SAMANSAFN / ASSEMBLE Í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

1451400_10203723147175960_7216244157946281146_n

Laugardaginn 7. feb. kl. 15.00 opna Írsku listamennirnir Joe Scullion og Sinéad Onóra Kennedy sýninguna SAMANSAFN / ASSEMBLE Í kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Þau hafa dvalið í Listhúsinu á Ólafsfirði undanfarna 2. mánuði og unnið að list sinni. Sinéad og Joe vinna alla jafna málverk og skúlptúra en hafa tileinkað teikningunni tímann í Listhúsinu.  Heitt á könnunni og allir velkomnir.


ASSEMBLE/SAMANSAFN
 
Enska orðið assemble lýsir samkomu fólks í sameiginlegum tilgangi, hvort sem hann er trúarlegur, stjórnmálalegur, fræðilegur eða félagslegur. Fólk hittist í gallerýi til að ræða hugmyndir, hitta vini eða jafningja sína, eða jafnvel borða saman. Þessi sýning skilgreinir Alþýðuhúsið sem kraftmikinn stað til samkomu fólks allstaðar að úr heiminum. Assemble þýðir einnig samsetning einhvers eftir skýrum leiðbeiningum með tiltekið markmið að leiðarljósi. Listamennirnir gera teikningar sem minna á slíkar leiðbeiningar, arkitektúr og gröf. Þær virðast við fyrstu sýn gefa til kynna stíft, vélrænt ferli, en þegar betur er að gáð kemur í ljós að þær eru tiltölulega frjálslega uppbyggðar.     
Joe Scullion og Sinéad Onóra Kennedy útskrifuðust frá National College of Art and Design í Dublin á Írlandi árið 2013. Þau dvelja nú sem gestalistamenn í Listhúsinu á Ólafsfirði. Vinna þeirra er venjulega málverk og skúlptúr, en meðan á dvöl þeirra á Ólafsfirði hefur staðið hafa þau einbeitt sér að teikningum.
 
Joe Scullion
Teikningarnar, sem kvikna útfrá dystópískum1 söguþráðum og sögufræðilegu myndefni, virðast veita innsýn í aðra veröld uppfulla einhverju sem minnir lítillega á brot af byggingum og furðulega skúlptúra. Vitnað er í arkitektúr eins og hann birtist í sögu myndlistar og ljósmyndunar, en ekki er hægt að bera kennsl á nein ákveðin mannvirki. Það er líkt og við horfum inn í landslag framtíðar eftir að tilvist mannkyns lýkur, en þó er undirliggjandi spenna milli myndefnis og hvernig það er teiknað. Þessi margræðu form virðast ókláruð, og við nánari skoðun má sjá að samsetning þeirra af táknum og línum birtist þannig að teikningarnar kalla ekki fram hugmyndir um skáldaða veröld heldur lýsingu á hugmyndaferli. Þær eru rými þar sem eitthvað er unnið án þess að um nokkra algera niðurstöðu sé að ræða.
 
Sinéad Onóra Kennedy
Áherslan á framsögu sem miðpunkt í tilveru konu gerir hana afar meðvitaða um sjálfa sig. Hún krefst þess að kona búi sig sjálfsmynd sem öðrum finnst ánægjuleg og aðlaðandi, þar sem litið er á líkama okkar sem tjáningu á innra sjálfi. Hún verður að fylgjast með og meta sjálfa sig samkvæmt fjölda mælikerfa, og gera sig með því að röð talna og flokka. Afleiðingin er vaxandi vandamál varðandi sjálfhverfu um leið og “#selfie” menningin mettar samfélagið. Í verkum Sinéad er hinu gervi-uppstillta sjálfi raðað samhliða einföldum geómetrískum formum og gröfum, og bendir með því til ómælanleika. Hún rannsakar tómleika og fáránleika sjálfsþóknunar, og löngunina að falla að samfélagslegum stöðlum um fegurð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband