ÁLFkonur opna ljósmyndasýningu í Listagilinu á Akureyri

 alfkona.jpg

 

ÁLFkonur opna ljósmyndasýninguna 30 DAGAR

á Langa-Gangi í Listagilinu á Akureyri,

laugardaginn 24. mars

kl. 13.00 sem jafnframt er GILDAGUR í Listagilinu. 

 

 

 

Sýningin stendur aðeins í 2 daga : laugardag 24. mars kl. 13 - 18 og sunnudag 25. mars kl. 13 - 17.

Sýningin er á veggjum á LANGA-GANGI sem er á annarri hæð í Kaupvangsstræti 10, 

(gengið inn sama inngang og í Populus Tremula og Sal Myndlistarfélagsins-Boxið).


ÁLFkonur er félagskapur kvenna

(ÁhugaLjósmyndaraFélag fyrir konur á Eyjafjarðarsvæðinu) sem hafa ljósmyndun að áhugamáli

 og er þessi sýning afrakstur þátttöku í 30 daga áskorun sem fólst í því að taka eina mynd á dag í einn mánuð. Þemað var fyrirfram ákveðið og hérmeð birtist útkoman.

Þetta er fimmta samsýning hópsins en þátttakendur að þessu sinni eru; 
Agnes H. Skúladóttir, Berglind H. Helgadóttir, Ester Guðbjörnsdóttir, Díana Bryndís, Gunnlaug Friðriksdóttir, Halla S. Gunnlaugsdóttir, Helga H. Gunnlaugsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Linda Ólafsdóttir og Margrét Elfa Jónsdóttir.

Upplýsingar veita :

Agnes Heiða Skúladóttir, sími : 862-2922  hm22@est.is
Berglind Helgasdóttir, sími : 863-1409  berglindhelga@simnet.is
Linda Ólafsdóttir, sími : 867-8000    fotolind@gmail.com
Hrefna Harðardóttir, sími : 862-5642    hrefnah@simnet.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband