Inga Björk Harðardóttir opnar sýninguna “Réttir” á Café Karólínu laugardaginn 7. mars

ingabjork_804625.jpg


Inga Björk Harðardóttir opnar sýninguna “Réttir” á Café Karólínu laugardaginn 7. mars 2009 klukkan 15.

Inga Björk segir um sýninguna: “Réttir eru viðfangsefni mitt að þessu sinni. Þær eru fallegar sérstaklega þessar gömlu. Samspil ljóss og skugga gefur mikla möguleika til leikja á striganum og ég kaus að fara mjög frjálslega með þær sem myndefni. Réttir eru líka stór hluti af menningu okkar þær eru fagnaðarfundir dýra og manna. Gömlu réttirnar eru uppfullar af minningum liðinna daga. Sýningin samanstendur af 7 olíumyndum sem eiga það sameiginlegt að túlka réttir en ekki allar á sama hátt eða sama tíma.”
Þetta er þriðja einkasýning Ingu Bjarkar en hún hefur tekið þátt í átta samsýningum. Hún útskrifaðist árið 2008 frá Myndlistaskólanum á Akureyri en áður hafði hún útskrifast sem Gullsmiður og starfað um árabil.
Sýningin á Kaffi Karólínu stendur til 03.04.09. Allir eru velkomnir á opnun.

Nánari upplýsingar veitir Inga Björk í síma 862 1094 og í tölvupósti ingabh(hjá)simnet.is                                                               

Næstu sýningar á Café Karólínu:
04.04.09 - 01.05.09    Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09    Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09    Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09    Þórgunnur Oddsdóttir
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson

 

Inga Björk Harðardóttir

Réttir

07.03.09 - 03.04.09
 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband