SJÓNLIST 2008 í Listasafninu á Akureyri lýkur um helgina

bordi-animate

Sunnudaginn 19. október lýkur sýningu á verkum þeirra listamanna sem tilnefndir voru til Íslensku sjónlistaverðlaunanna 2008 í Listasafninu á Akureyri. Þetta er þriðja árið í röð sem Sjónlistaorðan var veitt en markmiðið með henni er einkum þríþætt: 1) að beina sjónum að framúrskarandi framlagi íslenskra myndlistarmanna og hönnuða sem starfa hér heima og erlendis, 2) stuðla að aukinni þekkingu, áhuga og aðgengi almennings að sjónlistum og 3) hvetja til faglegrar þekkingarsköpunar og bættra starfsmöguleika sjónlistafólks á Íslandi. ??

Sex listamenn voru tilnefndir til Sjónlistaorðunnar í maí og hlutu tveir þeirra ríkuleg verðlaun fyrir framlag sitt, annar á sviði myndlistar og hinn á sviði hönnunar. Handhafi orðunnar í myndlist 2008 var Steingrímur Eyfjörð og í hönnun var það Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir. Tvær milljónir króna komu í hlut hvors listamanns sem hreppti fyrsta sæti í sínum flokki, en þetta eru hæstu verðlaun sem veitt eru á sviði myndlistar og hönnunar hér á landi.
Þeir sem tilnefndir voru í ár eru: Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir fyrir fimm skartgripalínur sem kynntar voru á síðasta ári og bera nöfnin Agla, Brynja, Fold, Salka og Gerður. Hjalti Geir Kristjánsson fyrir sýninguna Stólar sem sett var upp í Gallerí 101 og bar þess glögg merki að hér var á ferð tímalaus hönnun og fagmannleg framsetning. Margrét H. Blöndal fyrir sýninguna Þreifað á himnunni í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Ragnar Kjartansson fyrir innsetninguna Guð á samnefndri sýningu í Nýlistasafninu. Sigurður Eggertsson fyrir ýmis verk sem hann gerði 2007, þar á meðal merkið sem hann hannaði fyrir listahátíðna Sequences, og Steingrímur Eyfjörð fyrir sýninguna Lóan er komin á Feneyjartvíæringnum 2007.
Sjónlist er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menntamálaráðuneytis, Iðnar- og viðskiptaráðuneytis, Sambands íslenskra myndlistarmanna, Hönnunarmiðstöð Íslands, Sjónvarpsins, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, Listaháskóla Íslands, Menningarmiðstöðvar Listagilsins og Listasafnsins á Akureyri, sem átti frumvæðið að því að koma verðlaununum á fót. Aðalstyrktaraðili sýningarinnar er Landsvirkjun, en aðrir máttarstólpar eru Montana, Glitnir, Flugfélag Íslands, Prentmet, Flugsafn Íslands, Hótel Kea, Karl K. Karlsson, Thyssen-Bornemisza Art Contemporary og Geimstofan.
Sýningunni lýkur 19. október. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Listasafnsins, Hannes Sigurðsson, í síma 899-3386, netfang: hannes@art.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband