Sýningu 55 myndlistarmanna lýkur í GalleríBOXi sunnudaginn 8. mars 2009

galleribox_805338.jpg


Kappar og ofurhetjur

07.02.09 - 08.03.09

GalleríBOX // Kaupvangsstræti 10 // IS 600 Akureyri // galleribox.blogspot.com 

Sunnudaginn 8. Mars lýkur sýningunni “Kappar og ofurhetjur” í GalleríBOXi í Listagilinu á Akureyri. Þetta er fyrsta sýningin sem Myndlistarfélagið skipuleggur í GalleríBOXi sem nú er í umsjá félagsins eftir nokkrar endurbætur og stækkun. Tilgangur með félagasýningu að þessu sinni liggur fyrst og fremst í því að vera nokkurs konar mót, þar sem hverjum og einum listamanni gefst tækifæri til þess að koma á framfæri sýnishorni úr sinni smiðju og gefur gestum einnig fjölbreytt sýnishorn af því sem myndlistarmenn eru að fást við. Sýningin er opinn alla laugardaga og sunnudaga milli kl. 14:00 og 17:00.

Eftirtaldir listamenn eiga verk á sýningunni:
Aðalbjörg Kristjánsdóttir
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
AMÍ
Anna Gunnarsdóttir
Arna Valsdóttir
Arnar Ómarsson
Arnþrúður Dagsdóttir
Björg Eiríksdóttir
Bryndís Kondrup
Dagrún Matthíasdóttir
Erika Lind Isaksen
Eiríkur Arnar Magnússon
Guðbjörg Ringsted
Guðmundur Ármann
Guðný Kristmannsdóttir
Guðný Marinósdóttir
Guðrún Hadda Bjarnadóttir
Guðrún Lóa
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Guðrún Vaka
Gústav Geir Bollason
Hallgrímur Ingólfsson
Hallmundur Kristinsson
Hanna Hlíf Bjarnadóttir
Helga Sigríður Valdemarsdóttir
Helgi Vilberg
Hertha Richard Úlfarsdóttir
Hjördís Frímann
Hlynur Hallsson
Hólmfríður Bjartmarsdóttir
Hrefna Harðardóttir
Iðunn Ágústsdóttir
Ingunn St. Svavarsdóttir, YST
Jón Laxdal
Jóna Bergdal Jakobsdóttir
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Jónas Viðar
Joris Rademaker
Kjartan Sigtryggsson
Kristján Pétur Sigurðsson
Oddný E. Magnúsdóttir
Ólafur Sveinsson
Ragnheiður Þórsdóttir
Rannveig Helgadóttir
Rósa Kristín Júlíusdóttir
Samúel Jóhannsson
Sigríður Ágústsdóttir
Sigurlín M. Grétarsdóttir
Stefán Boulter
Sveinbjörg Ásgeirsdóttir
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir
Tinna Ingvarsdóttir
Þorsteinn Gíslason, Steini
Þórarinn Blöndal

Myndlistarfélagið var stofnað á Akureyri í janúar 2008 og eru félagar um 80. Myndlistarfélagið er aðili að Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM).
Á síðu Myndlistarfélagsins http://mynd.blog.is má sjá yfirlit yfir viðburði og þar eru tenglar á ýmislegt sem við kemur menningu og myndlist.
Á síðu Gallerísins http://galleribox.blogspot.com má sjá myndir frá sýningunni og heilmiklar upplýsingar um GalleríBOX.

Akureyrarstofa og Ásprent eru stuðningsaðilar Myndlistarfélagsins

Nánar upplýsingar veita Þórarinn Blöndal í síma 8996768 og Tinna Ingvarsdóttir í síma 6912705.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband