Kristín G. Gunnlaugsdóttir bæjarlistamaður Seltjarnarness

cover

Við óskum Kristínu G. Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu til hamingju með að hafa verið útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2008.

Kristín er fædd á Akureyri þann 15. apríl 1963. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur P. Kristinsson fræðslufulltrúi Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri og Gunborg Kristinsson bókavörður, fædd í Svíþjóð. Kristín hefur verið starfandi myndlistarmaður í 20 ár. Hún hefur búið og unnið að list sinni á Seltjarnarnesi frá vori 2004.

Kristín var útnefnd bæjarlistamaður Akureyrar 1996-1997 og hlaut þá eins árs starfslaun Akureyrarbæjar. Kristín hefur verið einn fremsti myndlistarmaður landsins í mörg ár og ein af mörgum sem koma frá Akureyri.

Hér er heimasíða Kristínar


mbl.is Útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Það er ánægjuleg frétt! Til hamingju Kristín!

Heidi Strand, 13.1.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband