Dagrún Matthíasdóttir sýningu sína ,,Lífið er saltfiskur" á Veggverk og í DaLí Gallery á Akureyri

dagrun

Dagrún Matthíasdóttir

 "Lífið er saltfiskur"

Veggverk - DaLí Gallery

Á laugardaginn 19. janúar opnar Dagrún Matthíasdóttir sýningu sína ,,Lífið er saltfiskur" á Veggverk og í DaLí Gallery á Akureyri. Um ræðir sýningu undir sömu yfirskrift en Dagrún vinnur verk sitt á þessa tvo staði í miðbæ Akureyrar sem kallast á í verki utandyra og innandyra. Opnun sýningarinnar fer fram í DaLí Gallery í Brekkugötu 9 á Akureyri kl. 17 og eru allir velkomnir.

 Dagrún Matthíasdóttir, um sýningu sína:

,,Lífið er saltfiskur"! Mér hefur alltaf þótt þetta snilldarfrasi. Allt frá því ég las bækurnar hans pabba um teiknimyndafígúruna Siggu Viggu og skildi hvorki frasann um saltfiskinn né pólitíska þráðinn í sögunum. En þótti drepfyndið að lífið gæti verið saltfiskur! Síðar á unglingsárunum vann ég í saltfiski inni á Langeyri við Álftafjörð og kynntist af eigin raun bæði saltfiskinum og striti vinnunnar í svuntu og stígvélum frá 66°norður.

Form sólþurrkaða saltfisksins heillar mig á myndrænan hátt – formið vekur upp ljúfar minningar hugans og bragðlauka ásamt því að gleðja augað.  Hvort form Saltfisksins vekur sömu hughrif hjá öðrum veit ég ekki en frasinn ,,Lífið er saltfiskur" lifir enn góðu lífi í málnotkun allra, ungra uppa jafnt sem gamalla hippa, kótelettu karla og mussu kellna. Því finnst mér því tilvalið að nota form saltfisksins í myndsköpun svona rétt eftir neyslubrjálæði jólahátíðarinnar.

Hugmyndin af verkum mínum sem sjá má á Akureyri frá og með 19.janúar undir yfirskriftinni "Lífið er saltfiskur" mótast í raun af huglægu bragði og vinnu.  Til að framkalla saltbragð þeirra sem á horfa, mun formið taka á sig mynd á Veggverk og endurvarpast með nýjum hætti í DaLí Gallery, af einum vegg yfir á annan.

Formleg opnun verður 19. janúar kl.17 og verður tekið á móti listunnendum og skemmtilegu fólki á DaLí Gallerý í Brekkugötu 9 á Akureyri.

Dagrún Matthíasdóttir s. 8957173

http://www.dagrunmatt.blogspot.com

http://daligallery.blogspot.com

http://gralist.wordpress.com

 

Sýningarstjóri Jóna Hlíf Halldórsdóttir

www.veggverk.org


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband