífræn efni og hluti sem finna má úti í náttúrunni, til dæmis fjaðrir, rekavið og margskonar járnbúta. Verkin hans fjalla um samtal mannsins og umhverfisins, oft með tilvistarlegum spurningum.

Hann hefur mikið notað lífræn efni, kartöflur, spaghettí og hnetur í verkum sínum og einnig tré, rekavið, trjágreinar og hluti sem unnir eru úr tré, tannstöngla, sleifar o.fl.
Joris  flutti til Akureyrar frá Hollandi árið 1991 og var bæjarlistamaður Akureyrar 2006. Hann hefur haldið fjölda sýninga hér á landi og sýndi síðast í sal SÍM (Sambandi íslenskra myndlistarmanna) í Reykjavík í ágúst s.l. Árið 2010 hélt hann stóra yfirlitssýningu á verkum sínum í Listasafninu á Akureyri og var þá gefin út vegleg bók um verk hans. Einnig gerði Örlygur Hnefill myndbandið Dansandi kartöflur sem hægt er að sjá á YouTube um vinnuferli Jorisar við kartöflumálverkin. Heimasíðan hans er joris.blog.is

Sýningin stendur til og með sunnudagsins 23. nóvember og er opin föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-17 eða eftir samkomulagi við listamanninn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband