Samsýning félagsmanna Myndlistarfélagsins og opið fyrir umsóknir 2012

box_mynd_1129682.jpg

Þann 28. janúar 2012 ætlar Myndlistarfélagið að halda samsýningu á verkum félagsmanna í sal félagsins. Hugmyndin er að listamenn komi með sitt uppáhaldsverk og titill sýningarinnar er “Uppáhald”. Sýningarstjóri verður Joris Rademaker og mun hann reyna að koma til móts við óskir listamanna um uppsetningu verka. Verkin verða að koma í sal félagsins eigi síðar en fimmtudaginn 26. janúar 2012 milli klukkan 16 og 18.
Opnun sýningarinnar verður klukkan 14:00 laugardaginn 28. janúar og í framhaldi eða klukkan 17:00 mun félagið blása til teitis fyrir félagsmenn með heitri súpu og veigum. Tilefnin eru ærin, til dæmis 4 ára afmæli félagsins, starfsmaður og skrifstofa ásamt því að efla félagsandann.
Samhliða þessu viljum við efna til hugmyndasamkeppni um nafn á salnum okkar.  Félagsmenn geta sent inn tillögur og við förum í gegn um þær í teitinu fína.
Einnig er opið fyrir umsóknir fyrir sýningar á árinu 2012 og umsóknir er hægt að senda í pósthólf félagsins eða í tölvupósti á syningarnefnd@gmail.com


Myndlistarfélagið
Kaupvangstræti 10
600 Akureyri

http://www.galleribox.blogspot.com

http://mynd.blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband