Joris Rademaker: listamannsspjall í Kunstraum Wohnraum á sunnudag

img_0099

JORIS RADEMAKER 

MANNLEG TILVIST 

06.01. - 09.03.2008 

Listamannaspjall sunnudaginn 9. mars 2008, klukkan 11:00
      

 

KUNSTRAUM WOHNRAUM             

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri • +354 4623744

hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de

 

Sunnudaginn 9. mars 2008 klukkan 11:00 ræðir Joris Rademaker um verk sín á sýningunni “Mannleg tilvist” í Kunstraum Wohnraum í Ásabyggð 2 á Akureyri. Joris er Hollendingur en hefur fengist við myndlist síðan 1983. Hann var útnefndur bæjarlistamaður Akureyrar árið 2006.

Joris Rademaker vinnur með blandaða tækni og oft með mismunandi þema í lengri tíma í senn. “Mannleg tilvist” er einskonar yfirlitssýning inni á heimili þar sem verkin samræmast alvöru og leik heimilisfólksins. Þau eru unnin út frá pússluspilskubbi, og í mismunandi tækni, vatnsliti, veggfóður, sprey, þrykk, málverk, ljósrit, klippimyndir og sem objekt eða hluti.

Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sunnudagurinn 9. mars 2008 er lokadagur sýningar Jorisar Rademakers en þann 16. mars opnar Ragnar Kjartansson nýja sýningu í Kunstraum Wohnraum.

Nánar hér 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband