Guðrún Þórsdóttir opnar sýningu í Flóru

g_s.jpg

Guðrún Þórsdóttir
Engin hlutverk
14. janúar - 3. mars 2012

Flóra, Listagilinu á Akureyri, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri

Laugardaginn 14. janúar kl. 14 á opnar Guðrún Þórsdóttir myndlistarsýninguna Engin hlutverk í Flóru í Listagilinu á Akureyri.

Guðrún hefur verið að skoða heimildaljósmyndun í vetur í Myndlistaskólanum á Akureyri þar sem hún mun ljúka námi af fagurlistadeild í vor. Hún stefnir á meira nám í myndlist áður en langt um líður. Guðrún hefur unnið við ýmislegt um tíðina og þá aðallega í menningar- og mannúðarmálum og fer það vel með myndlistinni.

Guðrún segir um sýninguna: "Mikið er um fordóma hér á landi og sérstaklega gagnvart asískum eiginkonum. Ég var svo lánsöm að finna fjölskyldu sem var til í að láta mynda sig. Að vera fluga á vegg hjá fjölskyldu sem ég þekki ekkert, að ná tengslum og trausti er gerlegt með gagnkvæmri virðingu."

Sýningin stendur til laugardagsins 3. mars 2012 og það er opið fimmtudaga kl. 10-18, föstudaga kl. 10-16 og laugardaga kl. 14-16.


Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu og verkmenningu. Sýningarrýmið á sér auk þess merkilega forsögu því þar rak Snorri Ásmundsson International Gallery of Snorri Ásmundsson með góðum árangri í lok síðustu aldar. Áður hafa Arna Vals, Þórarinn Blöndal og Snorri Ásmundsson sett upp sýningar í Flóru.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Þórsdóttir í síma 6632848, Hlynur Hallsson í síma 6594744 og Kristín Þóra Kjartansdóttir í síma 6610168.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband