Sýningu Gunnhildar Þórðardóttur í Flóru að ljúka

gunnhildur_1200123.jpg

Gunnhildur Þórðardóttir

Minningar í kössum/Boxed Memories

30. mars – 4. maí 2013

Sýningarlok laugardaginn 4. maí

Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

 

http://floraflora.is

https://www.facebook.com/flora.akureyri

 

Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningu Gunnhildur Þórðardóttir sem nefnist „Minningar í kössum/Boxed Memories” í Flóru í Hafnarstræti 90 á Akureyri.

Á sýningunni eru ný verk, textaverk, innsetning og skúlptúrar sem fjalla um minningar en við geymum minningar oft í eins konar hólfum í heilanum sem við getum lokað og opnað. Minningar sem slíkar eru ekki endilega áreiðanlegar heimildir en þær hafa eitthvað með fortíðina að gera og mynda heild í huga manns. Minningar fólks eru eins konar vitneskja um liðna atburði oft sveipaðar fortíðarþrá. Á sýningunni verður hægt að létta af hjarta sínu eða að taka þátt í listaverkinu með því að skrifa niður nafnlausar minningar og setja í kassa. Listaverk Gunnhildar fjalla oft um heimspekileg fyrirbæri en í listaverkum sínum túlkar hún vangaveltur sínar um lífið og tilveruna. Í tilefni alþjóðlegs dags ljóðsins 21. mars sl. gaf Gunnhildur út ljóðabókina Blóðsteina/Bloodstones og er hún fáanleg í Flóru.

Gunnhildur lauk BA (Honours) í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama skóla árið 2006. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar meðal annars Fráhvörf í SÍM salnum og sýninguna Losun í sal Íslenskrar grafíkur á síðasta ári auk þess að taka þátt í samsýningum í 002 gallerí og í myndbandsgjörningi í Tate Britain einnig í fyrra. Þetta er hennar tólfta einkasýning þá hefur Gunnhildur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis.

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru mánudaga til föstudaga kl. 11-13 og 16-18 og laugardaga kl. 13-16 og stendur til laugardagsins 4. maí 2013.

Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur í síma 898 3419 og í netfangi gunnhildursaga@hotmail.com, Kristín í síma 661 0168 og Hlynur í síma 659 4744. Sjá einnig: http://www.gunnhildurthordardottir.com, http://www.umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/722 og http://www.saatchi-gallery.co.uk

Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband