HLYNUR HALLSSON OPNAR SÝNINGU Í NÝLISTASAFNINU LAUGARDAGINN 16.08

HLYNUR HALLSSON
TILLIT – RÜCKSICHT – REGARD
NÝLISTASAFNIÐ, LIVING ART MUSEUM
16.08.2008 – 28.09.2008



LAUGARDAGINN 16.08 KLUKKAN 17 OPNAR HLYNUR HALLSSON EINKASÝNINGU SÍNA: TILLIT – RÜCKSICHT – REGARD Í NÝLISTASAFNINU.

SÝNINGIN ER NOKKURSKONAR YFIRLITSSÝNING
OG SAMANSTENDUR AF ELDRI OG NÝRRI VERKUM. M.A. STÓRRI FJÖLSKYLDUMYND, LÍNUTEIKNINGUM OG PÓSTKORTUM AF GÖTUM ÚR HEIMABÆ HANS; AKUREYRI, SPREYVERKUM OG MYNDBÖNDUM OG VIÐAMIKILLI LITASTÚDÍU Í GLUGGA SAFNSINS. Í TILEFNI SÝNINGARINNAR MUN HLYNUR KYNNA BÓK SEM KEMUR ÚT Í SEPTEMBER UM VERKRÖÐINA "MYNDIR - BILDER -PICTURES". SÝNINGIN STENDUR TIL SUNNUDAGSINS 28. SEPTEMBER 2008. OG NÝLISTASAFNIÐ ER OPIÐ ALLA VIRKA DAGA KLUKKAN 10-17 OG LAUGARDAGA KLUKKAN 12-17.

SÝNINGIN ER UNNIN Í NÁINNI SAMVINNU VIÐ NÝLISTASAFNIÐ OG ER HLUTI AF AFMÆLISDAGSKRÁ SAFNSINS, EN ÞAÐ FAGNAR NÚ 30 ÁRA AFMÆLI SÍNU. Í TILEFNI ÞESS HEFUR NÝLÓ TEKIÐ SAFNEIGN SÍNA FYRIR OG UNNIÐ MARKVISST AÐ GERA SÖGU SÍNA AÐGENGILEGA. MEÐ SÝNINGU SINNI BRÝTUR HLYNUR ÞAÐ FERLI NIÐUR, VELTIR UPP NÝJUM SJÓNARHORNUM Á STARFSEMI SAFNSINS OG HLUTVERK ÞESS.

TILLIT – RÜCKSICHT – REGARD
ER ÞRIÐJA STÓRA SÝNINGIN Í NÝLISTASAFNINU Á ÞESSU AFMÆLISÁRI. HILDIGUNNUR BIRGISDÓTTIR REIÐ Á VAÐIÐ OG NÚ SÍÐAST SÝNDI SÆNSKI LISTAMAÐURINN KARL HOLMQVIST VERK SÍN Á LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK. SÝNINGARNAR HAFA ALLAR FJALLAÐ UM, BEINT SJÓNUM SÍNUM AÐ, BENT Á EÐA TEKIÐ TILLIT TIL MIKILVÆGRAR SÖGU NÝLISTASAFNSINS.

NÁNARI UPPLÝSINGAR UM VERK HLYNS ER AÐ FINNA Á WWW.HALLSSON.DE

HEIMASÍÐA NÝLISTASAFNSINS ER WWW.NYLO.IS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband