Ljósmyndasýning í Populus Tremula

daniel.magnus 

 

Á laugardaginn verður opnun ljósmyndasýningar í Populus Tremula þar sem Daníel Starrason og Magnús Andersen sýna saman myndir sem þeir hafa tekið af tónlistarfólki. Myndirnar eru ýmist teknar sem kynningarefni fyrir tónlistarfólk eða af frumkvæði ljósmyndarana. Magnús er búsettur í Reykjavík og Daníel á Akureyri og á myndunum verður að finna hljómsveitir og tónlistarfólk frá hvorum stað.

 

Opnun sýningarinnar er kl. 14 á laugardaginn og þar munu Daníel og Inga Eydal flytja nokkur lög. Kl. 21 hefjast svo tónleikar þar sem nokkrar norðlenskar hljómsveitir og tónlistarfólk flytja tónlist sína en þar koma fram:

 

Þorsteinn Kári

Pitenz

Hindurvættir

Buxnaskjónar

Naught

 

Sýningin er opin 14-17 á laugardag og sunnudag. Aðeins þessa einu helgi.

 

Daníel Starrason

www.danielstarrason.com

 

Magnús Andersen

www.magnusandersen.co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband