SYNTAGMA - Síðasta sýningarhelgi

syntagma_vef-300x417

SYNTAGMA
Síðasta sýningarhelgi í Listasafninu á Akureyri - opið miðvikudaga til sunnudaga frá 13-17


Nú fer hver að verða síðastur að sjá hina athygliverðu stórsýningu Syntagma í Listasafninu á Akureyri, en sýningunni lýkur sunnudaginn 8. júlí.
Sýningin er samsýning listamannanna Hildar Hákonardóttur, Óskar Vilhjálmsdóttur, Steinunnar Gunnlaugsdóttur og spánverjans Santiago Sierra. „Engin sko sérstakur“ er sýningarstjóri sýningarinnar, auk þass að sýna í leið hið umdeilda „Mál“ með varafari Jóhönnu Sigurðardóttur forsetisráðherra.
Til að draga saman inntak sýningarinnar, mætti segja að hún varpi fram verufræðilegum og þekkingarfræðilegum spurningum á borð við mörk merkingar og merkingarleysis, samspilið milli samhengis og kerfis, reglu og óreiðu. Hún spyr einnig aðkallandi spurninga um þessa gjá, eða öllu heldur tómarúm, milli ólíkra þekkingarsviða; á milli vísinda og lista, kapítalisma og viðtekinna viðskiptahátta, náttúrunnar og innsta eðli mannsins og krefst svara við því hver ráði eiginlega yfir óskráðum siðareglum samfélagsins eftir að kirkjan glataði að mestu því áhrifavaldi á vesturlöndum.
 

Fyrir þá sem ekki komast á sýninguna má sjá yfirferð og persónulegar hugleiðingar Hannesar Sigurðssonar sjónlistastjóra í nýjasta þætti Sjónpípunnar hér: http://youtu.be/NjNKG4hz8XY


Meðfylgjandi er stutt yfirlit um feril listamannanna:
 
Hildur Hákonardóttir er fædd árið 1938 í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1968 og stundaði framhaldsnám við Edinburgh College of Art frá 1968-69. Hildur var meðlimur í SÚM hópnum og skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans á árunum 1975-78. Auk þess að stunda list sína og taka virkan þátt í kvennabaráttunni, hefur hún unnið ýmis stjórnunarstörf og m.a. sem stjórnarformaður ullarvinnslunnar Þingborgar. Auk teikninga hefur Hildur mikið unnið listsköpun sína í textíl.
Ósk Vilhjálmsdóttir er fædd árið 1962 í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1986 og stundaði framhaldsnám við Hochschule der Künste í Berlín á árunum 1988-1994. Ósk hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum, bæði hér heima og erlendis. Hún hefur verið virk í baráttu fyrir umhverfismálum, meðal annars gegn Kárahnjúkavirkjun, og hún er einn stofnenda Framtíðarlandsins. Verk Óskar, sem oft eru á mörkum innsetningar og málverksins, fjalla mörg hver um hnattvæðinguna og náttúruna, samspil manns og náttúru, neysluhyggju og kapítalisma.
Steinunn Gunnlausdóttir er fædd árið 1983 í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2008. Steinunn hefur á síðustu árum unnið fjölda verka með blandaðri tækni, innsetningar og gjörninga, bæði ein og í ýmsum listahópum og tvíeykjum. Verk Steinunnar einkennast af flugbeittum skotum á stofnanir og gildi samfélagsins, náttúruspjöll og eyðileggingu kapítalismans og stórfyrirtækjanna sem vinna á þeim forsendum, ekki síður en hræsni og skinhelgi okkar (smá)borgaralega samfélags. Steinunn hefur verið virk í starfi hinnar róttæku umhverfisverndahreyfingar Saving Iceland, en hún er einn hinna svokölluðu nímenninga úr búsáhaldabyltingunni sem að ofan er getið.
Santiago Sierra er fæddur árið 1966 í Madríd. Sierra, sem hefur mikið starfað á Spáni og í Mexíkó, er einn af framsæknustu og umdeildustu myndlistarmönnum Spánar í dag. Í verkum sínum tekst Sierra á við spurningar um ójöfnuð og réttlæti í hinu kapítalíska þjóðskipulagi, samskipti „suðursins“ og „norðursins“, eðli listarinnar og hvaðan siðgæðið er sprottið. Sierra hefur haldið ótal einkasýningar á undanförnum árum, auk þess að taka þátt í fjölda samsýninga. Sierra hefur meðal annars verið fulltrúi Spánar á Feneyjartvíæringnum og hefur hann verið sýndur í mörgum af helstu listasöfnum og nútímalistagalleríum heims. Sierra kom til Íslands í janúar í ár og framkvæmdi hann gjörninga í fjóra daga víðsvegar um Reykjavík í tengslum við heimsreisu á verkinu “NO Global Tour”. Skildi hann eftir sig skúlptúr fyrir framan Alþingishúsið, „Minnismerki um borgaralega óhlýðni“, sem er stór bergmoli klofinn í herðar niður eftir endilöngu af massífum keilulaga stálfleyg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband