Elísabet Ásgrímsdóttir með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi

large_elisabeta_vefur

Þriðjudaginn 3. mars kl. 17 heldur Elísabet Ásgrímsdóttir fyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Listakonan í Fjörunni.

Á fyrirlestrinum skoðar Elísabet feril ömmu sinnar og nöfnu Elísabetar Geirmundsdóttur sem var fjölhæf alþýðulistakona. Hún er ef til vill þekktust fyrir höggmyndir sínar þó hún gerði einnig málverk, teikningar, myndskreytti bækur, hannaði hús og merki og samdi ljóð og lög. Yfirlitssýning á verkum Elísabetar Geirmundsdóttur hefur staðið í Listasafninu síðan 10. janúar en henni lýkur næstkomandi sunnudag, 8. mars.

Elísabet Ásgrímsdóttir hefur fengist við myndlist til fjölda ára og útskrifast í vor frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri.
Þetta er sjöundi Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi á hverjum þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Aðrir fyrirlesarar vetrarins eru Katrín Erna Gunnarsdóttir, María Rut Dýrfjörð, Jón Páll Eyjólfsson og Hildur Friðriksdóttir.

http://www.listak.is

https://www.facebook.com/events/414270212068620


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband