Umsóknarfrestur um starfslaun listamanna rennur út 19. október

Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2010, í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009 með áorðnum breytingum.

 Starfslaunin eru veitt úr sex sjóðum, þ.e.:

1.   launasjóði hönnuða,
2.   launasjóði myndlistarmanna,
3.   launasjóði rithöfunda,
4.   launasjóði sviðslistafólks,
5.   launasjóði tónlistarflytjenda,
6.   launasjóði tónskálda.

Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á vef Stjórnarráðsins á vefslóðinni http://umsokn.stjr.is. fram til  mánudagsins  19. október 2009. Aðgangur er veittur á kennitölu umsækjanda (ekki kennitölu félags eða samtaka) og verður lykilorð sent viðkomandi á netfang sem hann gefur upp við nýskráningu.

Lykilorðinu má breyta eftir innskráningu með því að opna Mínar stillingar. Umsækjendur skrá sig inn með kennitölu og lykilorði og velja Stjórn listamannalauna undir flipanum Umsóknir. Þar eru umsóknareyðublöðin. Svæði merkt rauðri stjörnu verður að fylla út.

Fylgigögnum með umsókn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Skrifstofu Stjórnar listamannalauna, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík fyrir kl. 17:00 mánudaginn 19.október 2009.

Með umsókn skal fylgja greinargerð um verkefni það sem liggur til grundvallar umsókninni ásamt upplýsingum um hve langan starfstíma er sótt um og rökstuðningi fyrir tímalengd.  Jafnframt skulu fylgja upplýsingar um náms- og starfsferil, verðlaun og viðurkenningar. Þessir þættir  skulu  að  jafnaði  liggja  til  grundvallar  ákvörðun  um úthlutun starfslauna.

Athugið að hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður umsókn hans því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað Stjórn listamannalauna skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009 með áorðnum breytingum.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar fást á vef Stjórnar listamannalauna www.listamannalaun.is eða á skrifstofunni í síma 562 6388.

Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 19. október 2009.

Stjórn listamannalauna 16. ágúst 2009

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Kæru listamenn! Mér finnst það ekki sérlega kræsileg kynningarmynd sem þið notið fyrir bloggið ykkar. Finnst ykkur stækjan sem þessi mynd framkallar óhjákvæmilega í skilningarvitum þeirra sem berja hana augum aðlaðandi? Mér finnst það alls ekki. Það sem verra er, þá finnst mér hún draga ykkar málstað í svaðið og gera hann fráhrindandi. Það á hann ekki skilið.

Reynið nú á sköpunargáfuna ykkar og komið með eitthvað uppbyggilegt og aðlaðandi myndefni sem íkon og tákngerving fyrir list ykkar og lífsstíl! Ég get ekki ímyndað mér að þessi skál hugnist mörgum. Notið þá frekar forngrískan vasa ef þetta þarf að vera einhvers konar skál, a.m.k. meðan þið leitið að einhverju myndefni (eða ljósmynd) sem þið hafið búið til sjálf. Þið eigið ábyggilega af nægu góðu, fögru og sönnu að taka.

Með vinsemd og virðingu. Gangi ykkur sem best!

Kristinn Snævar Jónsson, 3.9.2009 kl. 23:26

2 Smámynd: Myndlistarfélagið

Kæri Kristinn, þetta er Brunnur. Verk eftir Marchel Duchamp. Vakti áhuga og deilur þegar það var gert árið 1917 og gerir það greinilega ennþá enda frábært listaverk.

Með bestu kveðjum,

Myndlistarfélagið, 10.9.2009 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband