Guðrún Pálína Guðmundsdóttir opnar málverkasýninguna Andlit, í Jónas Viðar Gallerýi

Vorkoma2006_6

Laugardaginn 19.janúar kl. 14.30 opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir málverkasýninguna Andlit, í Jónas Viðar Gallerýi. Sýningin stendur til og með 9.febrúar. Galleríið er staðsett í Listagilinu á jarðhæð listasafnsins og er opið á föstu- og laugardögum frá kl. 13.-18 og aðra daga eftir samkomulagi.

Guðrún Pálína er fædd og búsett á Akureyri. Hún nam myndlist í Gautaborg og í Hollandi, og kláraði framhaldsnám frá Jan van Eyck Akademie 1987. Hún hefur sýnt reglulega síðan. Hún fæst mest við andlitsmyndagerð og vinnur innsetningar í rými byggð á persónulýsingum stjörnukorta viðkomandi einstaklinga. Hún starfrækir listagalleríið Gallerí +, í Brekkugötu 35 ásamt eiginmanni sínum Joris
Rademaker
. Flest verkin á sýningunni eru unnin 2008.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband