Ólöf Björg Björnsdóttir opnar sýninguna “Visas” á Café Karólínu

r_obb_4.jpg

Ólöf Björg Björnsdóttir

Visas

05.09.09 - 02.10.09

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


Ólöf Björg Björnsdóttir opnar sýninguna “Visas” á Café Karólínu laugardaginn 5. september klukkan 15.

Ólöf Björg útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 með málun sem aðalgrein og vorið 2007 lauk hún kennaranámi frá sama skóla. Einnig lærði hún myndlist við háskólann í Granada á Spáni, dvaldi á textílverkstæði Ami Ann og lærði hjá meistara An Ho Bum í Seoul í Kóreu 1994-1995.

Ólöf Björg hefur verið virk í myndlistinni frá útskrift, haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga og uppákomum ýmiskonar m.a. Sequenses árið 2007 og afmælissýningu Hafnarfjarðar í Hafnarborg árið 2008, var með skápainnsetningar í tilefni af Björtum dögum árið 2009 á eigin heimili svo eitthvað sé nefnt.

Málverk Ólafar Bjargar eru í senn kaótísk og nákvæm og eru litrík og flæðandi í víðum skilningi. Hún notar gjarnan aðra miðla líka og hafa innsetningar hennar haft á að skipa lifandi dýrum, dúnsængum, leikföngum, ilmi og mörgu fleiru. Verk Ólafar Bjargar eru fersk og tilfinningarík og er í þeim fólginn mikill sköpunarkraftur. Heimasíða hennar er: http://www.olofbjorg.is

Meðfylgjandi mynd er af einu verka Ólafar Bjargar.

Nánari upplýsingar veitir Ólöf Björg í síma 868 8098 eða tölvupósti: olofbjorg(hjá)olofbjorg.is

Næstu sýningar á Café Karólínu:
03.10.09 - 06.11.09    Bryndís Kondrup     
07.11.09 - 04.12.09    Bergþór Morthens   
05.12.09 - 01.01.10    Sveinbjörg Ásgeirsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband