Dagrún Matthíasdóttir opnar myndlistarsýninguna Fjöllótt í Mjólkurbúðinni

picture_408.jpg

Mjólkurbúðin –Fjöllótt

 

Dagrún Matthíasdóttir opnar myndlistarsýninguna Fjöllótt laugardaginn 7.maí kl.14.  Á sýningunni eru olíumálverk og vatnslitaskissur.

 

Dagrún Matthíasdóttir rekur Mjólkurbúðina sem er sýningarými í Listagilinu á Akureyri, í sama húsi og Listasafnið á Akureyri. Áður var hún annar eigenda DaLí Gallery á Akureyri og hefur verið virkur þáttakandi í sýningarhaldi, haldið einkasýningar og tekið þátt í hinum ýmsu samsýningum auk þess sem hún starfar í stjórn Myndlistarfélagins.

 

Sýningin Fjöllótt stendur til 22.maí og allir velkomnir

 

Mjólkurbúðin Listagili er opin:

Laugardaga og sunnudaga kl.14-17 meðan sýningar standa yfir. Hægt er að taka á móti hópum eftir samkomulagi þess utan.

 

Nánari upplýsingar:

Mjólkurbúðin – Dagrún Matthíasdóttir s.8957173

dagrunm@snerpa.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband