ÞRIÐJA OPNUN SALT VATN SKÆRI

10906523_680617135380544_7372179765582950373_n

Á föstudagskvöld verður þriðja opnun bókverksins og samstarfsins SALT VATN SKÆRI. Annar hluti bókarinnar heitir VATN og á föstudagskvöldinu gefst gestum kostur á að vera viðstaddir frumsýningu á nýu verki, aðeins sýnt þessa einu helgi.

Samstarfið er í raun yfirstandandi 14 vikna gjörningur sem felur í sér að lifa sig í gegnum og að túlka texta nóvellunnar í myndlistarverkum en verkefnið snýr fyrst og fremst að listrænni túlkun og þróun sögunnar.

Samstarfið hefur hingað til reynst mjög krefjandi og persónulegt viðfangsefni en Freyja og Hekla vinna meðal annars að því að kynnast og komast inn í hugarheim hvor annarrar þar sem mörkin milli þeirra eigin hversdagsleika og söguheims bókarinnar eru óskýr.

Það er á þessum mörkum sem verk þessara sýninga verða til. Öll okkar samskipti eru hluti af og mynda frumsýnt verk, annan hvern föstudag.

Að verkefninu standa Freyja Reynisdóttir og Hekla Björt Helgadóttir, en þær búa og starfa saman að SALT VATN SKÆRI í Kaupvangsstræti 23 í Listagilinu á Akureyri.

Föstudagskvöldið 27. febrúar.
Húsið opnar klukkan 20:00 og verður opið til 23:30.

Allir eru hjartanlega velkomnir!

Facebook event: https://www.facebook.com/events/654185244686255

www.salt-water-scissors.com
http://salt-water-scissors.com/freyja
http://salt-water-scissors.com/hekla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband