Sýningu Steinunnar Helgu á Café Karólínu lýkur á föstudag

Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningu Steinunnar Helgu Sigurðardóttur "að snertast í augnablikinu" á Café Karólínu en henni lýkur á föstudaginn 4. janúar 2008.

Steinunn Helga Sigurðardóttir

að snertast í augnablikinu

01.12.07 - 04.01.08


Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

Steinunn Helga Sigurðardóttir útskrifaðist úr MHÍ 1993 og stundaði framhaldsnám í myndlist hjá Jannis Kounellis í Kunstakademie Düsseldorf. Hún hefur verið búsett í Danmörku frá árinu 1993. Hún hefur haldið fjölda sýninga og  einnig skipulagt sýningar undanfarin ár.

Steinunn Helga segir um sýninguna "Sýningin er tilraun til að setja í form þær pælingar sem ég hef verið upptekin af. Hugsanir, drauma, raunveruleikann og myndunarheiminn.
Hvað er raunverulegt? Er lífið í hinum ytra heimi meira raunverulegt en lífið í hinum innra heimi?
Hvort er meira abstrakt, þar sem ég sit meðvituð og skrifa þennan texta og hlusta á þvottavélina mala í bakgrunninum, hundarnir mínir hrjóta við tærnar á mér, eða það sem gerist inni í höfðinu á mér. Þar sem ég bæði hugsa um þennan texta sem ég er að skrifa, og ýmislegt annað, sem er eins og smá myndir og hugsanir sem koma við og vilja láta hugsa sig?
Myndir sem vilja láta sjá sig, og vilja að ég gefi þeim tíma, en ég ýti þeim burtu því ég þarf að vera í hinum ytra heima þessa stundina, eða er ég það?
Ég hef engin svör, enda er það í raun ekki það sem ég hef áhuga á, en ég geri þessar pælingar að leik, þar sem ég leik mér með þessum báðum tilverum og leyfi þeim að koma fram og stjórna því sem kemur, án þess að dæma til eða frá.

Lejre. 10 nóv. 2007
Steinunn Helga Sigurðardóttir"

Nánari upplýsingar um verk Steinunnar Helgu er að finna á síðunni www.steinunn.eu og nánari upplýsingar veitir hún í steinunnhelga(hjá)gmail(punktur)com og hún bloggar á http://steina.blog.is

Næstu sýningar á Café Karólínu:

05.01.08-02.02.08               Guðrún Vaka
03.02.08-02.03.08               Steinn Kristjánsson
03.03.08-04.04.08               Unnur Óttarsdóttir
05.04.08-02.05.08               Guðmundur R Lúðvíksson
03.05.08-06.06.08               Kjartan Sigtryggsson
07.06.08-04.07.08               Arnar Ómarsson
05.07.08-01.08.08               Vilhelm Jónsson
02.08.08-05.09.08               Margeir Sigurðsson
06.09.08-03.10.08               Sigurlín M. Grétarsdóttir

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband