Sýningu Guðbjargar Ringsted í Grafíksafni Íslands lýkur um helgina

bl-mamynd.jpg

Nú um helgina lýkur myndlistasýningu Guðbjargar Ringsted í Grafíksafni Íslands sem staðið hefur yfir síðan 19. sept. Þar sýnir hún 12 akrýlmálverk  sem eru unnin á þessu ári og því síðasta og vísar myndefnið í munstur af íslenska kvenbúningnum. Þannig verða verkin óður til þeirra kvenna sem unnu og vinna við gamla, íslenska handverkið. Þetta er 17. einkasýning Guðbjargar en hún er félagi í SÍM, Íslenskri grafík og Myndlistarfélaginu. Sýningin er opin frá kl. 14:00 til kl. 18:00 frá fimmtudeginum 1. okt. til sunnudagsins 4. okt. og verður Guðbjörg yfir sýningunni alla helgina.

Allir hjartanlega velkomnir!
 
Grafíksafn Íslands
Tryggvagötu 17
101 Reykjavík

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband