Hrefna Harðardóttir sýnir Grýlukerti hjá Handverk og hönnun

image-4_1041358.jpg
 
Opnuð verður sýningin GRÝLUKERTI, Á skörinni, föstudaginn 12. nóvember kl. 16-18.
Á sýningunni má sjá margnota leirverk, innblásin af grýlukertum. 
Grýla og grýlukerti eru forvitnileg hugtök sem hafa ýmsar merkingar í hugum bæði barna og fullorðinna. 
Hrefna skoðar þær merkingar sem og notagildi hlutarins og hefur handgert leirverk útfrá þeim pælingum.

Hrefna Harðardóttir stundaði nám á myndlistarbraut MA og útskrifaðist frá Leirlistardeild MHÍ eftir nám árin 1992-1995. Hún hefur sótt mörg námskeið í grafík, ljósmyndun og leirlist í Frakklandi, Ítalíu, Ungverjaland, Danmörku og Englandi og haldið einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum víða um land og erlendis. Hún er félagi í Sambandi Íslenskra Myndlistarmanna, Myndlistarfélaginu og Leirlistarfélagi Íslands og starfar á eigin verkstæði í Listagilinu á Akureyri.
Hrefna H: sími 862-5640 og tölvupóstur hrefnah@simnet.is. 

Á Skörinni, er á efri hæð í Fógetahúsinu/Kraum Aðalstræti 10, í miðbæ Reykjavíkur. 
Sýningin stendur til 1. desember 2010. 
Opnunartími er alla virka daga frá kl. 9-18 og um helgar frá kl. 12-17.
Upplýsingar í síma 551 7595, í tölvupósti : handverk@handverkoghonnun.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband