Viðburðarík helgi í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

12514063_10205800386385642_1249048081272743163_o

Laugardagskvöldið 27. feb. kl. 20.00 2016 mun ljóðahópurinn Hási Kisi og gestur, vera með ljóðaupplestur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Hási Kisi er ljóðaklúbbur sem starfað hefur á Fljótsdalshéraði frá árinu 2008. Meðlimir Hása Kisa eru Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Hrafnkell Lárusson, Ingunn Snædal og Stefán Bogi Sveinsson. Þau telja sig allt í senn aðdáendur, aðstoðarmenn og harðir og miskunnarlausir gagnrýnendur ljóðsins. Hópurinn hefur staðið fyrir viðburðum og vinnur að útgáfumálum en er fyrst og fremst sjálfshjálparhópur taugaveiklaðra ljóðskálda sem með góðu eða illu ætla sér að láta fólk hlusta á ljóðin sín.
Sérstakur gestur á upplestrinum í Alþýðuhúsinu á Siglufirði verður Urður Snædal sem tengist hópnum sterkum böndum.

Sunnudaginn 28. feb. kl. 14.00 verður síðasti sýningardagur sýningarinnar "Dæld" í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.  Þá mun listamaðurinn sjálfur, Klængur Gunnarsson vera með kynningu og spjall um verkin sín.
Heitt á könnunni og allir velkomnir.


Menningarráð Eyþings/uppbyggingarsjóður, Fjallabyggð, Fiskbúð Siglufjarðar og Egilssíld styðja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.


Noemi Niederhauser sýnir í Vestursal Listasafnsins á Akureyri

12745447_1076430692378772_3153016707053167143_n

Laugardaginn 27. febrúar kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Vestursal sýning svissnesku listakonunnar Noemi Niederhauser, Ráfandi skrúðganga. Sýningin er sviðsetning á látbragði, hreyfingum, gjörðum og hrynjandi þar sem merking og áhersla er sífellt fjarlægð.

Ráfandi skrúðganga felur í sér að meðtaka tilveruna á Ólafsfirði, þar sem listakonan hefur dvalið við undirbúning sýningarinnar. Þar byggir efnahagurinn aðallega á fiski og margvíslegum breytingaferlum fisksins yfir í afurðir. Verkefnið fólst í því að safna, aðgreina og festa hulin sjónarhorn án möguleika á endanlegri frásögn og þess í stað endurgera og breyta endalaust.

Noemi Niederhauser er fædd í Bern í Sviss árið 1984 og útskrifaðist með diplóma í keramik frá Applied Art School í Vevey í Sviss 2010 og með MFA gráðu í myndlist frá Central Saint Martins College of Art and Design í London 2014. Sýningin Ráfandi skrúðganga er hennar þriðja einkasýning en auk þess hefur hún tekið þátt í samsýningum víða um heim. Verk hennar má finna á söfnum í Sviss, Ítalíu og Belgíu.

Sýningin stendur til 13. mars og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýningar Listasafnsins á Akureyri er alla fimmtudaga kl. 12.15-12.45. Aðgangur er ókeypis.

http://www.listak.is


Claudia Mollzahn sýnir í Deiglunni

8209_1112027138807840_5114456927317494719_n

Claudia er gestalistamaður mánaðarins í gestavinnustofu Gilfélagsins. Hún sýnir þau verk sem hún hefur verið að vinna að á tímabilinu. Hún vinnur m.a. með textíl innsetningar og gjörninga. Claudia er búsett í Wales í Englandi.
Allir velkomnir!

Sýningin verður opin á laugardag 27. febrúar og sunnudag 28. febrúar  kl. 14:00-17:00


Claudia Mollzahn was brought up in Germany and now lives in Wales, UK. She works mainly with wool and uses traditional craft techniques such as knit, crochet and felt. She is interested in the physical qualities of the materials she uses, and creates work that can be experienced with all the senses. Visitors are encouraged to handle, wear and move with the pieces. The aim is to create a sense of playfulness while at the same time universal concepts relating to place, home and identity can be explored. For the first time a story will accompany each piece, with the invitation to create alternative narratives.
Work shown in this exhibition has been created during her one- month residency in February 2016 at the Gil Society, Akureyri, Iceland.

https://www.facebook.com/events/1044075125649911


Katrín Björg Gunnarsdóttir opnar ljósmyndasýninguna HVILFT í Kaktus

12747885_814373718685553_6455422151145825745_o

Katrín Björg Gunnarsdóttir opnar ljósmyndasýninguna HVILFT í Kaktus þann 27. febrúar 2016 klukkan 14. 
Hún mun sýna ljósmyndir sem teknar eru á gamla filmuvél og stækkaðar af henni sjálfri. 

Sýningin er opin laugardag og sunnudag frá kl. 14-18. Aðeins þessa einu helgi.

KaktusKaupvangstræti 10, 600 Akureyri

https://www.facebook.com/events/953499774736980/954279637992327


Bloggfærslur 24. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband